Skemmtilegasta liðið í deildinni
28.11.2008 | 00:01
Ég hef af og til spilað með fótboltaliði sem spilar úti í UBC á miðvikudagskvöldum. Þetta er góður hópur karla og kvenna og gott sambland af úhdlendingum (ég, John frá England, Billy frá Skotlandi, Stephan og Rene frá Þýskalandi, Bono frá Mexíkó) og Kanadabúum (allir hinir). Við Billy erum reyndar ekki í liðinu heldur hlaupum undir bagga þegar aðrir komast ekki. Hvorugt okkar var tilbúið til þess að vera fullgildir meðlimir því við höfum of mikið að gera nú þegar.
Síðasti leikur haustsins var í gær og við töpuðum 2-0 í undanúrslitum. En það bætti það upp að við vorum valin skemmtilegasta lið deildarinnar. Það er nefnilega svo að eftir hvern leik gefa liðin hvort öðru stig fyrir skemmtilegheit og heiðarleika. Bongoliðið vann þá keppni og við fengum bikar og tekin var mynd af liðinu, sem sjá má hér á síðunni. Við erum flott.
Þið takið kannski eftir að ég er með húfu og vettlinga á myndinni enda var býsna kalt. Um frostmark . Jon vildi hins vegar fá að vita eftirfarandi: Hvernig stendur á því að stelpan frá Íslandi er með húfu og vettlinga en strákurinn frá Mexíkó hvorugt???
Athugasemdir
svarid er einfalt: islenska stelpan hefur margra ara reynslu af ad klaeda sig eftir (koldu) vedri...thad hefur sa mexikanski (eda a madur ad segja mexikoski!) lika, en hans reynsla midast vid thad ad klaeda sig eftir vedri thegar thad er heitt...og thad hjalpar ekki i brunagaddi!
Til hamingju annars med titilinn, ekki leidinlegt ad vera i skemmtilegasta lidinu :)
Rut (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:58
Gott að láta skynsemina ráða varðandi húfu og vettlinga. Til hvers að þykjast að vera ekki kalt.
Marinó Már Marinósson, 28.11.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.