Sýkingahætta

Átján ára gömul dóttir vinkonu minnar fékk sér pinna í tunguna fyrir nokkrum mánuðum. Mamma hennar var ekki ánægð en gat í raun ekkert sagt því stelpunni er frjálst að láta gata hvað sem er. En það leið ekki langur tími þar til hún varð að leita til mömmu sinnar því það var komin svo mikil sýking í gatið, þrátt fyrir að hún hafi fylgt öllum þeim reglum sem henni voru settar. Mamma hennar grátbað hana um að taka pinnann úr svo þetta gæti gróið almennilega en hún var nú ekki á því. Enda ekki gott að ganga í gegnum svona þjáningar og enda svo á byrjunarreit. En að lokum tók hún pinnann úr því hún var gjörsamlega kvalin. Man líka alltaf eftir atriði í Malcolm in the Middle þar sem Malcolm gat ekki lengur talað vegna sýkingar frá tungupinna.

Ég er ekki að segja að svona gerist oft og sjálf er ég með húðflúr á ökkla og hef aldrei lent í vandræðum með það. Ég þarf hins vegar reglulega að taka úr mér eyrnalokkana og þrífa allt vel í nokkra daga í röð því ég á það enn til að fá sýkingar þar. Göt á líkamann...ákveðin áhætta!!! En hey, þetta er þó alla vega áhætta með eigin líkama en ekki annarra!


mbl.is Húðgötun veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég lenti einmitt alltaf í þessu með eyrnalokkana,

ef ég passaði mig ekki mjög vel á að taka þá úr

og hreinsa reglulega þá kom gröftur og óværa um leið.

Hinsvegar var ég líka með 3 andlitsgöt og eitt tungugat

sem hafa aldrei verið til vandræða, hef aldrei þurft

að taka lokkana úr, nóg að þrífa sig með sápu í sturtu,

svo ég endaði á að fara niðrá götunarstofuna mína

eftir eyrnalokkum úr sama efni og andlits/tungu lokkarnir og hef ekki lent í vandræðum síðan :) 

Vigdís Andersen (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Halla Rut

Einkamál auðvitað fyrir þá sem eru yfir 18 ára.

Svoleiðis verður það víst að vera.

Halla Rut , 6.5.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nja, ef franskur froskur gefur þýskum froski franskan koss og annar hvor þeirra er með sýkingu  í tungunni ...  Ég held að þið hafið ekki hugsað þetta dæmi nógu langt, stelpur mínar.

Þorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 23:07

4 identicon

Sæl Kristín og takk fyrir að gerast bloggvinur :)

Getur ekki verið að þú sért með ofnæmi fyrir nikkel? Það eru ótrúlega margir með það.  Og síðan er oft verið að selja lokka sem nikkelfría en það er bara ekki raunin. Ég þoli alla lokka frá Next og Pilgrim...kannski vegna þess að það er ekki arða af nikkel í lokkunum frá þeim...og ég get alveg verið með t.d. hálsmen með nikkeli í, þetta er bara eitthvað með götin...tékkaðu á þessu.

Bestu kveðjur af klakanum.

alva (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Veistu Alva, ég held að þetta geti verið alveg rétt hjá þér. Ég á í vandræðum með sumar hálsfestar líka og eins átti ég úr sem erti skinnið undir því. Einn úrsmiðurinn setti smá efnispjötlu undir úrið og vandamálið var úr sögunni. Next og Pilgrim. Eru þetta búðir? Ég þarf greinilega að fá mér svona eyrnarlokka.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.5.2008 kl. 04:35

6 identicon

já, Next er búðarkeðja ( voða vinsæl hérna ) en Pilgrim er dönsk keðja sem er eingöngu í skartgripunum..og hrilkalega flott líka :)

alva (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:09

7 Smámynd: Sigurjón

Mikið er ég feginn að hafa aldrei gert nein göt á mig eða húðflúrað.  Það er bara vitleysa...

Sigurjón, 8.5.2008 kl. 01:56

8 identicon

...nei Sigurjón...hvaða vitleysa

alva (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband