Pólitíkusar ræða málin
14.5.2007 | 02:25
Ég var að horfa á Silfur Egils og hafði mjög gaman af. Merkilegastur fannst mér hlutinn þar sem Össur, Ögmundur, Bjarni og Þorgerður Katrín spjölluðu (rifust). Ég var býsna hrifin af Bjarna. Það má greinilega hafa gaman af honum. Og mér fannst skemmtilegt þegar hann benti á að Össur væri greinilega að daðra við Sjálfstæðisflokkinn, eftir að Össur var búinn að eyða öllum þættinum í að ásaka Ögmund um slíkt hið sama. Og svo þegar Ögmundur kvartaði yfir því sagði Össur alltaf: "Nei, bara að grínast í þér". En auðvitað var þetta ekkert grín hjá Össuri. Hann er skíthræddur við að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki og vill heldur fara sjálfur í stjórn með þeim. Ég skil það vel. Flestir stjórnmálamenn vilja frekar vera í stjórn en utan hennar. Og nú verður þetta samkeppni um hver býður best. Og mér fannst, satt að segja, Össur alveg gefa það jafnskýrt í skyn og Ögmundur að hann sé til í dans við sjallana.
Mér finnst margt gott hjá Samfylkingunni og ég vil vinstri stjórn, en ég vil ekki stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ég man vel eftir stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sínum tíma og fannst það vond stjórn. Minni meðal annars á að þeir eyðulögðu námslánin og sama stjórn lækkaði líka námslán til námsmanna utan Reykjavíkur til þess að koma í veg fyrir að Reykvíkingur misnotuðu kerfið. Ég lækkaði til dæmis úr 53.000 kr. á mánuði í 43.000 kr. á mánuði. Ég ég hef ekki trú á betra ef Samfylkingin fer í hægri stjórn.
Þótt Framsókn eigi ekki skilið að fara í stjórn aftur þá held ég samt að besti kosturinn nú sé þriggja flokka stjórn VG, Samfylkingar og Framsóknar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Neeeeeeeeiiiiiiiiiiii!!!!!
13.5.2007 | 08:57
Æ æ æ æ! Stjórnin hélt.
Það er annað mál að flokkur sem tapar fimm mönnum ætti að sjá sóma sinn í því að halda ekki áfram í ríkisstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Guði sé lof fyrir Stöð 2
13.5.2007 | 06:50
Ég var búin að bölva RÚV mikið fyrir að hætta netútsendingum en fann þá að Stöð2 er enn að senda út. Ég hef því enn ástæðu til að vaka.
Nú þegar tölur eru komnar frá Norðausturlandi og Suðurlandi þá er stjórnin ennþá á lífi. Ekki datt mér í hug að ég myndi halda með Frjálslyndum en nú er eina vonin að það sé fylgi þeirra Guðjóns og Kristins á Vestfjörðum sem enn á eftir að telja og að þeir komi öðrum manni að á kostnað ríkisstjórnarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kosninganótt
13.5.2007 | 06:19
Það verður að segjast eins og er að það er ákaflega gott að vera sjö tímum á eftir Íslandi á kosninganótt. Klukkan hjá ykkur er að nálgast sex að morgni og enn eru ekki komnar lokatölur úr þremur kjördæmum. Hjá mér er klukkan aðeins um ellefu og þótt ég sé að verða svolítið þreytt þá er nú ekki mikið á sig leggjandi að bíða eftir lokatölum, nema þessi endurtalning í norðvestri dragist marga klukkutíma í viðbót. Ég fór til Gunnars og Suzanne í dag og við fórum í gegnum nokkrar máltíðir. Ja, kaffitíma og kvöldmat. Um hálftíu ákvað ég að fara heim og halda áfram að horfa á útsendinguna í náttfötum. Það var nú aðallega vegna þess að ég bý í vesturbænum og Gunnar í austurbænum og það er býsna löng ferð á milli og tveir strætisvagnar.
Ég er reyndar pínulítið pirruð eins og er því ég næ ekki sjónvarpinu þessa stundina. Þótt það sé frábært að geta horft á útsendinguna í gegnum netið þá er tengingin ekki mjög stöðug. Og ef maður dettur út þá tekur stundum heillangan tíma að komast aftur í gegn.
Bíddu bíddu bíddu. Nú koma upplýsingar um að sjónvarpið sé ekki sent út í beinni eins og er. Á ég að trúa því að þeir séu hættir að senda út? Og enn eftir að koma tölur? Hvurslags þjónusta er þetta við okkur í útlöndum. Við erum þau einu sem erum vel vakandi og þá er útsendingin tekin frá manni. Það er best ég kvarti við rúv.
Ég vona bara að ég vakni á morgun við þær fréttir að stjórnin sé fallin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við tökum þetta
12.5.2007 | 20:06
Vanalega held ég með Norðurlandabúum þegar þeir keppa á móti öðrum þjóðum í íþróttum en það gengur nú ekki þegar Kanada á í hlut. Ég er orðin hálf kanadísk, enda búin að búa hér í tæp átta ár, og þeir sem hafa séð bloggið mitt undanfarið vita að hokkíið skiptir mig máli. Við Kanadamenn munum taka Finnana í nefið í úrslitunum.
![]() |
Kanadamenn og Finnar keppa til úrslita á HM í íshokkí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dómaraasni
12.5.2007 | 04:41
Á fimmtudagskvöldið varð ég vitni að verstu dómgæslu í knattspyrnu sem ég hef nokkru sinnum séð. Um leið og ég sá dómarann hafði ég áhyggjur því ég vissi að hann hafði dæmt hjá okkur áður og ég hafði þessa óljósu minningu um að hann hefði verið mjög slæmur. Ekki batnaði það þegar dómarinn fór að hita upp markvörð hins liðsins með því að skjóta á hana. Okkur þótti það mjög undarlegt svo vægt sé til orða tekið.
Við byrjuðum leikinn af miklu krafti, sóttum stanslaust og uppskárum mark eftir tæpar tíu mínútur. Eftir það var dómarinn með flautuna í kjaftinum og flautaði á allt, ég endurtek ALLT. Við máttum ekki snerta hinar stelpurnar svo hann flautaði ekki. Og hann útskýrði aldrei hvað var að. Stoppaði bara leikinn, gaf hinum boltann og við vissum ekki neitt. Hann flautaði aldrei á þær, sama hvað þær gerðu. Hann sleppti til dæmis að flauta þegar Benitu var hent til hliðar innan vítateigs en flautaði svo á Sonyu þegar nuddaðist aðeins utan í eina stelpuna. Ekki nóg með það, hann hljóp gargandi vitlaus til hennar og sagði að hún fengi ekki spjald núna en hún skildi passa sig. Síðan hélt hann ræðu yfir okkar liði og sagði að við værum allt of grófar og þetta gengi ekki. Við erum ekki grófar, höfum aldrei verið. Höfum fengið eitt gult spjald á fjórum árum og það gerðist áður en ég gekk til liðs við Presto - sem sagt, í einum af fyrstu fjóru leikjum liðsins. Stelpan sem Sonya á að hafa brotið svona gróflega á kom til mín og sagði að Sonya hefði varla snert sig. Þetta hélt svona áfram, við máttum ekkert gera án þess að flautað væri. Einu sinn datt ein stelpan hjá okkur og þegar hún stóð upp flautaði hann aukaspyrnu á hana. Enginn viss hvað hún átti að hafa gert. Hann útskýrði aldrei neitt. Stelpurnar í hinu liðinu sáu þetta jafnvel og við og voru farnar að yppta öxlum þegar við litum á þær. Það versta var að liðið mitt hrundi við þetta mótlæti og hinar skoruðu þrisvar. Enda þorðu varnarmenn okkar ekki í þær því dómarinn var farinn að öskra á þær að hann myndi reka þær útaf. Þetta var hræðilegt. Hann dæmdi til dæmis hendi á stelpu hjá okkur sem hélt hendinni yfir brjóstunum, en ekki á stelpu hjá þeim sem tók boltann með hendi yfir höfðinu á sér. Augljóst öllum á svæðinu. Hann dæmdi einu sinni á mig þegar ég reyndi að ná boltanum innan vítateigs hins liðsins og ég og varnarstelpa skullum saman. Ég varð alveg vaðvitlaus enda hef ég rekist á við aðrar stelpur í fótbolta í mörg ár og aldrei nokkurn tímann hefur verið dæmt á það. Enda er útilokað að stoppa þegar tvær manneskjur fara á eftir sama boltanum. ég spurði hvernig í ósköpunum hann héldi að ég hefði getað stoppað og hvað sagði asninn: Þú átt ekki að fara á eftir boltanum ef þú getur ekki stoppað.
Í hálfleik töluðum við um að kvarta til deilarinnar, dómarinn sem stóð nærri virðist hafa heyrt þetta því hann slakaði á í seinni hálfleik. en hann hélt áfram að flauta á alls konar fáránlega hluti. Eini munurinn var að hann flautaði nú stundum á hinar stelpurnar. þessi asni eyðilagði leikinn algjörlega. Við vorum mun betri allan tímann en töpuðum leiknum af því að við létum hann hafa áhrif á okkur.
Það var mjög athyglisvert að dómarinn talaði með sama framburði og þjálfari hins liðsins! Tilviljun?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Risessa????? Hvað með skessustelpa eða tröllstelpa
11.5.2007 | 18:00
Ég á þess ekki kost að sjá þetta götuleikhús en miðað við það sem ég sé á netinu er þetta mun skemmtilegra en bölv. risabrúðurnar sem vekja svo mikla athygli í Barcelona á septemberhátíð þeirra. Ég vil hins vegar kvarta yfir þessu nafni risessa. Ég geri mér grein fyrir að þetta er sett saman úr orðunum risi og prinsessa (eða geri alla vega ráð fyrir því) en þetta er samt sem áður algjör orðskrípi. Við eigum ógrynnin öll af ævintýrum þar sem talað er um risa og tröll og skessur og allan þann óþjóðalýð, og hvergi er talað um risessu. Ef ég man Búkollu rétt þá var stelpan þar nú bara skessustelpa eða tröllstelpa. Því ekki nota gömul og góð orð sem þegar eru til. Je minn góður, hvað ef fólk fer að nota þetta orð almennt:
Segir þá skessan við risessuna: "Farðu heim risessa og náðu í stóra nautið hans föður þíns"
Púkinn er heldur ekki hrifinn af þessu orði því hann merkir það sem vitleysu þegar ég renni honum yfir það sem ég hef skrifað. Sko, við púkinn erum sammála.
![]() |
Þúsundir fylgdust með risabrúðu á gönguför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyndin mynd
9.5.2007 | 07:48
Þessi mynd hefur tröllriðið netinu undanfarna daga og komst meira að segja í sjónvarpið. Ég býst við að það sem gefið er í skyn hér sé að markvörðurinn Roberto Luongo hafi verið eini liðsmaður Vancouver í úrslitunum. Aðrir hafi hreinlega verið annars staðar. Það eru auðvitað ýkjur en enginn efast um að hann hafi verið langbestur - enda er hann tilnefndur til þriggja verðlauna í deildinni.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
American Idol nálgast endalokin.
9.5.2007 | 05:09
Í kvöld var BeeGees kvöld í American Idol og ég komst að því að BeeGees lögin eiga það sameiginlegt með Bítlalögunum að þeim má helst ekki breyta. Þau verða að vera eins og þau voru skrifuðog flutt. Þannig eru þau fullkomin. Keppendurnir fjórir sem eftir eru fluttu tvö lög hver og öll reyndu þau að gera eitthvað nýtt og spennandi við gömlu BeeGees lögin og það gekk ekkert sérlega vel. Enginn var glimrandi.
Það verður annars spennandi að sjá hver dettur út næst því þetta er sú umferð sem hefur sjokkerað flesta. Í fyrra datt Chris Daughtry út í þessari umferð og hann á nú plötu á topp 10 listanum og hefur gert betur en nokkur frá því í fyrra. Í AI3 datt LaToya út í þessari umferð og í AI1 var það Tamyra Gray. Af þeim sem eftir eru í ár er það aðeins Melinda sem gæti valdið slíku sjokki ef hún dytti út. Hin þrjú hafa öll dottið neðarlega í eitt eða annað skiptið. Það þýðir hins vegar ekki að Melinda muni vinna. Jordan hefur unnið mjög á undanfarið og er orðin mjög vinsæl, og Blake á stóran aðdáendahóp. Þá hlýtur það að hafa einhver áhrif að hann er einu strákurinn sem eftir er. Ég hef trú á að það verði LaKeesha sem dettur út í þessari viku.
Ég mun hins vegar ekki skrifa um það hver dettur út því mér skilst að þið á Íslandi sjáið ekki þáttinn fyrr en á mánudaginn.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dómur um nýjustu plötu Bjarkar
9.5.2007 | 01:46
Í Vancouver Sun í dag var dómur um nýjustu plötu Bjarkar (sem mun halda tónleika hér í borg síðar í mánuðinum). Svona hljómar dómurinn:
Bjork's strange and beautiful world
Singer's latest effort is energetic, fun and likely to be a welcome addition to her fans' playlists
Amy O'Brian, Vancouver Sun; Reuters
Published: Tuesday, May 08, 2007VOLTA
Bjork
Atlantic/Warner

Volta is Bjork's sixth self-produced album.
Rating 3 1/2
Bjork hasn't made a name for herself with easy pop tunes or infectious melodies. Instead, the Icelandic singer is often described as weird, inaccessible, pretentious and outlandish. But those labels don't seem to bother her in the least, because she continues to make music that is all of the above -- which isn't to say that it's bad.
Volta, her self-produced sixth album, is no exception. It's filled with disjointed and discordant sounds and rhythms that can be off-putting. It also includes some beautiful moments that include ocean sounds, pouring rain and a groaning foghorn. And there are also dramatic, orchestral-sounding horns; the rich deep voice of Antony (of Antony and the Johnsons); and the familiar hiccuping beats of hip-hop producer Timbaland (of Justin Timberlake and Nelly Furtado fame).
Bjork's unmistakable voice lurches and screams and soars through the 10 tracks on Volta, which was recorded in several locales, from the 23rd floor of the W hotel in San Francisco to a cabin in Thingvellir, Iceland.
She has said of this album that she wanted to make it rhythmic, energetic and fun, which she has accomplished, though the rhythms are so unusual that "rhythmic" is not the first adjective that comes to mind.
Innocence, one of two tracks produced by Timbaland, is one of the most likable and accessible, likely because of the recognizable beats from the hip-hop producer. It's a fun, lighter track that has Bjork singing in a higher voice and guttural growl familiar from earlier albums.
The Dull Flame of Desire is another highlight. It begins with dramatic horns and builds to a romantic (if odd) duet between Bjork and Antony. It has a theatrical stage quality to it that evokes images of a heart-wrenching third act during which someone dies of a broken heart.
Declare Independence is a political call to arms that has Bjork sounding fiery and angry as drum and cymbal sounds clash behind her. The album closes on a quieter note with My Juvenile, another successful collaboration with Antony that includes a clavichord, but few other instrumental embellishments.
If you've never liked Bjork's distinct sound, this album is unlikely to change your mind. But for fans who have been with her since Debut and Post, this album is likely to be a welcome addition to their Bjork playlists.
Amy O'Brian, Vancouver Sun
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)