Má bjóða þér bita?

Mér þykir heilmikið til Michaëlle Jean koma og hef yfirleitt verið sátt við það sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er innflytjandi til Kanada, kom hingað ellefu ára gömul frá Haiti og hefur lengst af búið í Quebec. Þegar hún var skipuð landstjóri fyrir nokkrum árum olli það heilmiklum þyt að hún hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, kanadískan og franskan, og þótti það ekki gott merki um heilindi hennar gegn Kanada. Það er kannski þess vegna sem hún leggur sig fram um það að styðja frumbyggja Kanada gegn Evrópusambandinu.

Þegar ég var tíu ára fór ég til Grænlands á vinarbæjarmót í tilefni af 50 ára afmæli Narsaq. Þar kom ég að þar sem selveiðimenn, nýkomnir að landi, voru að skera niður sel. Þeir buðu okkur bita, beint af selnum. Mér hryllti við og ég þáði ekki smakkið - ég sé eftir því enn þann dag í dag.

Skjaldarmerki Michaëlle Jean
(Just prior to her installation as Governor General, Jean was granted a personal coat of arms that depicted her Haitian roots as well as her adopted Canadian life.)

mbl.is Landsstjóri Kanada át hrátt selshjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bjó á Grænlandi og þar borðuðum við hrátt selspik með hversdagsmatnum og mér fannst það ágætt, einnig er það siður hjá þeim að skera af lifrinni á nýveiddum sel og stinga upp í sig. Hrá selslifur bragðast bara eins og blóð. Góð þegar búið er að venjast henni og örugglega mjög holl.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held einmitt að það hafi verið lifur sem mér var boðin. Alla vega var það eitthvert innyfli. Vildi að ég hefði prófað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband