Karlar eru perrar að eðlisfari

Það er alltaf skemmtilegt að sjá hversu viðhorf fólks hefur breyst og þá sérstaklega ef maður miðar við menningu okkar fyrir hundrað árum. Meðal þess sem breyst hefur einna mest er viðhorf kvenna til kynlífs. Ég snaraði lauslega yfir á íslensku nokkrum skemmtilegum dæmum úr bók Ruth Smyther, Sex Tips for Husband and Wives, frá árinu 1894.

Flestir menn eru perrar að eðlisfari og ef þeir hafa möguleika á taka þeir þátt í viðbjóðslegum athæfum, svo sem þeim að stunda eðlilegt athæfi í óeðlilegum stellingum; nota munninn á kvenkynslíkamshluta, og bjóða konum að snerta með munninum þeirra óhugnanlega líkama.

Uppgerð veikindi, þreyta og höfuðverkur eru meðal bestu vina kvenna...

Rifrildi, nöldur, skammir og leiðindi eru einnig handhæg tæki ef notuð eru seint á kvöldin, sirka klukkutíma áður en eiginmaðurinn vanalega byrjar að táldraga einkonuna.

Á tíu ára brúðkaupsafmælinu hafa margar konur lokið barneignum og hafa því náð því markmiði að enda allt kynlíf við eiginmanninn.

Eiginkonan skal einungis leyfa honum að lyft sáttserknum upp að mitti og aðeins leyfa honum að opna náttfötin að framan til þess að ná tengslum. Hún skal liggja algjörlega kyrr eða rabba um húsverkin á meðan hann másar ofan á henni.

Um leið og eiginmaðurinn hefur lokið sér af skal eiginkonan byrja að nöldra í honum yfir ýmsum smávægilegum verkefnum sem hann þarf að sinna daginn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið hafið litið breyst siðan þa.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hahaha. Greyið Hörður. Þú hefur verið óheppinn með konur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Haraldur Hansson

"... og hafa náð því markmiði að enda allt kynlíf við eiginmanninn" Þessi setning er algjör perla. Og greinin öll.

Ég á í smíðum smá texta sem er öllu nútímalegri um yfirráð kvenna yfir okkur veikara kyninu og ráð til að sporna við þeim. Er að hugsa um að setja hann á bloggið á fullveldisdaginn. Það er við hæfi.

Haraldur Hansson, 29.11.2008 kl. 13:48

4 identicon

Eva (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Skeggi

VÁ???
Var þessi Ruth Smyther kynköld lesbía?
Ekki hefur hún haft mjög gaman að lífinu.

Skeggi, 29.11.2008 kl. 18:02

6 identicon

Ég held reyndar að hatur og vanvirðing gagnvart hinu kyninu sé alls ekki einskorðað við annað kynið.

Ég veit um fólk af báðum kynjum sem haldið er fælni gagnvart hinu kyninu, og leggur jafnvel fæð á gagnkynmanneskjur sínar.

Útrás fæðarinnar og djúpdulins hatursins hefur gjarna aðdraganda, sem er vel þekktur innan geira til að mynda Transactional Analysis fræðanna.

Mér kemur það ekkert á óvart að til hafi verið gagnkynsfæð og gagnkynshatur árið 1894. Þetta er miklu eldra fyrirbrigði.

Kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Já sæl

hilmar jónsson, 29.11.2008 kl. 19:09

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Var það ekki Elísabet drottning sem sagði: Ég loka bara augunum og hugsa um England? Einhver drottning var það.

Sem betur fer eru aðrir tímar núna og konum er leyft að njóta kynlífs rétt eins og körlum. En af því að mamma og pabbi lesa síðuna mína ætla ég ekkert að fara nánar út í þetta.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.11.2008 kl. 19:13

9 Smámynd: Einar Indriðason

Viktoría á það víst að hafa verið.  (Segir sagan.)

(En sagan segir líka, svona bak við tjöldin, að Viktoría hafi verið ... tja... eigum við að segja... meira virk, heldur en tja... var normið.... (svona bak við tjöldin...)  (Ég man þó ekki hvar ég las þetta, svo þið getið, að ykkar vali, hrakið þetta ofan í mig aftur.))

Einar Indriðason, 29.11.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband