Eitt ár í næstu Ólympíuleika

Í dag er akkúrat ár þar til vetrarólympíuleikarnir í Vancouver 2010 verða settir við mikla athöfn. Af því tilefni var Ólympíukyndillinn afhjúpaður eins og ég nefndi í síðasta bloggi. Við í vinnunni vorum ekki viðstödd þá athöfn en fengum smá skemmtun samt sem áður þegar skautahlauparinn Cindy Klassen frá Winnipeg kom í heimsókn og við fengum líka að taka myndir af okkur með Ólympíukyndlinum og lukkutröllunum. Ég fékk loks mynd af okkur Quatchi tveim saman. Hef alltaf þurft að burðast með hin tröllin tvö.

One year countdown 009 One year countdown 005


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Það verða líklega minni læti í kringum þennan kyndil en þann síðasta :)

smg, 14.2.2009 kl. 08:30

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, ég er nokkuð viss um það. Eingöngu verður hlaupið um Kanada og það er alla vega ljóst að fjallgöngumenn á Everest fá að vera í friði. En það verða ábyggilega mótmæli víða - það virðist fylgja öllum Ólympíuleikum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.2.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband