Spennandi hjóltúrar framundan

Ég á nýtt leikfang. Madison hjól frá Louis Garneau. Ég er komin heilan hring núna því hjólið hefur bara einn gír. Hef ekki átt svoleiðis hjól síðan ég var krakki. Og af hverju keypti ég hjól með aðeins einum gír? ...líklega af því að að er svo létt og skemmtilegt og frábært að hjóla á því. Og af því hversu létt það er þá er ekki svo mikið mál að hjóla upp brekkur. Og ég er satt að segja dauðfegin að þurfa ekki að vera sífellt að skipta um gíra. Ef ég hjóla reglulega á þessu hjóli um hæðótta borgina ætti ég að komast í býsna gott form.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med hjolid. Nu faerdu ther bara hjolagrind a bilinn og THA eru ther allir vegir faerir!

En biddu, tharftu hjolid til ad koma ther i form? Med allan fotboltann og hlaupin og klifrid (eda er thad buid?) og hafnaboltann og skidin og brettid og whatnot hlyturdu bara ad vera i thrusu formi!

Rut (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:56

2 identicon

Til hamingju með nýja hjólið Stína....kraftur í þér á fyrsta og eina gírnum!! Hrein snilld!

Þóra Víkings. (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband