Hvað er eiginlega að gerast?

Það er pínulítið eins og ég hafi horft á það sem hefur verið að gerast á Íslandi undanfarið í ruglaðri útsendingu. Ég hreinlega skil ekki almennilega ástandið og ég skil ekki hvernig þetta gat orðið svona slæmt. Mig vantar afruglara.

Við hér í Kanada höfum lítið orðið vör við ástandið enn sem komið er en áhrifanna er rétt farið að gæta. Kanadadollar lækkaði eitthvað í dag. Almennt er þó talið að við munum ekki fara nærri því eins illa út úr þessu og svo mörg önnur lönd, meðal annars vegna þess að kanadísku bankarnir eru býsna íhaldssamir og höfðu ekki tekið mörg erlend lán. Annars skil ég yfirleitt ekkert sem kemur að fjármálum.  

Eitt skil ég þó vel. Ef ég hefði enn verið í skóla og enn fengið greitt frá Rannís þá væri ég í vondum málum. Kanadadollarinn var rúmlega 60 krónur þegar ég fékk Rannísstyrkinn. Núna í vikunni fór hann í rúmlega 114 krónur. Það þýðir að styrkurinn lækkaði um helming og það var nógu erfitt að lifa af honum þegar hann var upphaflega veittur. Einhvern tímann í vetur, þegar dollarinn var kominn í rúmar 70 krónur, skammaðist ég yfir því hér á blogginu að krónan væri í vondum málum, því ég fann ógurlega fyrir þessari gengisbreytingu. Einhver náungi skrifaði athugasemd á bloggið þar sem hann ásakaði mig um sjálfselsku af því að ég óttaðist fall krónunnar. Sagði að ég væri bara að hugsa um sjálfa mig og ekki um Íslendinga. Hvar ætli sá náungi sé núna? Ætli fall krónunnar hafi snert hann?

Ég hef mikla samúð með öllum námsmönnum erlendis sem nú þurfa að treysta á íslensku krónuna. Það er ekki gott að fjárhagsstaðan heima verði hugsanlega til þess að þetta fólk hrökklist frá námi og þurfi kannski að snúa heim í ástandið þar. Vonandi finnst á þessi lausn sem fyrst. Ekki bara fyrir námsmenn erlendis heldur alla þá Íslendinga sem nú horfa upp á svartnætti.


mbl.is Námsmenn erlendis í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er að hugsa um að fá mér afruglara, held að þetta sé bara eitthvað tæknilegt.

Íslenskir námsmenn erlendis, eru sennilega þeir fyrstu, sem verða áþreifanlega varir við þennan skell og ég finn til með þeim.

Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:18

2 identicon

Þú ert ekki ein um að þurfa afruglara í þessu öllu saman.  En það er ágætt líka bara að skilja þetta smátt og smátt.  Ásdís er einmitt í námi úti í Danmörku og hún finnur þokkalega fyrir þessu. 

En annars bestu kveðjur héðan af "ströndinni". Elva.

Elva (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband