Þvílík snilld sem YouTube er

Internetið er dásamlegt og YouTube er eitt það sniðugasta sem þar hefur komið. Maður getur fundið næstum því allt þarna. Og þetta virkar dásamlega þegar maður er að reyna að útskýra eitthvað fyrir fólki.

Í kvöld lá ég í símanum - meira og minna allt kvöldið. Var í miðri Ljótu Bettýju þegar Marion hringdi frá Vicoriu og við spjölluðum heillengi saman. Við höfum alltaf hist tvisvar í viku, að minnsta kosti, undanfarin tvö ár, þannig að það er svolítið skrítið nú þegar hún er flutt yfir í eyju. Maður verður að láta símann duga. En það er eins gott að hún fái sér Skype því langlína er ennþá dýr.

Á eftir henni hringdi Mark og eftir langar umræður um hvaða leikmenn Vancouver ætti að fá í skiptum fyrir Sedin bræðurna sendi ég hann í háttinn eftir fyrirlestur um Eurovision. Hann lofaði að kíkja á íslenska lagið á YouTube. Stuttu seinna hringdi hann aftur og vildi vita hvaða íslenska lag hann ætti að horfa á. Við leit komu nefnilega líka upp ýmis lög úr undankeppninni. Þetta leiddi til langrar Eurovisionumræðu og nú veit Mark allt um stigagjöfina, kalkúnann Dustin frá Írlandi, Pál Óskar frá 1997 og ísraelska sigurlagið frá 1978, Hallelujah. Og af því að hann var kominn í kennslustund um evrópska menningu þá fékk hann líka að horfa á brot úr handbolta (Kanadamenn hafa ekki hugmynd um hvað handbolti er), hafði aldrei séð þá íþrótt áður. Ég hafði einhvern tímann áður reynt að útskýra fyrir honum út á hvað handbolti gengur en það var miklu gagnlegra þegar hann gat bara skoðað þetta á YouTube. Sjón er sögu ríkari segja þeir.

Auðvitað leiddi þetta til hokkígláps og hápunkturinn var þegar Brad May skoraði vinningsmarkið gegn Boston í framlengingu 1993 og sá sem lýsti leiknum varð svo geggjaður að hann gargaði upp yfir sig May day, May day. Hlustiði bara:

 Ja það sem tíminn getur liðið. Við hættum loks þessu kjaftæði og ég fór og horfði á afganginn af Ljótu Bettýju (sem ég tók auðvitað upp svo ég missti nú af engu). Og svo...í stað þess að fara í háttinn...þá fór ég að blogga. Væri nú ekki nær að fara að sofa? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ef maður notar Youtube að ráði er eins gott að vera með leyfi fyrir ótakmörkuðu niðurhali. Ég er með leyfi fyrir 500 Mb og frekar ódýrt Internetsamband að öðru leyti. Svo er tíminn líka fljótur að fljúga við þetta.

Sæmundur Bjarnason, 23.5.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hleð aldrei neinu niður af YouTube. Horfi bara á það á netinu. Og internetsambandið er stöðugt, þ.e.ég er með ADSL.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2008 kl. 17:02

3 identicon

Rétt áðan var Ísland að lenda í 14. sæti í Evróvision.

En verð að fara að sofa klukkan er orðin ...ellefu svona margt.

Ég sem er að fara á mót á morgun (Reykjavíkurmótið)

P.S. Rússar unnu Evróvision

Arnar Alltaf fyrstur með fréttirnar.


Arnar (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Arnar. Við hvern áttu að spila? Og hvernig fór leikurinn?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.5.2008 kl. 06:57

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Bjarni. Ég geri það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 04:59

6 identicon

Ég keppti við ... ÍR og Víking.

Leikurinn við Víking töpuðum við eitt núll en við unnum ÍR eitt núll .

Sko þetta var fámennasta mót sem ég hef keppt. Ég hélt það væu fleiri lið.

Arnar Geir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband