Sorgarfréttir

Í dag er ég sorgmædd. Ég var að frétta að Rut vinkona mín missti mömmu sína í gær. Ég er búin að vera hálfgrátandi síðan ég fékk fréttirnar; aðallega Rutar vegna en líka vegna þess að Finna var alveg yndisleg kona. Ég man eftir nokkrum jólum í Borgarsíðunni þar sem við sátum við eldhúsborðið, borðuðum dásamlegar smákökur og spiluðum alls konar spil. Og Finna var ein af stelpunum. Ég held að hún hafi ekki bara verið góð móðir heldur einnig besta vinkona dætra sinna. Ég veit ekki af hverju hún var tekin í burtu svona ung og hugur minn er með fjölskyldunni í Borgarsíðunni. En þetta minnir okkur á hversu hverfult lífið er og hvernig maður þarf að njóta tímans með fólkinu sem maður elskar. Ég vildi að ég væri heima hjá mínu fólki þessi jól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samhryggist auðvitað og sendi innilegar samúðarkveðjur. Og þetta er svo hárrétt hjá þér ... við eigum að njóta tímans með fólkinu sem við elskum - ávallt og alltaf.

Kærar kveðjur frá Akureyri

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband