Óvænt gjöf

Þegar ég mætti í vinnu í morgun beið mín nokkuð óvænt á skrifborðinu - gömul hljómplata með Þursaflokknum.

Ég var orðlaus. Hvaðan kom þessi plata? Hver í ósköpunum í Vanoc á íslenska hljómplötu?

Gátan var óleyst í um það bil hálftíma - þangað til Francois úr Protocol kom að borðinu mínu og spurði hvort mér hafi líkað gjöfin. Í ljós kom að hann hafði keypt þessa plötu þegar hann bjó í Þýskalandi á áttunda áratugnum og af því að hann á ekki lengur plötuspilara, og hafði brennt plötuna yfir á disk, þá ákvað hann að gefa mér hana.

Þannig að nú skreytir gömul plata með Þursunum borðið mitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kúl ramma hanan inn það er líka kúl eða inn ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sá Þursanna oft í den.   Francois ætti nú að gefa þér líka afrit af cd-disknum svo þú getir hlustað á flokkinn, frekar en að horfa á vinylinn á borðinu. 

Marinó Már Marinósson, 11.6.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Mummi Guð

Ekki amaleg gjöf þetta.

Ég er annars að bíða eftir bloggi við þessari frétt!

Mummi Guð, 11.6.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Marinó, ég er búin að eiga geisladiskinn í mörg ár. Ásamt öðrum Þursadiskum.

Mummi, coming up.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband