Myndir úr kajakferð

Ég þyrfti að eignast vatnshelda skjátu fyrir myndavélina mína svo ég geti tekið hana með á ströndina, í kajaka og á aðra báta án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að hún blotni. En af því að ég á ekki svoleiðis þá lét ég nægja að taka litla einnota filmumyndavél með mér í kajakferðina um helgina. Ekki eru nú gæðin mikil. Svo er heldur ekki hægt að fókusa almennilega og myndirnar virðast sumar hreyfðar. Annars er ekki alltaf auðvelt að taka myndir í kajak, sérlega ef maður ætlar að taka þær afturfyrir sig.

Ég set samt sem áður nokkrar myndir hérna inn, þar á meðal eina mynd af Mark þar sem hann er alls ekki í fókus en umhverfið er svo flott að ég varð að hafa hana með.

 

 
stinainkayak
 
markinfrontofscienceworld

   

Ég verð að taka fram að þótt Mark sé mjög stór og ég hálfgert kríli þá er nú stærðarmunurinn á okkur ekki sá sem virðist vera á þessum myndum. Rosalega virðist ég annars lítil þegar ég stend þarna innan um alla bátana og ekki hjálpar að myndin er tekin niður á við. En það þýðir ekkert að kvarta. Ég er bara ekki stærri en þetta. 

P.S Skil ekki af hverju síðustu myndirnar tvær eru svona óskírar. Þær eru ekki svona í öðrum forritum, og hinar myndirnar eru ekki svona. Ég er búin að setja þær inn nokkrum sinnum en fæ þetta ekki til að virka. Þið verðið bara að giska á smáatriðin sem sjást illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo gaman að koma á bloggið þitt :) Sko fyrir 5 árum eða svo var ég alveg næstum því flutt til Vancouver - alveg næææææstum því, ég var eiginlega bara flutt, ég var á leiðinni í nám með manninum mínum. En svo tók lífið stóra og stæðilega U beygju og ég er á Blönduósi :D sem er fínt líka reyndar  Vanc. er æðisleg borg, ég skoðaði hana í ræmur þarna á árunum...Ég verð stundum alveg græn að sjá myndirnar, þetta virðist fullkomin borg, dásamlega falleg og margt að gera!!

alva (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sæl Kristín -- nú skemmtirðu mér vel með orðanotkun. Skjáta þýðir samkvæmt orðabók 1 lítið (skorpið og lélegt) skinn 2 lauslát kona, flenna, óþekktarrolla 3 (einkum (niðrandi) um sauðfé og hross) (horuð) skepna.

Getur verið að þú hafi ætlað að nota orðið „skreppa“= skjóða?

Kv. til Kanada

Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Skjóða var það heillin.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.5.2008 kl. 16:47

4 identicon

Aedislegar myndir -thratt fyrir ad vera einnota-filmu-myndavelarmyndir! Vancouver er augljoslega dasamleg borg, jafnt sed af sjo sem og af landi!

Synd annars ad thu skulir ekki eiga vatnshelda lauslata konu fyrir stafraenu myndavelina thina -thu skaffar ther bara svoleidis fyrir naestu ferd, og tha hlakka eg til ad sja myndirnar thinar! Thangad til hlae eg mig mattlausa yfir thessum skemmtilegum mismaelum! 

Rut (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband