Klifurmyndir

Ég hef stundum minnst á klifrið í bloggpistlinum mínum. Ég klifra aðallega innanhúss. Helsta ástæðan fyrir því er sú að það er ekki hægt að klifra mikið utanhúss á veturna því klettarnir eru of blautir, þar að auki á ég ekki bíl og kemst því ekki auðveldlega á klifurstaði og í þriðja lagi þá ég ekki útbúnaðinn sem er nauðsynlegur til þess að klifra úti. Þ.e. ég á ekki reipi, ekki karabínur, ekki bouldering mottu...

Innanhúss er aðallega um þrjár klifuraðferðir að ræða. Tvær þessar aðferðir hafa með reipi að gera og 14 metra háa veggi. Maður er með belti um mittið sem fer utan um mittið en einnig utan um lærin. Reipið er fest við beltið, liggur síðan upp veginn, er fest í miðjunni í lykkju efst uppi, og hinn endinn er svo í höndum þess sem maður klifrar með. Sá kallast tryggir eða tryggjari (held ég - belayer á ensku). Hann dregur inn reipið þannig að það sé alltaf nokkuð sterkt og ef maður dettur þá sér tryggirinn um að grípa mann. Og já, útbúnaðurinn er þannig að það er ekkert mál. Það er hægt að halda 90 kílóa manneskju auðveldlega með annarri hendinni. Ja, það er hægt að halda þyngri manneskju en ég hef aldrei klifrað með neinum þyngri. Þessi aðferð kallast á ensku toproaping.

Einnig er klifrað leiðarklifur (??? - lead climbing). Þá er reipið ekki fest að ofan heldur klifrar maður upp með reipið og festir það á sirka metra fresti í lykkjur á veggnum. Ég hef aldrei klifrað svona en hef oft hugsað mér það.

Utanhúss er líka um að ræða hefðbundið klifur þar sem engar lykkjur eru til staðar, en að hef ég aldrei prófað heldur. 

Þriðja aðferðin finnst mér skemmtilegust. Það er svokölluð grjótglíma (bouldering). Þá klifrar maður miklu lægri vegg sem yfirleitt slútir meira fram og myndar hálfgerðan helli þannig að maður klifrar eftir loftinu. Maður er ekki festur í reipi og ef maður dettur þá lendir maður bara á mjúkri dýnu fyrir neðan. (Já ég veit, algjör ofnotkun á orðinu maður.)

Við Marion erum algjörir grjótglímufíklar og klifrum þannig miklu oftar en í reipinu. Þetta er einfaldlega skemmtilegra. Set hér inn nokkrar myndir frá því í dag. Myndir af mér og Marion en einnig Zeke sem oft klifrar á sama tíma og við. Hann er frábær klifrari og hefur kennt okkur ýmislegt.

 Me on V3 Me on V2Me on V5Me on V2

 Marion on V3Marion on V3

 Zeke in a cool positionZeke


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Flottar myndir, en einhvern vegin er maður ekki alltaf með á hreinu hvað snýr upp og niður??

Pétur Björgvin, 29.3.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

´ertu klár.       Það eru sko engin vettlingatök notuð við þetta sýnist mér.   

Ertu bara ekki að plata okkur?    Eru steinanibburnar ekki bara á stóru gólfi? 

Marinó Már Marinósson, 29.3.2008 kl. 09:58

3 identicon

Tek undir með þér - mjög skemmtilegt sport og góð alhliða æfing - svo miklu, miklu skemmtilegra en tækjasalurinn.

Svo er þetta svo ódýrt - borgum 450 danskar fyrir árið og getum klifrað eins og okkur lystir.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kveðja til þín klifurmús og grjótglímufíkill

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband