Kanada loks á pall - og það þrisvar

Kanada hefur verið á barmi örvæntingar undanfarna daga því enginn kanadískur hafði komist á pall í Bejing. Ekki dugðu þau huggunarorð að landsmenn komast næstum aldrei á palli fyrra hluta sumarólympíuleika. Þær greinar þar sem Kanadamenn eru sterkastir eru alltaf í síðari hluta leika.

Landið andaði léttar í dag þegar unnust gull og brons í glímu kvenna og silfur í róðri karla. 

Annars hefur algjört Michael Phelps æði gripið um sig í landinu. Allar konur eru skotnar í honum (nema ég) og sitja með stjörnur í augum fyrir framan sjónvarpið til þess að horfa á hann hnykla vöðvana. Margar sem aldrei styðja Bandaríkjamenn hafa gert undantekningu núna svo þær geti hvatt Phelps áfram.

Ég hef annars ekki horft mikið að undanförnu. Stærstur hluti leikanna fer fram á næturnar að mínum tíma og þær greinar sem hafa verið að undanförnu hafa ekki vakið áhuga minn sérlega (nema auðvitað handboltinn sem ég fæ ekki að sjá). Þetta breytist núna þegar frjálsu íþróttirnar eru farnar af stað. Annars horfði ég í dag aðeins á mjúkboltann (er það ekki frábær þýðing á softball?) Mjúkbolti er örlítið auðveldari útgáfa af hafnarbolta. Boltinn er stærri, kylfan er stærri og boltanum er kastað öðruvísi.

Ég hef annars leikið mjúkbolta að undanförnu með Vanoc starfsmönnum. Ég er nú ekki góð. Ef ég kemst í fyrstu höfn stend ég mig vel því ég get hlaupið hratt, en það er ekki auðvelt að komast í höfn. Maður verður að hitta boltann þokkalega vel. Á fimmtudaginn komst ég reyndar alltaf í höfn því hitt liðið var að þjálfa nýjan kastara og hún var ekki mjög góð. Þegar kastari hefur kastað fjórum ógildum köstum kemst sá sem á að slá boltann ósjálfrátt í  fyrstu höfn. Það gerðist þrisvar hjá mér þetta kvöld. En það þýðir ekkert fyrir mig að skrifa um hafnarbolta eða mjúkbolta því ég hef ekki hugmynd um hvað maður kallar 'ball', 'strike', 'homerun', o.s.frv. Látið mig bara fá fótbolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband