Veslings höndin á mér

Ég held að einhver eða eitthvað vilji ekki að ég klifri í þessari viku. Árskortið mitt er um það bil að renna út og ég þori ekki að kaupa nýtt fyrr en ég sé hvernig vinnan mín nýja raðast á daga og klukkustundir.

En ætlunin var að klifra þrisvar sinnum í þessari viku og fara þannig út með trompi. Nema hvað, í fótboltaleiknum á þriðjudaginn var ýtt á bakið á mér (og ekkert dæmt auðvitað) svo ég flaug á hausinn og lenti á vinstri hendinni. Ekkert brotnaði en ég var mjög sár og hafði lítinn mátt í litla fingri og að auki slæman verk rétt ofan við úlnliðinn. Ég kom við á svona 'walk-in' læknastofu en þar var biðtíminn einn og hálfur klukkutíma svo ég nennti ekki að standa í því og fór heim. Enda vissi ég að ekkert alvarlegt væri að, ég þyrfti bara að taka því rólega með höndina. Það þýddi hins vegar enga klifurferð hvorki á miðvikudaginn né í gær.

Í dag er höndin betri og ég gerði mig klára til að fara og klifra. Þurfti bara að þvo eina vél af þvotti fyrst. Tek dótið út úr þurrkaranum og hristi svona aðeins úr því hrukkurnar enda nenni ég yfirleitt ekki að strauja. Nema hvað, ég á þessar fínu kvartbuxur sem eru með sylgjur að neðan. Þegar ég hristi úr buxunum flýgur önnur skálminn upp og sylgjan beint í höndina á mér. Þá sömu og meiddist á þriðjudaginn, og staðurinn næstum því sá sami. Ég öskraði upp enda var þetta hrikalega sárt. Núna er ég marin og flott en ég held að þetta sé ekki nógu alvarlegt til að stoppa mig af. Ég seinka klifurferð kannski um klukkutíma en svo held ég ótrauð áfram. Við sjáum til hvort eitthvað annað gerist.  

Og ef ég dett og brýt mig í klifursalnum þá vitum við öll að hér voru æðri máttarvöld að reyna að halda mér í burtu þaðan - og ég hlustaði ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Láttu þér batna ... vel á minnst, hefurðu reynt að senda mér póst aftur? Hef engan slíkan fengið, en kannski eru æðri máttarvöld þar að verki líka?

Helgi Már Barðason, 10.5.2008 kl. 14:11

2 identicon

Thad hefur ekkert frest af ther eftir klifurferdina...er thad vegna thess ad thad er ekki haegt ad komast a netid a sjukrahusum vancouver, eda gekk thetta alltsaman vel?

Hendin aetti ekki ad thvaelast fyrir ther i verkefnum dagsins ef eg man programmid hja ther rett -thu hefur vonandi ekki aetlad ad taka 10km i morgun a handahlaupum? Jaeja, ef thu kemst i mark tha gildir thad einu..svo ferdu bara haegt i hadegismatinn, baedi med gaffalinn og handapat almennt, best ad borda bara ekkert sem er of seigt -eg maeli med pylsum og kartoflumus sem hafa sjaldan valdid handmeidslum!

Gangi ther svo vel i leiknum i kvold...thu ferd nu ekki ad valda ahorfendum og odrum ahangendum lidsins vonbrigdum med thvi ad halda aftur af ther utaf vesaelli hond.

Jaeja, nu er nog komid af thessu bulli...og sorry ef eg hef ruglast a forsetningum...kemur fyrir besta folk!

Rut (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hehe Rut, þú ert snillingur.

Helgi, nei, ekki búin að senda póstinn aftur. Var í letikasti eftir að ég kom úr deildarpartý í gær, settist fyrir framan imbann og gerði ekkert. Nú ætla ég í bað og sofa svo því ég er dauðþreytt eftir hlaup morgundagsins. Sendi þér póstinn í dag eða á morgun.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.5.2008 kl. 17:54

4 identicon

Er ekki fullsnemmt ad vera threyttur eftir hlaup morgundagsins i dag? Jaeja, hlutirnir gerast vist odruvisi tharna i Kanodunni en her i Stigvelalandinu. En mer thykir thad harka ad fara i hlaup tvo daga i rod...!

Rut (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held ég sé orðin biluð.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband