Andsk. íþróttirnar

Síðustu tveir dagar hafa ekki verið góðir fyrir íþróttirnar mínar. Ég var eitthvað ógurlega veikluleg í dag og klifraði ekki vel. Canucks töpuðu fyrir Calgary í gær og Colorado í dag og eru í síðasta úrslitasætinu eins og er þegar fimm leikir eru eftir. Nashville andar á bakið á þeim og á eftir að leika við miklu lélegri lið. Og til að toppa þetta af þá töpuðum við stelpurnar í Presto í gær fyrir liði sem við áttum að vinna, og erum þar með úr leik í fótboltanum. Sigur hefði komið okkur í úrslitaleikinn.

Ég kenni dómaranum um. Stelpurnar í hinu liðinu voru algjörar tíkur sem brutu á okkur allan leikinn en dómarinn kallaði akkúrat ekki neitt. Þær voru að ýta í bakið á okkur, þær lömdu, þær spörkuðu (í okkur, ekki bara í boltann)...ekkert dæmt. Ég var tvisvar sinnum laminn í handlegginn og einu sinni fékk ég hné í magann. Asninn hann Roy hefur oft verið slæmur en aldrei eins og í gær. Ég veit ekki á hverju hann er. Ég vildi óska að þeir notuðu almennilega dómara í kvennadeildinni. Þegar ég spila með blandaða liðinu innanhús þá fáum við mörgum sinnum betri dómgæslu. 

Ég spilaði reyndar ekki síðustu tuttugu mínúturnar. Ég var að berjast um boltann innan vítateigs Coasters þegar ég lenti á hnakkanum og við höggið beit ég í tunguna og ég held ég hafi hreinlega bitið svolítinn bita af. Það var ekki þægilegt. Endaði á því að sofa með grisju í munninum. Og þið vitið hvernig það er þegar eitthvað er að í munninum á manni. Þá lætur tungan staðinn ekki í friði. Eins er það þegar eitthvað er að tungunni...hún er stanslaust að nuddast eitthvað utan í tennurnar. Ég hef enga stjórn á kvikindinu. 

Engar íþróttir á morgun. Kannski verður það þá betri dagur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú verður að gæta að þér í íþróttafárinu Stína.  Frusss þá er betra að sitja inni og lesa.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég hef oft bitið í tunguna á mér en þá frekar af því að ég get ekki stoppað munnræpuna í mér.    En hef líka bitið óvart og það er ekki gott.   Lengi getur vont versnað eða þannig. 

Marinó Már Marinósson, 27.3.2008 kl. 13:45

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rétt hjá þér Jenný. Gallinn er bara sá að ég er íþróttafíkill. Finnst fátt skemmtilegra en að stunda íþróttir.

Marinó, hehe, akkúrat. Kannast við hvort tveggja.

Bjarni, sammála. Og ekki bara af því að við erum að tala um Vancouver. Ég vil bara alls ekki Nashville inn. Ég meina...Nashville. Þeir eiga ekki rétt á sér í hokkí. Enginn þarna hefur áhuga. Það á að taka a.m.k. helminginn af suðurríkjaliðunum og senda þau til norðurríkjanna og Kanada. Fyrst og fremst á að flygja Nasvhille liðið til Winnipeg, eða senda Phoenix þangað aftur og breyta því á ný í Jets. Ég vildi fá okkur inn sem sjötta lið (eða þriðja), Calgary sem sjötta eða þriðja, Minnesota sem sjöunda og Oilers sem áttunda. Nú lítur út fyrir að Colorado sé búið að sama sem tryggja sig inni, þið eruð næstum því örugglega dottnir út, og við þurfum að berjast við Nasvhille um áttunda sætið. Ekki góð stað á nokkurn hátt. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:09

4 identicon

Tek undir með Jenný - það er allavega öruggara að sitja heima og lesa

- EN -

Talandi um hokký - þetta er spennandi hér fyrir norðan þessa dagana SA tapaði í gær fyrir SR, vann svo í kvöld ... staðan jöfn ...

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Áfram SA!!!! Láttu mig endilega vita ef RÚV verður með beina útsendingu. Myndi vilja fylgjast með.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.3.2008 kl. 03:42

6 identicon

Andsk... íþróttir jájá og bölvaðar tíkurnar og allt það... EN BREMMMZ. Talandi um hokkí segir Anna... Voruð þið ekki búnar að taka eftir því að íslenska kvennalandsliðið er alveg að BRILLERA á HM í hokkí í Rúmeníu. Ég held þær muni keppa um gullið í sinni deild á morgun. Áfram stelpur! (sjækz ég vissi ekki að ég væri svona mikill hokkíáhugamaður!) sjáið fréttirnar á http://www.ihi.is og http://www.iihf.com/home-of-hockey/news/news-singleview/article/icelands-women-celebrating-promotion.html?tx_ttnews%5BbackPid%5D=955&cHash=6df521902b

Ólafur Kr. Ólafsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:14

7 identicon

Vinur hennar yngri dóttur minnar er #4 hjá SA og mágur eldri dótturinnar # 26  

Áfram SA!!! Svo er bara að vona að þú fáir að sjá þetta á Netinu.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband