CEFR og Edmonton
24.5.2009 | 06:00
Ég ligg uppi í rúmi á hótelherbergi í Edmonton eftir vel heppnađa ráđstefnu. Ráđstefnan var um kennslu í erlendum tungumálum og var býsna áhugaverđ. Yfirmađur minn, Sally, og ég héldum fyrirlestur um hvernig viđ notum CEFR (Common European Framework of Reference for Language) til ţess ađ meta tungumálakunnáttu sjálfbođaliđanna okkar á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010. Fyrirlesturinn var vel sóttur og tókst mjög vel. Fólk sýndi okkur mikinn áhuga og ţađ ţótti almennt mikilvćgt ađ viđ skulum nota ţetta gagnlega tćki utan skólakerfisins. Margir kennaranna sem nota CEFR í sínum skólum sögđu ađ ţađ vćri ákaflega gagnlegt fyrir ţá ađ heyra ađ kerfiđ skuli nú vera notađ í vinnuumhverfi.
Ég veit ađ CEFR er til á íslensku. Ég vildi gjarnan heyra frá íslenskum kennurum sem hafa notađ ţađ.
Eftir ađ ráđstefnunni lauk kíkti ég í Vestur Edmonton kringluna sem er sú stćrsta í heimi, fór í bíó (sá Night at the Museum - betri en fyrri myndin - Hank Azaria er frábćr ađ venju) og hitti svo Obed (sem var nemandi minn í Winnipeg), ásamt kćrustu hans, systur og kćrasta systurinnar. Ţađ var stórskemmtilegt. Hef ekki séđ Obed í ein fimm ár, frá ţví ég fór síđast til Winnipeg. Hann býr núna í Edmonton en hefur lítiđ haldiđ viđ íslenskunni sinni.
Flýg heim á morgun og stefni af ţví ađ fara beint á ströndina. Annars er ég reyndar eins og snákur núna ţví ég er ađ skipta um skinn.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.