Ég hef kenningu
5.9.2009 | 19:17
Ég giska á að þetta hafi í raun ekkert með lærin að gera. Fólk er gert á mismunandi hátt og fita safnast á mismunandi staði. Algengustu staðirnir eru læri/rass og magi. Löngu er búið að sýna fram á að fita á maga safnast í kringum mikilvægustu líffærin og er þess vegna hættulegri en önnur fita. Þeir sem fá fituna á magann fá hana yfirleitt ekki svo mjög á lærin og eru þess vegna með grönn læri. Þeir sem fá fituna á rass og læri, hins vegar, og eru þar af leiðandi kannski með feitari læri, eru vanalega með grennra mitti. Þannig að ef hættulegasta fitan er á maganum þá gerir það að verkum að þeir sem fá hana á lærin eru í minni hættu. Ergó, feit læri eru heilbrigðari.
(Annars er svo sem alveg mögulegt að það séu einhver bein tengsli á milli fitu á lærum og hjarta, ekki skal ég segja. Ég hefði bara viljað vita hvort aðrir þættir voru staðlaðir.)
Hættulegt að vera með mjó læri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.