Vertu sæll Jesse - ég mun sakna þín

Þótt titillinn á þessu bloggi vísi ekki þangað, þá eiga aðdáendur American Idol samt eftir að verða hissa á því hver það var sem féll úr keppni í kvöld. I'll say no more.

Hjá mér var dagurinn fremur rólegur. Ég vann að ritgerðinni minni í morgun, klifraði með Marion sem var einn dag í bænum og notaði tækifærið til að klifra veggi, las helming af grein sem ég þarf að klára sem fyrst, hélt áfram að vinna að ritgerðinni minn...

Í kvöld horfði ég svo á síðasta þáttinn með Jesse L. Martin í Law and Order. Mikið rosalega á ég eftir að sakna hans. Áhorfið á þættina hefur farið niðurávið á undanförnum árum og ekki á það eftir að batna við brotthvarf Jesse. Hvorki Jeremy Sisto né nýji lögreglumaðurinn, Anthony Anderson eiga eftir að komast með tærnar þar sem Jesse hefur hælana. Og þar sem Sam Waterston hefur fengið mun minna hlutverk sem ríkissaksóknari þá má búast við að þættirnir eiga ekki langt eftir. Ég held þeir hafi einfaldlega misst of mikið.

Þetta þýðir líka að fallegasti maður sem nokkurn tímann hefur komið fram í þáttunum er nú hættur. Já, fallegri en Chris Noth.

En af því að ég er að tala um Law and Order þá get ég minnst á það hér að Law and Order: Special Victims Unit hefur heldur betur fengið stórleikara til að koma fram í gestahlutverkum undanfarið. Í þættinum nú í vikunni lék Bill Pullman kærasta Oliviu, og í næsta þætti verður enginn annar en Robin Williams í gestahlutverki. Áður fyrr var það upprunalegi þátturinn sem fékk stóru stjörnurnar og SVU fékk minna þekkta gesti. Nú hafa hlutverkin snúist við. 

Hvenær ætli við fáum að sjá nýja þætti um Ljótu Betty? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhh hann er svo FALLEGUR úff bara ;) .... leiðinlegt að hann sé að hætta :(

Hrabba (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband