Hér er gott að búa...en búsældarlegasta allra borga???

Vancouver er að mörgu leyti dásamleg borg. Hér er ákaflega fallegt, gott fólk og margt um að vera. Mestu munar um milt veður, strandlengjurnar meðfram borginni og nálægð fjallanna. Það kemur mér samt svolítið á óvart að borgin skuli valin sú búsælasta í heimi því íbúðaverð er mjög hátt (ekki ósvipað og í Reykjavík) og verðlag almennt hærra en í flestum öðrum borgum Kanada. Þá er töluvert um innbrot og þjófnaði og allt of stór hluti fólks er húsnæðislaus. Ég verð því að segja að þótt hér sé gott að búa þá trúi ég því varla að ekki séu til betri staðir í heiminum.

Annars er ekki gott fyrir sjálfsálit Vancouverbúa að fá svona dóm. Þeir telja nú þegar að þeir búi á besta stað í heimi.


mbl.is Mest búsæld í Vancouver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er geggjuð borg, í jákvæðri merkingu, held ég. Ég hef aldrei komið til VC, þori varla úr þessu, því að ég er svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum, ég er búin að setja hana á svoooo mikinn stall hjá mér...

Sumarkveðjur frá blíðviðrinu á Íslandi :)

alva (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:17

2 identicon

jám mér fannst þetta brota brot sem ég sá af henni allavega fallegt ;) en ég hef nú líka heyrt að ráðamenn þar í borg neita bara að segja frá og þagga í raun niður þann raunveruleika að borgin sé einmitt full af fólki sem glímir við vanda, og má þar telja upp heimilislausa, fíkniefnaneytendur og svo sé mikið um vændi ... EN ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband