Taugastrekkjandi leikur
20.8.2008 | 07:45
Hér er klukkan hálfeitt að morgni miðvikudags og Rás 2 hljómar úr tölvunni minni. Það er að sjálfsögðu leikur Íslands og Póllands í handbolta sem er í gangi. Staðan eins og er er 27-24 og leikurinn er æsispennandi eins og ég er viss um að þið vitið fullvel. Þvílíkur leikur. Mikið vildi ég að hægt væri að horfa. Halldóra sendi mér annars póst í morgun um það að CBC ætlaði að sýna handbolta í kvöld og það var vissulega á dagskránni en þegar ég kom heim úr hafnarboltanum í kvöld var búið að taka boltann út og einhvern leiðindi sýnd í staðinn. En það er alltaf gaman að hlusta á lýsingu á handboltaleik. Mikið rosalega standa strákarnir sig annars vel. Hvort sem þeir vinna þennan leik eða ekki.
Staðan er annars núna 27-26. Ekki góður leikkafli á meðan ég skrifaði þessar línur. Sjö mínútur eftir og við eigum ennþá frábæra möguleika.
Kanadamenn eru annars ánægðari þessa dagana en þeir voru fyrir helgi. Verðlaunin eru orðin 13 sem þýðir að Kanada hefur unnið til fleiri verðlauna en Michael Phelps. Phelps hefur samt sex fleiri gull.
Sjálf er ég alltaf í sportinu. Innanhússfótbolti á sunnudagskvöld (við töpuðum í undanúrslitunum, munum leika um þriðja sætið), fótboltaæfing í gærkvöldi og hafnarbolti í kvöld. Við spiluðum tvo leiki og unnum báðir.
Staðan í landsleiknum er núna 29-26 og ég held að sá sem er að lýsa sé farinn á taugum. Hann getur varla talað lengur. Ekki kannski skrítið. Þarna er greinilega skemmtilegt að vera. Vildi að Vanoc hefði sent mig til Bejing!!!
Vááááááááááááá. Við unnum!!!!!! Getur það verið magnaðra????????
Ísland í undanúrslit á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er í Kaliforníu og horfði á netinu í beinni á nbcolympics.com. Það virkar sennilega ekki í Kanada??
Veigar Margeirsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 07:55
Sæl Kristín.
Virkar þessi slóð ekki í Kanada ?
http://www.eurovisionsports.tv/olympics/
Hér hef ég getað fylgst með flestum handboltaleikjunum. Er reyndar staðsettur á Íslandi og veit ekki hvert þetta sé lokað utan Evrópu.
Kv. HH
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:04
Var leikurinn ekki sýndur beint í netsjónvarpi rúv, www.rúv.is ?
Gulli (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:05
... og þeir eru alltaf á rás Live 9
HH.
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:05
Þú verður bara að kanna alla möguleika til hlítar (til að horfa) fyrir þá tvo leiki sem eru eftir. Fáum við medalíu eður ei?
Góða nótt væntanlega til þín þá
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:42
nbcolympics er eingöngu aðgengilegt í Bandaríkjunum og ruv.is er eingöngu aðgengilegt á Íslandi. Sama má segja um eurovisionsports. Eingöngu aðgengilegt í ákveðnum löndum í Evrópu. Sjónvarpsstöðvum er ekki heimilt að gera efni sitt aðgengilegt fólki í öðrum löndum. Hvað er Live9?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.