Páskafrí

Ég eyddi páskafríinu á Vancouvereyju, rétt fyrir sunnan Comox og Courtney en fyrir norðan Qualicum Beach. Við vorum 11 sem leigðum hús niðri við sjó. Þarna var heitur pottur, billjarðborð, grill...ströndin beint fyrir utan húsið þar sem selir syntu og endur syntu í hópum.

Við eyddum miklum tíma í heita pottinum, fórum í gönguferð um ævagamlan skóg þar sem elstu trén voru 800 ára, skoðuðum fossa, löbbuðum um ströndina, borðuðum góðan mat, kveiktum eld og steiktum sykurpúða. 

Ég læt myndirnar tala fyrir mig.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Vá, hvað það hefur verið gaman hjá ykkur.Minnir mig á tímann þegar ég bjó í Svíþjóð. Það var fyrir tíma barneigna . En svo kemur þessi tími aftur og þá verð ég tilbúin.

Anna Guðný , 16.4.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það var einmitt svo skrítið að þarna voru allir (nema tvö) á fertugsaldri) og samt var bara eitt par í hópnum. Af hinum var ein í sambandi, tvær nýkomnar úr sambandi, ein svona á byrjunarreit í sambandi...aðrir algjörlega á lausu. Heimurinn hefur breyst. Vanalega er þessi aldurshópur giftur með börn en það hefur breyst eins og svo margt annað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.4.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband