Stórstjarna íslenskra frćđa í Kanada fallinn frá
9.4.2009 | 17:32
Mikiđ var sorglegt ađ lesa fréttina um lát Haralds Bessasonar.
Ég fetađi ađ sumu leyti í fótspor Haralds ţegar ég fluttist til Kanada og hóf kennslu viđ íslenskudeild Manitóbaháskóla. Frá fyrsta skóladegi heyrđi ég um Harald. Hann hafđi ekki kennt viđ skólann í fjölda ára ţegar ég kom ţangađ en samt sem áđur var mönnum tíđrćtt um hann. Kannski var ţetta ađ hluta til vegna ţess ađ ţegar ég kom fyrst var skrifstofan mín ekki tilbúin svo ég fékk ađ nota skrifstofu Skip Coolage sem ţá var í rannsóknaferđ á norđurslóđum, en Skip var líklega einn besti vinur Haralds í Winnipeg. Ţegar Skip kom til baka, og skrifstofan mín ekki enn tilbúin, rćddum viđ mikiđ saman og ţá sagđi Skip mér endalausar sögur af hinu og ţessu sem ţeir Haraldur höfđu brallađ. Nokkrar sögur fékk ég líka frá Gene Walz sem skrifađi söguna af hinum vestur-íslenska Charlie Thorson.
Haraldur ţekkti alla og öllum líkađi viđ Harald. Hann var skemmtilegur og sniđugur og brallađi margt. Frábćr fulltrúi Íslendinga á erlendri grund.
Hann stundađi líka rannsóknir á íslensku eins og hún var töluđ í Manitoba og skrifađi um ţađ nokkrar greinar sem ađ sjálfsögđu eru stórskemmtileg lesning.
Sjálf hitti ég ekki Harald fyrr en ég fór á ráđstefnu á Íslandi veturinn 2001. Ţá var ég send til hans međ kveđjur frá hérumbil öllum í Kanada. Ég átti eftir ađ hitta hann nokkrum sinnum eftir ţađ og alltaf var ţađ jafn skemmtilegt. Hann hafđi frá svo mörgu ađ segja og ég sat agndofin og hlustađi á lýsingar hans á fólki sem hann hafđi hitt á ţeim 30 árum sem hann bjó í Kanada. Landinu ţar sem hann ćtlađi ađeins ađ búa í stuttan tíma en sem ađ lokum eignađi sér stóran hluta af lífi hans.
Eftir góđ ár viđ Háskólann á Akureyri kom Haraldur aftur til Kanada, ađ ţessu sinni til Toronto ţar sem flest börn hans búa, og ţar átti hann eftir ađ ljúka sinni ćvi.
Ég veit ađ hans er sárt saknađ viđ Manitobaháskóla ţar sem hann mun alltaf vera stórstjarna, og ég vil nota tćkifćriđ og senda samúđarkveđjur til Margrétar og barnanna. Mikill mađur er fallinn.
![]() |
Haraldur Bessason látinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ég ţekkti Harald og hef aldrei fyrirhitt snjallari rćđumann. Húmor hans var einstakur.
Hans verđur sárt saknađ.
Hjálmtýr V Heiđdal, 9.4.2009 kl. 18:13
Blessuđ sé minnig hans.
Númi (IP-tala skráđ) 10.4.2009 kl. 11:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.