Sorglegar fréttir (og mikilvægi þess að vera með hjálm)

Ótrúlegt. Ég las einmitt um þetta slys hér í kanadísku blöðunum þar sem sagt var frá því að ástand hennar væri alvarlegt. Það hvarflaði ekki að mér að hún myndi látast af völdum höfuðáverkanna.

Eins og kemur fram hér í fréttinni á Mogganum þá var hún að læra á skíðum og var því í byrjendabrekkunni. Kona sem sá fallið sagði að það hafi verið sakleysislegt og ég efast um að margir hafi gert sér grein fyrir því hversu alvarlegir áverkarnir voru. Þó hljóta slysavarnarmenn að hafa áttað sig á því að þetta var verra en leit út fyrir því þeir voru víst að hlynna að henni í 45 mínútur áður en hún var tekin niður brekkuna.

En þetta sýnir enn og aftur hversu mikilvægt það er að vera með hjálm. Ég var auðvitað aldrei með hjálm á höfðinu þegar ég æfði skíði, nema þegar við kepptum í bruni, en aldrei annars. Þegar ég fór að fara á snjóbretti keypti ég hins vegar þennan forláta bláa hjálm og er alltaf með hann á brettinu. Lengi vel var ég áfram bara með húfu á skíðum en upp á síðkastið er ég líka með hjálminn þegar ég skíða. Allur er varinn góður.

Hugsanir mínar eru nú með Liam og drengjunum.


mbl.is Natasha Richardson látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ekki allveg sammála því að reyna strax að draga "lærdóm" af þennan hörmulega atburð.  Sjá færslu mína:

Frétt um andlát : aðgát skal höfð í nærveru sálar ?

Morten Lange, 19.3.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Því miður er það þannig að maður þarf ekki að detta nema einu sinni til að skaðast. Ef það eina skipti er þegar maður setti ekki á sig hjálm, þá ...

Þetta eru hræðilegar fréttir af leikkonunni og atvikið hlýtur að ýta hressilega við okkur hinum sem hjólum og skíðum af krafti.

Flosi Kristjánsson, 19.3.2009 kl. 13:44

3 Smámynd: Morten Lange

Því miður er það .annig að menn slasast á höfði ekki síður í tröppum, á gangbrautum og í bílum. Já og í sturtu. Allavega í bílum ætti að vera lítið mál að vera með hjálm. Byrjum þar frekar. 

Morten Lange, 19.3.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Það virðist vera að aukningu í hjálmanotkun skíðamanna hafi ekki fækkað höfuðmeiðslum.

Einn Jasper Shealy við Rochester Institute of Technology  hefur til dæmi verið að rannsaka þessu, með öðrum 

Nokkrar tilvitnanir sem ég sá á netinu :


http://www.rit. edu/news/ utilities/ pdf/2008/ 2008_03_04_ Buffalo_News_ use_head_ on_slopes_ Shealy.pdf



http://www.astm. org/DIGITAL_ LIBRARY/JOURNALS /JAI/PAGES/ 1043.htm

Journal of ASTM International (JAI)

Volume 5, Issue 10 (November 2008) 

Do Helmets Reduce Fatalities or Merely Alter the Patterns of Death?
Shealy, Jasper E.
Professor Emeritus, Rochester Institute of Technology, NY

Johnson, Robert J.
Professor, University of Vermont College of Medicine, VT

Ettlinger, Carl F.
President, Vermont Safety Research, VT

(Received 5 November 2007; accepted 2 October 2008)

Abstract

The use of helmets has been proposed as a means of reducing the incidence of fatality in skiing and snowboarding. This paper presents results that suggest that while helmets may be effective at preventing minor injuries, they have not been shown to reduce the overall incidence of fatality in skiing and snowboarding even though as many as 40 % of the population at risk are currently using helmets. The results indicate that the use of a helmet will indeed influence the primary cause of death, but perhaps not the ultimate outcome.



http://www.astm. org/JOURNALS/ JAI/PAGES/ JAI12092. htm
(finds helmeted skiers going faster)


http://www.birf. info/prevent/ prev-articles/ prev-ski- helmet.html


http://thelede. blogs.nytimes. com/2009/ 03/18/richardson s-accident- reignites- ski-helmet- debate/?pagemode =print


http://www.skicanad amag.com/ Features/ 2008/12/05/ 7646556.html



http://www.examiner .com/x-4364- Chicago-Skiing- Examiner~ y2009m3d17- Natasha-Richards on-skiing- accident- puts-focus- on-helmet- use


http://www.skicanad amag.com/ Features/ 2008/12/05/ 7646556.html

Case control studies, gerðar af  Shealy og öðrum benda til þess að skíðahjálmarnir virka að einhverju leyti, en hætta á höfuðmeiðslum minnkaði ekki með aukna notkun á hjálmum í skíðabrekkum. Ástæðan virðist vera að iðkendur taka meira sénsa þegar þeir nota hjálm.

Landssamtök hjólreiðamanna, 19.3.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband