Hokkíið hafið á ný

Hokkíverðtíðin er hafin og Canucks komu út á völlinn af fullum krafti - þeir möluðu höfuðandstæðinginn, Calgary Flames, 6-0. Henrik Sedin skoraði fyrsta mark ársins, þriðjulínumaðurinn Burrows skoraði tvö mörk, Bernier skoraði sitt fyrsta sem Canuck, Rypien skoraði þvert á hrakspár margra sem halda að hann sé gagnslaus, nýskipaður fyrirliði Luongo hélt markinu hreinu... Frábær leikur.

Áður en pökknum var kastað var haldin minningarathöfn um Luc Burdon, unga Canucksleikmanninn sem dó í mótorhjólaslysi í sumar. Það var sorglegt athöfn og fyrir vikið voru mínir menn býsna máttlitlir í fyrsta leikhluta, en svo tóku þeir við sér og hjóluðu yfir andstæðinginn. Gott á Calgary.

Hef þetta ekki lengra að sinni þar sem fæstir nenna að lesa hokkíblogg hvort eð er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil lesa hokkíblogg ;-) Ég er að fara á Senators vs. Ducks í Ottawa eftir tvær vikur!

AuðurA (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Einar Indriðason

Hokkíblogg er þó skemmtilegra heldur en sumt sem er bloggað í dag.  Haltu bara áfram :-)

Einar Indriðason, 10.10.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég skal reyna að skrifa ekki of mikið um þá leiki Bjarni. Annars halda allir (nema þá helst Vancouverbúar) að Edmonton verði með efstu liðum í vesturriðlinum en Vancouver verði með þeim neðstu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.10.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband