Hank Azaria er bestur

Ég skellti mér á Night at the Museum í Edmonton um helgina. Sá hana í IMAX en fannst stærð skjásins engu breyta. Hefði getað sparað mér aukapeninginn sem það kostaði.

Myndin er þrælskemmtileg. Hana skortir að sjálfsögðu nýjungina að sjá safngripi lifna við, sem kannski var það skemmtilegasta við fyrri myndina, en þessi er mun fyndnari. Langbestur er Hank Azaria í hlutverki Kah Mun Ra og það skipti eiginlega ekki máli hvað hann sagði því öll atriðin með honum voru fyndin.

Hank Azaria er án efa einn þessa vanmetnu leikara sem ætti í raun að fá miklu fleiri og stærri hlutverk. Ég tók fyrst eftir honum sem þjóninum Agador úr kvikmyndinni Birdcage, og síðan sem David, feimna kærasta Phoebe í Friends. Hann hefur leikið í mörgum öðrum þekktum myndum og þáttum svo sem Quiz Show, Run Fatboy Run og Dodgeball, og hann fékk meira að segja aðalhlutverkið í eigin þáttaröð, Huff, sem voru þrælgóðir þættir sem því miður hættu allt of snemma. En það eru raddir hans sem gera hann kannski frægastan því hann hefur til áraraða talað fyrir fjölda karaktera í þáttunum The Simpsons, þar á meðal Moe.

Ég sá Hank á sviði í New York fyrir einum þrem árum þar sem hann lék ásamt David Hyde Pierce (Nigel úr Frasier) í fyrstu uppfærslunni á Spamalot. Þeir voru báðir frábærir.

Skemmtilegustu atriðin í Night at the Museum: The Battle of the Smithsonian er atriðið með öllum bubblehead Einstein styttunum og atriðið með Hugsuðinum (sem hugsar og hugsar en kemur ekki með nein svör).

Mér fannst myndin fyndin en auðvitað er engin Óskarsmynd á ferðinni. Farið bara til að hlæja.

Á myndinni eru Hank Azaria sem Kah Mun Ra og Christopher Guest (úr myndum eins og This is Spinal Tap og Best in Show) sem Ivan the terrible).


mbl.is Næturævintýri á safninu vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband