Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tenglar
Mikilvægir hlekkir
Mikilvægir hlekkir
Vinir blogga
Sjáið hverjir fleiri eru að blogga
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna
- Ágúst H Bjarnason
- Berglind Steinsdóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bergur Thorberg
- Björn Emilsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Indriðason
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Fjarki
- Geiri glaði
- gudni.is
- Guðmundur Pálsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Ösp
- Gunnar Kr.
- Gunnar Már Hauksson
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Huld S. Ringsted
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íshokkí
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Jón Svavarsson
- Júlíus Valsson
- Kent Lárus Björnsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kristín Helga
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marinó Már Marinósson
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- mongoqueen
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Norðanmaður
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Pétursson
- Páll Ingi Kvaran
- Pétur Björgvin
- Ragnar Páll Ólafsson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Riddarinn
- Róbert Badí Baldursson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Ruth Ásdísardóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurjón
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Valdimar Gunnarsson
- Vertu með á nótunum
- Wilhelm Emilsson
- Þorsteinn Briem
- Þóra Lisebeth Gestsdóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- Þröstur Unnar
- Öll lífsins gæði?
Hinn íslenski skattgreiðandi
25.3.2008 | 23:24
Mér fannst ég ekkert smá dugleg í dag. Nei, ekki við að skrifa ritgerð (hvað er nú það?) heldur gerði ég skattskýrslurnar mínar fyrir Ísland og Kanada. Sú íslenska var ólíkt einfaldari sem er fyndið því ég fékk engar tekjur frá Kanada síðastliðið ár því ég var á íslenskum styrk. Gallinn er að styrkir eru skattskyldir á Íslandi en ekki í Kanada sem þýðir að ég þarf að borga Íslandi háa skatta fyrir enga þjónustu (ég fæ ekki persónuafslátt af því að ég bý ekki á landinu) en Kanada, sem veitir mér alla þjónustu, ætlar að borga mér hluta af virðisaukaskattinum til baka fyrir það hve fátæk ég er og samt greiði ég þeim enga skatta í ár. Já lífið er stundum undarlegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Lífið er eins og blómabeð. Stundum blómstrar allt en samt ekki alltaf.
Marinó Már Marinósson, 25.3.2008 kl. 23:36
Dugleg ertu ... ég er að fara að skila minni inn á eftir.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:55
Til hamingju. Mér finnst það alltaf stór áfangi að klára skattskýrsluna (og ég þarf bara að fylla eina út).
En varðandi rannsóknarstyrkinn, máttu ekki a.m.k. draga ýmiskonar kostnað frá (t.d. tölvukostnað og annað sem sem getur flokkast sem beinn kostnaður við að vinna rannsóknina) áður en farið er að reikna þér tekjuskatt af upphæðinni? Finnst annars mjög undarlegt að þú fáir ekki persónuafslátt - hver eru rökin fyrir því að þú eigir ekki rétt á persónuafslætti ef þú býrð ekki á Íslandi?
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 21:11
Sæktu um skattalega heimilisfesti, þá áttu rétt á perónuafslætti hér. Grundvöllur er nám erlendis.
Gudda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:46
Gudda. Til að eiga rétt á skattlegri heimilisfesti sem námsmaður verðurðu að hafa búið á Íslandi í fimm undanfarin ár. Ég bjó í Manitoba í fjögur ár áður en ég fór í nám. Þar af leiðandi fyrirgerði ég rétti mínum. Það skiftir engu máli að ég var að kenna útlendingum íslensku og stunda alls konar íslenska landkynningu. Ég er búin að kanna þetta. Þeim verður ekki hnikað. Ég á ekki rétt á skattlegri heimilisfesti.
Auður. Takk. Það er greinilegt að það er ekki nóg að vera íslenskur ríkisborgari. Maður þarf að hafa lögheimili á Íslandi til að fá persónuafslátt. Þetta þýðir að ég borga meira fyrir íslenska þjónustu þótt eina þjónustan sem ég fái frá Íslandi sé bankareikningur og laun frá Rannís. Ef ég þarf að fara til læknis þá þarf ég að borga 4000 krónur fyrir komuna, þrátt fyrir að vera skattgreiðandi. Er þetta ekki öfugsnúið?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.