Þankar

Þegar Eva Dögg og Ásta Sól eru komnar á elliheimili eftir 50 ár, ætli sonar- og dótturdætur þeirra heiti Guðríður, Ingimunda og Marsibil?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já oft hefur mér flogið í hug,hvernig nöfnin á dvalarheimilunum munu hljóma í framtíðinni,en það  verður, Alma Björt , Ylva Þöll, Agla Brá, Sunna Dís, Dögun París,og svo framvegis.

Sú er þetta ritar heitir 2 algengun íslenskum nöfnum,en tapaði seinna nafninu,er hagstofa ísl tók það af,vegna þess að lengd línu í forriti frá Asíu bara leyfði það ekki. Ég fékk þó á halda stafnum M.

Mér var ekki skemmt.

Margrét Sigurlaug (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha. Ég var í sömu stöðu fyrir löngu. Í þjóðskrá var ég skrifuð sem Kristín M. Jóhannsdóttir. Ég fór og kvartaði - sagðist nokkuð viss um að mannanafnanefnd myndi aldrei samþykkja nafnið M enda ekki ljóst hvernig það beygðist. Krafðist þess að nafnið væri skrifað að fullu. Það gekk.

Ó, og við þetta má bæta að Dögun París mun hafa tattú á viðkvæmum stað sem líklega hefur eitthvað breytt lögun þegar á elliheimilið er komið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.5.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Leppalúði Freyr, Grýla Dögg og Auðna Ærulaus...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 02:13

4 identicon

Hvernig finnst þér nafnið Leifur Arnar!  þegar hann er sóttur í leikskólann,hljómar það svona...ég er að sækja leifarnar !

Margret S (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband