Fundir og verslunarferð

Þessi vika hefur verið tiltölulega rólega hingað til. Ég hef átt erfitt með að læra heima hjá mér svo ég hef farið út úr húsi með tölvuna í bakpokanum og fundið mér staði til þess að setjast niður á og skrifa. Yfirleitt felst í því að hafa kaffibolla hliðina á mér - nema í dag, þá ég át Rollo McFlurry. Súkkulaði og ís, alltof þungt í maga. Gott á bragðið samt. Alltaf gott á bragðið.

Í gær fór ég á tvo fundi. Fyrst á fund með ritgerðarnefndinni minni og ráðgjafa framhaldsnema. Þessir fundir eru tvisvar á ári - á haustin og á vorin. Farið er yfir stöðu hvers nemanda og fjárhagsmálin eru líka rædd. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af mér næsta vetur - ég þarf ekki á fjárhagsaðstoð frá þeim að halda (sem betur fer). Þar á eftir fór ég á fund með Lisu, öðrum umsjónarkennara mínum, og við ræddum um kafla í ritgerðinni sem ég vann fyrir löngu og hef ekkert litið á í marga mánuði. Af fundinum fórum við beint í partý því annar ritara deildarinnar var að fara á eftirlaun. Svo keyptar voru pizzur og rauðvín og svo týpísk norður amerísk sykurkaka borðuð á eftir. Ég hálfmóðgaði ameríska postdocinn þegar ég hafði orð á því að ekki væru nú kakan góð og samt væri alltaf boðið upp á þessar kökur við öll tilefni. Hún tók þetta greinilega til sín.

Í dag fór ég í verslunarleiðangur. Mig vantar enn aðeins meira af vinnufötum. Það má ekki koma í gallabuxum og bol í vinnuna og þar sem það hefur verið einkennisbúningur minn í mörg ár þá verður maður að fjárfesta aðeins. Ég keypti eina bláa þunna peysu og aðra svona ljósrauða hneppta stuttermapeysu. Það er voðalega mikið í móð eins og amma sagði alltaf. 

Ég er annars alltaf þreytt á kvöldin þessa dagana. Undanfarna mánuði hef ég átt erfitt með að draga mig í háttinn fyrr en eftir miðnætti en undanfarið er ég orðin dauð fyrir níu. Hef haldið mér vakandi aðeins lengur því ég þarf eitthvað að gera svo margt (horfa á þætti seint í sjónvarpinu, blogga, leggja kapal). Það eru alltaf góðir þættir í sjónvarpinu klukkan tíu á kvöldin og nú er ég farin að skella bara vídeóin á. Þannig get ég komið mér í ró fyrir ellefu. Ég held að þetta sé góð breyting. Nú er bara að fara að vakna snemma á morgnana í samræmi. Annars var ég komin á ról rétt eftir átta í morgun. Var nú bara ánægð með það ef satt skal segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég kemst yfir það ... þá borða ég nammi ... úff já Og ég er sjálfur búinn að vera þreyttur í dag ... góður dagur, sýning opnuð ... svo ætlaði ég í aukaverkefni í kvöld en horfði á Beowulf og dottaði á eftir... þvoði hins vegar og tók úr vél og hengdi upp ... og moppaði allt saman og ryksugaði stigana.

Að þessum orðum sögðum ... þá ætla ég bara að bjóða þér góða nótt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:24

2 identicon

Mmm... McFlurry  mjög gott

Best með smartís og súkkulaðisósu.

Ég sleiki útum bara við það að hugsa um McFlurry

Arnar Geir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband