Opna íslenska meistaramótið í tennis

Skemmtinefnd VANOC hefur undanfarið staðið fyrir sýningum á ástralska skemmtiþættinum 'Leikarnir' eða 'The Games' eins og þeir heita á frammálinu. Í hverju hádegi hafa tveir þættir verið sýndir og við liggjum á gólfinu af hlátri. Húmorinn er frábær og það er greinilegt að handritshöfundar hafa annað hvort unnið við undirbúning að Ólympíuleikum eða þeir hafa haft samstarfsmenn sem hafa gert það. Ég hef reyndar heyrt að sumt sem kom fram í þáttunum hafi í raun gerst við undirbúning Ólympíuleikanna í Sydney þannig að ljóst var að einhverjir innanbúðarmenn láku sögum í handritshöfunda.

Þættirnir eru um SOCOG, undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna í Sydney árið 2000, og eru það fyrst og fremst þrír starfsmenn sem eru í aðalhlutverki, stjórnandinn John, fjármálamaðurinn Bryan og markaðsstjórinn Gina. 

Því miður hef ég átt erfitt með að finna YouTube vídeó af þáttunum en fann þó þetta:

 

 

Því miður er þetta myndband langt frá því að vera fyndnasta atriði þáttanna. Veit ekki af hverju ég get ekki fundið atriðið þar sem rætt er um að brautin fyrir 100 metra spretthlaupið er eingöngu 94 metrar á lengd, eða ar sem reynt er að meta hvernig á að bjarga því að hvorki Nelson Mandela né Caroline prinsessa fljúga inn á opinberu flugfélagi, eða þegar á að sýna Samaranch sundhöllina sem ekki er búið að byggja.

Takið sérstaklega eftir umræðunni um það bil fjórar mínútur inn þar sem fjallað er um opna íslenska meistaramótið í tennis. Bráðfyndið. (Ef þið þekkið Ástrala gæti samt verið gott að horfa á þættina með honum/henni og láta þýða fyrir sig. Ekki alltaf auðvelt að skilja framburðinn.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þessir þættir voru á RÚV um svipað leyti og ÓL í Sydney. Ég þýddi þá og hló mikið í vinnunni.

Gísli Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 08:10

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ertu að meina það? Ég man ekkert eftir þeim. Nei, bíddu... Sidney Ólympíuleikarnir voru árið 2000 var það ekki? Ekki furða að ég skuli ekki muna eftir þeim. Ég var flutt til Kanaa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Annað, var ekki erfitt að þýða þættina? Ástralarnir hafa alls konar orð sem ég skil ekki!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.12.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband