Góðar fréttir
21.2.2008 | 05:31
Munið þið eftir því fyrir svona sirka mánuði að ég sagðist hafa sótt um draumastarfið mitt sem er að vinna fyrir Vanoc, Ólympíunefnd Vancouverborgar, fyrir Ólympíuleikana 2010? Starfið felst í því að hafa yfirumsjón með öllu því sem snýr að erlendum tungumálum - þ.e. þýðingum, túlkun o.s.frv.
Jæja, það hefur orðið hreyfing á því máli. Umsókn mín var greinilega nógu góð til þess að ég var tekin í símaviðtal fyrir tæpum tveim vikum. Þetta var svona almennt viðtal sem sneri almennt að vinnu fyrir Ólympíunefndina en ekki svo mikið að þessu ákveðna starfi. Það tók um 40 mínútur og ég var spurð alls konar spurninga - meira að segja að því hvenær í lífinu ég hafi verið stoltust af sjálfri mér (spurning sem erfitt er að svara).
Það lítur út fyrir að ég hafi staðið mig vel í þessu viðtali því ég hef nú verið kölluð í annað viðtal. Að þessu sinni mun ég hitta tvær manneskjur augliti til auglits og þetta viðtal mun beinast algjörlega að þessu ákveðna starfi. Þetta lofar góðu því væntanlega er ég nú ein örfárra sem koma til greina.
Í gær fór ég í verslunarleiðangur því ég átti engin föt sem hæfa svona viðtali. Eftir mikla leit fann ég loksins gráteinótta dragt sem passaði mér þokkalega (útilokað að finna eitthvað sem passar fullkomið nema að láta sauma það) og keypti með því gula blússu, enda sagði konan í búðinni mér að gult væri aðalliturinn núna. Mér verður því alla vega ekki hafnað vegna þess að ég sé of drusluleg til fara. Ef ég fengi starfið yrði ég væntanlega að kaupa heilan fataskáp af frambærilegum fötum. Ekki gengur að vera í gallabuxum og bol þegar maður vinnur fyrir Vanoc.
Þegar ég fer í viðtalið á mánudagsmorguninn verð ég bara að muna að vera ekki týpískur lítillátur Íslendingur. Amma mín var frá Nolli í Þingeyjarsýslu og ég verð bara að finna Þingeyinginn í mér og láta hann skína!
En hvort sem ég fæ vinnuna eða ekki er ég ákaflega stolt af sjálfri mér. Ég komst þó alla vega þetta langt.
Athugasemdir
Ekki málið. Tekur þetta með hælkrók :-)
Gangi vel í viðtalinu.
Einar Indriðason, 21.2.2008 kl. 08:17
Hljómar spennandi. Lukku!
Hrannar Baldursson, 21.2.2008 kl. 08:45
Frábær árangur - so far - vonandi áfram - Gangi þér allt í haginn í viðtalinu Þetta er örugglega mjög spennandi starf.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:18
Glæsilegt. Þú verður ekki í vandræðum með þetta.
Eiríkur (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:29
Fingur og taer krossadir fyrir thig a italiu....rulladu thessu nu upp og budu til blokkflautu!
Rut (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:36
Til hamingju með áfangasigurinn, þetta er frábært að heyra. Sannaðu til þú munt heilla alla nefndina upp úr skónum, vel klædd, fín og falleg eins og þú ert.
1. Heilræði: Vertu bara þú sjálf, og njóttu þess að hafa fengið þetta tækifæri að hitta "nefndina" , því þú veist að þú hefur nú þegar unnið sigur, og hefur því engu að tapa heldur allt að vinna.
2: Mundu, að þú ert komin þetta langt á þínum forsendum, vegna þinna hæfileika.
3. Aðalatriðið er að vera þú sjálf þannig koma hæfileikar þínir og sjarmi best fram.
Gangi þér vel stelpa. Kveðja LG.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.2.2008 kl. 14:50
Vonandi muntu fá starfið!
Krosslegg fingur fyrir þig.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 15:24
Sæl Stína
Rakst á bloggið þitt um daginn og hef verið að lesa í gegnum það.
Til hamingju með þennan áfanga og gangi þér vel.
Kveðja, Ómar P (gamla 4T)
Ómar Pétursson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:38
Takk kærlega fyrir stuðninginn öll sömun. Mikið er gott að fá svona kvatningu. Og Lilja Guðrún, takk fyrir heilræðin. Ég mun pottþétt fara eftir þeim. Rut, að þessu loknu skal ég spila fyrir þig 'Góða mamma' á blokkflautuna! Og Ómar, gaman að fá kveðju frá þér. Hvar heldur þú þig?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:46
Sæl aftur
Við Sigrún (var líka í 4T) búum á Dalvík, með okkar 3 börn (13, 11,4) hún er leikskólakennari og starfar við það. Ég er verkstjóri í fiskvinnslu og er enn bjartsýnn þrátt fyrir að það þrengi að þeim geira þessa dagana á Íslandi.
Bestur kveðjur og aftur gangi þér vel í viðtalinu.
Ómar
Ómar Pétursson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:08
....Amma mín var frá Nolli í Þingeyjarsýslu...
Afi minn var frá Nolli í Þingeyjarsýslu!
Upp með Íslendingabók, finna Kristínu Jóhannsdóttur, hún reynist vera dóttir Jóhanns Haukssonar sem er líka Kristínarson. Amman umrædda, og hún reynist vera Björnsdóttir, og Björn þessi er bróðir Hermundar móðurafa míns.
Áfram frænka!
Kjartan R Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 21:56
vaaaá áfram Stína sko ;) Þetta er bara flottur árangur og fyllist ég alltaf enn meira stolit þegar Íslendingar gera það gott í útlöndum og ekki skemmir fyrir að þessu sinni að stúlkan sé frá Akureyri :D
En annars er ég ekki sammála þér að Íslendingar séu hægvarskir ... uss uss - allavega þegar ég á í hlut þá er maður ekkert nema sjálfstraustið uppmálað í atvinnu - og skólaviðtölum og það hefur nú fleitt manni þangað sem maður er í dag ... svo burt með lítilláta Akureyringin og sýndu þann RÉTTA
Hrabba (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:54
Hey kúl- láttu vita á mánudag hvernig gekk. Þú toppar í teinóttu.
hrafnhildur-habbý (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:28
Frábært! Til hamingju með þennan áfanga. Vona að þú fáir stöðuna. Og þá hlýtur næsta stopp að vera OL í Tromsö 2018. Við sjáumst þar - ef ekki fyrr. Kveðja frá rigningunni í Santa Cruz. Þorbjörg Hróars.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.