Það bragðast illa en það virkar
27.4.2008 | 22:13
Til er hóstamixtúra sem framleidd er af Buckley's og auglýsir stíft hér vestra. Auglýsingar þeirra hafa alltaf pirrað mig því þeir segja: 'Buckely's: Það bragðast illa og það virkar.' Mér finnst alltaf að þeir ættu að segja: 'Buckley's: Það bragðast illa EN það virkar.' Þegar þú parar vont með góðu þá á tengingin að vera EN, en ekki OG. Mín skoðun, staðfest af grunnrökfræði.
En hvað um það, í gær vaknaði ég upp með slæman hósta niður í brjóst og af því að ég vil alls ekki vera kvefuð í næstu viku þá ákvað ég að prófa Buckley's. Ég er vön því að hóstamixtúra bragðist illa þannig að mér fannst nú ekki ástæða til að óttast Buckley's. Ég fór út í búð og keypt mixtúruna, fór með hana heim og skrúfað tappann af flöskunni. Tók stóran gúlpsopa. Aaaarrrrrggggghhhh. Þvílíkt ógeð. Slær út allar aðrar hóstamixtúrar. Ógeðslegra en norskir brjóstdropar. Miklu ógeðslegra meira að segja (en ekki eins slæmt í magann - ég get aldrei tekið þessar norsku því ég fæ alltaf magaverk). Greinilegasta bragðið var ammóníak. Ég vissi að það virkaði vel á moskítóbit en vissi ekki að það væri gott fyrir kvef. Innihalda, potassium bicarbonate, ammonium carbonate, menthol og camphor. Ég drakk þennan fjanda af og til, fór og spilaði fótbolta (við unnum 8-5) og kom ekki heim fyrr en klukkan eitt í nótt (eftir að hafa beðið lengi vel eftir strætó). Og samt sem áður...þegar ég vaknaði í morgun var í töluvert mikið betri. Ég er ekki laus við kvefið, alls ekki, en mér finnst ég miklu hressari en í gær. Kannski ég losni við þetta í tæka tíð!
Niðurstaða
Buckley's: Það bragðast illa en það virkar!
Athugasemdir
Hvað varð um góðu hóstmixtúruna?
Ég fékk hana oft þegar ég var 3-6 ára gömul, hún bragðaðist eins og lakkrís!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:17
Já það er fyndið að það virðist vera hægt að búa til ýmislegt handa börnum sem bragðast vel en allt sem er ætlað fullorðnum er ógeðslegt. Hef t.d. leitað lengi hér að einhverju sem bragðst eins og Sanasól en allar vítamínmixtúrur bragðast eins og maður sé að sleikja ryðgjað járn. Jakk.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.4.2008 kl. 22:56
oh Benelyn - nammmmiiiii ..... þ.e. eins og hún VAR en það er búið að breyta henni og er hún ekki eins bragð góð í dag :( ... man þegar ég var lítil, ég vissi alveg að ég mætti ekki fá svona nema ég væri veik, en ég læddist stundum upp í skáp og velti flöskunni, skrúfaði tappan af og sleikti innan úr honum hahah :D
Já stundum gott að vera lyklabarn sem ekki var fylgst með allan daginn ;)
Láttu þér batna kona :)
Hrabba (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 23:06
Buckley's .... fæst þetta nokkuð hér á Íslandi? Maður er alltaf forvitinn að prófa svona ... sérstaklega ef það virkar.
Doddi - hagar sér stundum illa en virkar alveg sæmilegur dags daglega...
kveðjur frá Fróni!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.