Skrifstofustarfsmaður klikkast

Það getur verið erfitt að vinna leiðinlega vinnu, umkringdur leiðinlegu samstarfsfólki. Þetta á alls ekki við nýju vinnuna mína en kemur hins vegar vel fram í þessu vídeói sem hefur verið mjög vinsælt á vinnustöðum undanfarið. Alla vega mínum. Í síðustu viku horfðu allir hjá Vanoc á þetta og grétu af hlátri. Ég veit að það er ljótt að hlæja að greyið manninum en stundum ræður maður ekki við sig. Þar að auki er jafn fyndið að horfa á samstarfsmennina og hvað þeir gera (eða gera ekki):

 



Ef þið eruð ekki búin að fá nóg þegar þið hafið horft á myndbandið þá getið þið horft á sömu atburði frá öðru sjónhorni, í lit og með hljóði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þá finnst mér þetta myndband sýna mestu gleðina á vinnustaðnum.  Happiest Office Worker In The World :-D     

Marinó Már Marinósson, 12.6.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Maðurinn hefur ekki verið heill á geði greinilega, ég held að ég eigi eftir að verða svona eftir að hafa verið við tölvu í allt sumar...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vá! hann hefur verið eitthvað svakalega leiður á vinnunni þessi!

Huld S. Ringsted, 12.6.2008 kl. 23:54

4 identicon

Ég segi bara aumingja vesalings maðurinn, honum hlýtur að hafa liðið mjög illa

alva (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Marinó, ég grét úr hlátri. Stelpur, kíkið á hlekkinn sem Marinó setti inn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:42

7 identicon

Kíkti á linkinn hjá Marinó og hann var alveg frábær

alva (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 01:25

8 Smámynd: Sigurjón

Hvað?  Ég bara fékk svo rosalega mikið leið á að vinna á skrifstofunni...

Sigurjón, 17.6.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband