Takk fyrir

Ég þakka Morgunblaðinu hér með kærlega fyrir að segja frá þessum úrslitum - hvort sem það er vegna áskorunar minnar í gær eða óháð henni. Ég vona að við fáum áfram að fylgjast með því hvað gerist í þessari frábæru íþrótt á Íslandi. Og ekki væri nú verra að geta fundið stöðuna í deildinni einhvers staðar líka.

Ég horfði annars á leikinn sem RÚV sýndi í gær og þakka hér með RÚV líka fyrir það, þótt ég hafi reyndar aðeins náð að sjá tvo leikhluta, hvort sem það var minni tölvu að kenna eða einhverju hjá RÚV.

Það er auðvitað ekki sanngjarnt fyrir mig að bera leik liðanna saman við leikina sem ég horfi á í hverri viku því auðvitað eru þessir strákar ekki eins góðir og strákarnir í NHL deildinni. En ég verð samt að segja að ég var mjög hrifin af sumum sóknarmönnum SA. Nokkrir í liðinu sýndu ótrúlega tækni og býsna góða útsjónarsemi með pökkinn líka. Ég sá nokkrar hreyfingar sem myndu sóma sér vel í NHL, hvor sem leikmennirnir gætu það eða ekki. Athyglisverðast var samt hversu ótrúlega léleg vörnin var hjá Birninum og einnig markvarslan. Sum þessa marka hefðu aldrei átt að verða að veruleika og var þar ekki um snilli sóknarmanna að ræða heldur lélega vörn og lélega markvörslu. Enda sér maður það á markatölunni. 

En þetta var sannarlega skemmtilegt og frábært að fá að horfa á þennan leik.  


mbl.is Akureyringar unnu Björninn tvisvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér varðandi fréttaleysi af hokkýleikjum. Ég horfði á leikinn í gær og var það fyrsti íshokkýleikurinn sem ég horfði á. Það var mjög gaman að sjá ,,mína menn að norðan" vinna. Þessi leikur vakti áhuga minn á íþróttinni og ég fór að leita að fleiri úrslitum, ekkert á textavarpinu, ekkert á mbl og þar fram eftir götunum.

Ég þakka rúv fyrir útsendinguna.

Þorsteinn G. Gunnarsson

Þorsteinn G. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband