Bakerfjall í Bandaríkjunum
23.3.2009 | 17:43
Bandaríkjamenn eiga mörg frábær skíðasvæði og eitt þeirra sem oft lendir fyrir neðan radarinn er Bakerfjall í Washington ríki.
Bakerfjall eða Koma Kulshan eins og það heitir á máli innfæddra er nyrsta virka eldfjallið í Cascade fjallgarðinum og snjórinn/ísinn á fjallinu er meiri en á hinum Cascade fjöllunum samanlögðum (ef Rainerfjall er frátalið). Það er 3280 m á hæð og sést vel frá Kanada. Ég get meira að segja séð það út um svefnherbergisgluggann minn á góðum degi.
Á laugardaginn fór ég á skíði á Bakerfjalli með Denis sem vinnur með mér. Þetta var svona skyndiákvörðun. Var að spjalla við Denis í lok vinnudags á föstudag og einhvern veginn varð það úr að við skelltum okkur til Bakerfjalls. Veðurspá var frábær og við vissum að allir hreinlega ætluðu til Whistler þessa helgi. Þegar það bætist ofan á það að það eru alltaf fleiri í Whistler á laugardögum en sunnudögum þá virtist það skynsamlegt að forðast Whistler og fara eitthvert annð.
Lögðum af stað eldsnemma á laugardagsmorguni og fórum yfir landamærin í Abbotsforth, austur af Vancouver. Það gekk vel og um hálfellefu leytið vorum við komin í lyfturnar. Snjórinn var frábær, veðrið var frábært og brekkurnar magnaðar. Þetta er mun minna skíðasvæði en Whistler en næstum því hver einasta brekka var skemmtileg.
Á sunnudeginum reyndi ég að bæta upp svefnleysi undanfarinna vikna. Lá í rúminu til tíu, spjallaði við mömmu, fór í hádegisverð með Akemi, lagði mig í tvo tíma, þvoði og ryksugaði bílinn, fór út í búð, borðaði og horfði á sjónvarp.
Enn ein frábær helgi.
Athugasemdir
Jamm Stína,
við erum lánsamar að hafa þessa náttúrufegurð allt í kring. Horfi á Baker yfir tölvuskjáinn út um skrifstofugluggann, og á góðum degi get ég meira segja séð ákveðna samsvörun við Snæfellsjökul.
Hefurðu ekkert kíkt á Sun Peaks þetta season? Mæli með þeim stað, minnir á Austurríki og brekkurnar endalausar og skemmtilegar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.3.2009 kl. 16:24
Það er sannarlega fjör hjá þér á skíðunum Stína mín og flottar eru myndirnar.
Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 21:37
Takk Hilmar. Og já Jenný, frábært útsýni. Hef ekki farið til Sun Peaks. Hvar er það svæði? 'Eg er bara svo nýbúin að fá bíl að ég hef sama og ekkert séð af svæðinu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.3.2009 kl. 22:57
Sun Peaks ca 4.5 klst frá Vancouver, utan við Kamloops, tekur Coquahalla, og þeir eru búnir að fella niður tollinn ;).
Hef farið þar s.l. tvö ár og þetta er vinsælt æfingarsvæði fyrir hin ýmsu skíðalandslið heimsins, þ.á.m. Austurríki of all places.
Skíðabærin er lítill og laus við þetta þotulið, sem gjarnan er að flækjast fyrir manni í Whistler.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2009 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.