Kíkið endilega á þetta

Þegar ég var með Martin fyrir tveim árum eyddi hann stórum hluta frítíma síns í það að pródúsera og hljóðblanda plötu sem Bruno vinur hans var að búa vinna að. Ég kom nokkrum sinnum í hljóðverið og fylgdist með því sem hann var að gera. Ég hafði aldrei áður fylgst með vinnslu á plötu svo þetta var mjög áhugavert. Við Martin ásamt Neal vini hans ræddum mikið um sönginn hjá Bruno sem okkur fannst ekki nógu góður. Strákurinn hefur tónlistarhæfileika, það er ekki spurning, sérstaklega sem lagasmiður, en öll lögin voru eiginlega sungin eins og hann sæti á klósettinu með harðlífi. Martin hafði reynt að fara fínt í þetta og fá hann til að breyta og Neal hafði sungið nokkur lögin fyrir hann til að sýna honum hvað hann gæti prófað, en Bruno var greinilega ánægður með harðlífissönginn og hvorki Martin né Neal gátu sannfært hann um annað.

Ég man líka að Bruno var alveg ákveðinn í því að hann ætlaði að spila á öll hljóðfærin sjálfur en takturinn hjá honum var ekki alltaf upp á það besta. Það var sérlega í einu lagi sem trommuleikurinn hjá honum var aldrei í lagi. Martin var búinn að spila þetta fyrir hann upp aftur og aftur en Bruno náði þessu aldrei. Martin bauðst til að sjá um trommurnar á plötunni en það vildi hann ekki - þá spilaði hann ekki sjálfur á öll hljóðfærin.

Ástæða þess að ég minnist á þetta núna er sú að í kvöld sá ég vídeó við eitt laga Brunos. Söngurinn er enn sá sami og hann var fyrir tveim árum en það sem er merkilegast er að hann hefur leyft Martin að spila á trommurnar fyrir sig og gerir hann það býsna vel að mínu mati. Martin gerði líka myndbandið og mér finnst teikningar hans æðislegar. Hér getur maður sér hvernig minimalisminn getur stundum virkað flott.  

 



Ég bæti við öðru myndbandi sem Martin gerði fyrir nokkrum árum. Það er tekið við Belleveau Cove í Nova Scotia sem er við Bay of Fundy. Fundy flóinn er, eins og margir vita, þekktur fyrir ótrúlegan mun á flóði og fjöru. Það sem Martin gerði var að setja myndavél í gluggann á veitingahúsi við bryggjuna og lét myndavélina taka mynd á sirka þriggja mínútna fresti í 24 klukkutíma. Síðan skeytti hann þessu saman og setti tónlist við (eftir Mark DuCap). Útgáfan hér er stysta útgáfan sem hann gerði, spiluð hraðar og nær ekki alla 24 tímana heldur endar um nóttina. En það ætti að duga til þess að sjá hversu ótrúlega fjarar þarna. Bátarnir liggja bara í sandinum. Vona að þið njótið þessa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er svo sannarlega flott, lagið og myndirnar í myndbandinu æðislegar. 

Ótrúlegt að sjá þetta með sjávarföllin, vá, bátarnir bara á þurru þarna, ekkert hægt að fara á fiskerí hvenær sem er...

alva (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er alveg rétt hjá þér.   Slappur söngvari þessi Bruno og lagið ekkert spes.

En myndin í Belleveau Cove í Nova Scotia er frábær.  Ég hef komið þarna tvisvar sinnum. Þarna er fallegt þó svo að mér finnst vesturströnd Kanada "smartari". 

Marinó Már Marinósson, 29.5.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband