Er að lesa Karitas án titils

Í dag datt ég í það að lesa Karitas án titils eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur og þessi bók er algjör snilld (eins og mér hafði verið sagt). Ég náði loks að rífa mig frá bókinni af því að ég var orðin svöng og nú er ég að hugsa um að reyna að vinna eitthvað áður en ég leyfi mér að lesa meira því ef ég byrja að lesa aftur verður ekkert úr lærdómnum í dag. Og þótt nú sé jólavikan þá fær maður svo sem aldrei frí frá ritgerðasmíð - fyrr en ritgerðin er búin. En Karitas freistar. Það er spurning hvort lestur eða skriftir vinna stríðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, æðisleg bók og nú ætla ég að demba mér í Óreiðu á striga.  Er svaka spennt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 01:41

2 identicon

Er sjálfur ekki alveg inni á þessari línu - en til að svara spurningunni í lokin ... þá mæli ég með lestrinum En ætli þú verðir ekki að sinna skriftunum - ég var t.d. dálítið hissa að sjá hversu margir (nokkrir) komu á bókasafnið í fyrradag, í gær og eflaust í dag, til þess að lesa og undirbúa sig fyrir próf og verkefnavinnu og ritgerðasmíð ... maður hélt einhvern veginn að þetta væri tími hvíldar fyrir alla. En sumir eru duglegari en aðrir ... Duglegar kveðjur til þín héðan frá Akureyri hinni hvítu og fallegu.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Ég er líka að lesa Karitas án titils. Mér var sagt að ég yrði að lesa hana áður en ég byrjaði á Óreiðu á striga.

Gangi þér vel með ritgerðina

Þóra Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Er Óreiða á striga framhaldsbók? Hljómar svolítið þannig af því að Karitas var hrifin af óreiðumálverkum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.12.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Hún er sjálfstætt framhald

Þóra Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband