Hvað með mig?
15.3.2007 | 21:57
Ég mun nú líka alltaf elska Paul og fæ samt engar millur frá honum.
Og ég fékk ekki einu sinni að sofa hjá honum eins og Heather sem er nú reyndar allt í lagi, þegar ég hugsa málið. Hann er orðinn svo assgoti gamall. Ég vildi fá að sofa hjá ungum Paul en þar sem ég var ekki fædd þá, þá var það víst ekki hægt.
![]() |
Mills: Ég mun alltaf elska Paul" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vote for the worst
14.3.2007 | 06:21
Það er athyglisvert að fylgjast með þáttum eins og American Idol þar sem almenningur ræður hvernig fer. Í síðustu tvö skiptin hef ég búist við að Sanjaya Malakar dytti út, og á viðbrögðum hans sjálfs að sjá virðist sem hann hafi sjálfur búist við því. En hann hangir inni, þrátt fyrir að vera í mesta lagi meðalgóður söngvari. Fyrst hélt ég að það væri vegna þess að hann er ungur og sætur og gæti því höfðað til lítilla stelpna og eldri kvenna. En það virðist vera meira þarna á ferðinni. Samkvæmt nýjustu tölum frá http://www.dialidol.com, sem hingað til hafa spáð ótrúlega réttilega fyrir hvernig fer í hverri viku, er hann ekki bara öruggur áfram heldur virðist vera í öðru til fjórða sæti, og það þrátt fyrir að hafa enn og aftur verið hundlélegur. Það hvarflaði því að mér að aftur væri komið í gang átak til þess að kjósa VERSTA söngvarann. Í fyrra hékk Kevin Covas (chicken little) lengi vel inni vegna þessa átaks. Þannig að ég fór á síðuna http://www.votefortheworst.com og jújú, Sanjaya Malakar maður dagsins á síðunni.
Hér kemur lýsing á átakinu:
We're back! Votefortheworst.com was started in 2004 to support voting for the entertaining contestants who the producers would hate to see win on American Idol. Why do we do it? During the initial auditions, the producers of Idol only let certain people through. Many good people are turned away and many bad singers are kept around to see Simon, Paula, and Randy so that America will be entertained.
Now why do the producers do this? It's simple: American Idol is not about singing at all, it's about making good reality TV and enjoying the cheesy, guilty pleasure of watching bad singing. We agree that a fish out of water is entertaining, and we want to acknowledge this fact by encouraging people to make an even funnier show by helping the amusing antagonists stick around. VFTW sees keeping these contestants around as a golden opportunity to make a funnier show.
Á myndinni til hægri má sjá Taylor Hicks með bol frá heimasíðunni. Ef ég man rétt var hann valinn strax eða fljótlega eftir að Kevin datt út og hélt stöðu sinni það sem eftir var.
Ég held að Melinda Doolittle og LaKeasha séu sennilega betri söngvarar en nokkur í American Idol í fyrra, en samt finnst mér keppnin í ár ekki lofa eins góðu og þá. Taylor, Chris og Elliot voru allir frábærir, en svo var þarna líka fólk eins og Katharyn, Kelly Pickler, Ace, Bucky, Mendisa... Reyndar eru bæði Melinda og LaKeasha frábærar svo það verður eflaust gaman að fylgjast með þeim. Þá er Jordin mjög góð. Þessar þrjár ættu allar að komast á verðlaunapall, ef svo má segja. Blake og Chris R eru áhugaverðir og Phil var betri en ég bjóst við (hef alltaf misst af honum hingað til). En ég er strax búin að gleyma hinum (nema Sanjaya auðvitað).
Annars mæli ég eindregið með því að allir þeir sem hafa pínulítið gaman af þessum idol-þáttum (já og kannski líka þeir sem hata þá) kíki á þessi skrif hér: http://www.votefortheworst.com/node/33
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hilmar Örn tilnefndur til Genie verðlauna
13.3.2007 | 05:44
Ég var að kíkja á tilnefningarnar til kanadísku Genie verðlaunanna, sem eru óskarsverðlaunin hérna hjá Kanadamönnum. Kvikmynd Sturlu Gunnarssonar Bjólfskviða fékk þrjár tilnefningar, og þar á meðal var Hilmar Örn Hilmarsson tilnefndur fyrir tónlistina í myndinni. Þetta var sjálfsagt í íslenskum fréttum fyrir löngu en ég vissi ekki af þessu fyrr. Gleymdi alveg að fylgjast með að þessu sinni.
Því miður fékk Hilmar ekki verðlaunin heldur Jean Robitaille
Hinar tilnefningar myndarinnar voru þessar: Jan Kisser er tilnefndur fyrir það sem á ensku kallast cinematography og Jane Tattersall, Barry GIlmore, David McCallum, Donna Powell og Dave Rose eru tilnefnd fyrir hljóðblöndun. Þessir aðiljar töpuðu líka.
Í öðrum fréttum af Genie tilnefningum ber að nefna að Stephen McHattie var tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki. Það veit ábyggilega enginn Íslendingur hver Stephan McHattie er nema ég, en ef einhverjir muna eftir þáttunum um Emily of New Moon þá get ég nefnt að hann var frændinn. Hann var líka Frank Coscarella í Cold Squad þáttunum sem ég hef áður minnst á á þessu bloggi. Ég byrjaði að horfa á Cold Squad út af McHattie. Hann er virkilega góður leikari.
Og góðu fréttirnar.....Hann VANN.
Miðað við tilnefningar eru helstu kanadísku kvikmyndirnar þessar
Maurice Richard/The Rocket = 13
og
Bon Cop, Bad cop = 11
Bon Cop, Bad cop var hins vegar valin besta myndin.
Ég hef hvoruga séð enda fer lítið fyrir kanadískum myndum í bíóhúsum. Vanalega komast þær á kvikmyndahátíðar en sjaldan í almenna sýningu. Kanadamenn vantar hreykni Íslendinga þegar kemur að heimilisiðnaði. Heima fara allir á íslenskar bíómyndir. Ég er ánægð með það.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 05:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The Amazing Race
12.3.2007 | 03:59
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Klukkubreyting
11.3.2007 | 23:16
Ég vil vekja athygli allra á því að nú er búið að færa klukkuna fram hér vestra. Við töpuðum sem sagt einum klukkutíma í nótt. Ég skildi ekkert í því þegar ég sat við tölvuna fyrr í dag að hún var að verða eitt. Ég var viss um að ég hefði ekki eytt fjórum klukkutímum í vitleysu og samt hafði ég vaknað um níu leytið. Það tók mig smá tíma að fatta að búið var að breyta klukkunni og makkinn minn er svo sniðugur að hann gerði það sjálfkrafa fyrir mig. Ég varð því að ganga um húsið og breyta öllum öðrum klukkum, sem eru ótrúlega margar: Eldhúsklukka, vekjaraklukka, tvö úr, klukkan á vídeóinu, klukkan á heimasímanum og farsímanum... Raftæki eiga að færa þetta til sjálf en þau eru flest þannig stillt að þau breyti klukkunni fyrsta sunnudag í apríl. Nú var klukkunni hins vegar breytt þremur vikum fyrr. Og af hverju? Af því að Bandaríkjamenn gerðu það. Hvers vegna þeir gerðu það veit ég ekki. Heyrði að það ætti að spara rafmagn. Alla vega, búin að breyta klukkunum, farin að jafna mig á því að klukkutími var tekinn úr sólarhringnum og þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu fyrr en á hrekkjavökunni þegar þeir breyta klukkunni aftur til baka.
Margir vilja hætta þessu veseni með klukkuna. Ég bendi þá auðvitað á að henni er ekki breytt heima, en þarf svo að bæta við að það breyti heldur engu þar. Annað hvort er myrkur langt fram eftir morgni eða bjart alla nóttina. Ekki þess virði að breyta klukkunni til þess að fá dagsbirti lengur á smá tíma að vori og hausti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kanavitleysingarnir
10.3.2007 | 18:01
Mikið eru Bandaríkjamenn alltaf vitlausir. Í hvert skipti sem ég sest niður og les blaðið á morgnana les ég einhverjar fréttir sem bera vitni ofsækisbrjálæðis þeirra, mikilmennskubrjálæðis, tvískinnungs... Ég gæti haldið svona áfram.
Í blaðinu í morgun var lítil frétt um það að Bandaríkjamenn telja að þeir þurfi að fylgjast betur með innflytjendaeftirlitinu í Kanada því að það sé alls ekki nógu gott. Kanadamenn séu að sjálfsögðu hluti af Breska samveldinu og vegna þess hleypi þeir inní landið fólki frá Bretlandi þar sem búa margir hryðjuverkamenn. Sagði í fréttinni að Bandaríkjamenn þyrftu í minnsta lagi að vera svolítið taugastrekktir yfir því hversu lítið eftirlit sé í Kanada. Hugsanlega þurfi því að herða mjög landamæraeftirlit milli landanna. Þetta er ekki nýr söngur hjá Könunum. Eftir 11. sept. voru þeir vissir um að hryðjuverkamennirnir hafi flestir komið í gegnum Kanada. Í raun kom að í mesta lagi einn flaug inn í landið í gengum Kanada, hinir bjuggu nú flestir í Bandaríkjunum. Einhvern veginn kemur allt slæmt að utan, og helst héðan að norðan. Ég veit ekki nákvæmlega hvaðan þessi illskiljanlega hugmynd Bandaríkjamanna um Kanada kemur.
Fyrir um þremur árum kom upp tilfelli kúariðu í Alberta í Kanada og Bandaríkjamenn lokuðu landamærunum umsvifalaust fyrir öllum viðskiptum með kjöt. Blöðin syðra voru með stórar fyrirsagnir um kanadískt kjöt. Ég held að ekkert blaðanna hafi sagt frá þeirri staðreynd að viðkomandi kýr hafði verið keypt frá Bandaríkjunum innan við ári áður en riðan fannst í henni. Líkurnar á því að riðan hafi komið í kúna sunnan við landamærin voru því rétt eins miklar. En þetta breytti ekki viðskiptabanninu sem hélst í marga máuði, ef ekki ár, þar á eftir.
Önnur grein sem ég las í blaðinu í morgun, ekki síður skemmtileg, var um Newt Gingrich, einn kandidat Repúblikana til forsetaembættisins. Hann var sá sem stóð fremstur í fylkingu Repúblikana þegar þeir réðust sem harkalegast gegn Bill Clinton vegna Monicu Lewinsky málsins. Nú hefur Gingrich játað að hafa verið að halda fram hjá konunni sinni einmitt þegar hann barðist sem harðast gegn Clinton fyrir það sama. Hann síðar skildi við konuna sína og giftist viðhaldinu. Sú nýja er reyndar þriðja konan hans því hann fór að halda við konu númer tvö þegar hann var enn giftur konu eitt. Skildi svo við þá konu þegar hún lá á sjúkrahúsi með krabba. Skemmtilegur náungi Gingrich. Og greinilega fullur heilinda. Ef hann verður forsetaefni Repúblikana þá ætti leikurinn að vera léttur fyrir Hillary/Obama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott að heyra
9.3.2007 | 16:39
Í morgun fékk ég tölvupóst frá Kýpverskri stelpu sem er með mér í skóla, þar sem hún tilkynnti félögum sínum fréttirnar af falli Ledra múrsins. Þetta var búið að vera hennar draumur frá því hún var barn. Ég kom af fjöllum. Hafði aldrei heyrt um að Kýpur hefði svona múr. Vissi bara um Berlínarmúrinn. Ég er alltaf að taka eftir því hversu mikið vantar í raun á vitneskju manns um það sem aðrir þurfa að ganga í gegnum. Allir vissu af Berlínarmúrnum og fögnuðu þegar hann var tekinn niður. Sennilega af því að þar var verið að taka niður múrinn á milli kommúnisma og kapítalisma. Hugtök sem öllum eru nær. En á Kýpur skildi múrinn að Grikki og Tyrki - sem sagt, ekki mjög táknrænt fyrir heimsveldisstefnur og skipti okkur þar af minna máli.
Þetta minnir mig á þegar fólk er að segja að auðvitað hefðu Bandaríkjamenn þurft að ráðast inn í Írak því Hussein væri skrímsli og hræðilegir hlutir að gerast þar (ég heyrði það ekki á Íslandi - bara hér ytra). Ég spurði þetta fólk þá af því af hverju Bandaríkin réðust aldrei inn í Alsír þegar borgarastyrjöldin geysaði þar. Þar voru hundruð þúsunda drepin, þar á meðal konur og börn. Ég las einu sinni frétt um að fimm börn hafi verið skorin á háls þegar þau stoppuðu á leið heim frá skóla til að huga að kindunum sínum. Amnesty International reyndi að vekja athygli á þessu en stórþjóðum heims var alveg sama. Enda borgarastríðið í norðurhlutanum en olía streymdi óhindrað út úr Sahara í suðurhlutanum. Það eru efnahagslegir hlutir sem ráða en ekki endilega mannúðlegir.
Ég er ekki að segja að neinn hefði átt að gera neitt í Kýpur. Reyndar virðist sem Sameinuðu Þjóðirnar hafi eitthvað reynt að miðla málum. Ég er bara að segja að ég vissi ekki einu sinni af þessu sem sjálfsagt er að mestu leyti mér að kenna. Kannski er það vegna þess að maður heyrir af svo miklu órétti í heiminum að það eina sem síast inn er það sem er endurtekið í sífellu. Og þetta hefur varla farið hátt.
![]() |
Veggur milli gríska og tyrkneska hluta Níkósíu rofinn að hluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvort bloggað er um fréttir eða persónulega hluti!
6.3.2007 | 19:53
Bloggið er svolítið eins og rússibani hjá manni...eða veðrið hæðir og lægðir. Ekki bara hvort maður bloggar eða ekki, heldur líka um hvað maður bloggar. Undanfarnar vikur hafði ég bloggað mikið um það sem ég las í fréttum, hvort heldur var á Mogganum eða kanadísku blöðunum, en nú síðustu daga hef ég ekki gert mikið af því. Það er annars vegar vegna þess að ég hef reynt að eyða ekki miklum tíma í það að lesa Moggann eða moggabloggin, því ég á að vera að skrifa doktorsritgerðina mína. Hins vegar er það vegna þess að það hefur ekki verið mjög margt í fréttum að undanförnu sem mig hefur langað að blogga um og ég vil ekki blogga um hluti bara til að blogga. Ég vil eingöngu blogga um þá ef þeir hreyfa eitthvað við mér.
Það hafa reyndar komið upp nokkur mál sem eru athyglisverð að undanförnu. Eitt þeirra t.d. gengur út á að lítilli stelpu í Quebec var bannað að spila á fótboltamóti því hún er múslimi og þarf því að vera með hijab (slæðu) um höfuðið. Dómari úrskurðaði það sem hættulegan (og óþarfan) útbúnað og ákvörðun hans var studd af Alþjóða knattspyrnusambandinu. Stelpunni var beinlínis sagt að hún yrði að velja á milli trúar og fótboltaiðkunar. Reyndar var tekið fram að dómarar hefðu nokkuð svigrúm í þessum málum og í ljós kom við athugun að það eru fyrst og fremst dómararnir í Quebec sem eru svona stífir. Ég veit til dæmis af eigin reynslu að ég spila alltaf með húfu og vettlinga ef kalt er úti og mér hefur aldrei verið bannað það. Reyndar er munurinn á hijab og húfu sá að hijab fer einnig í kringum hálsinn, en það er ábyggilega hægt að binda þetta þannig að engin hætta sé á að neinn rífi í útbúnaðinn og kyrki hana (sem ég geri ráð fyrir að liggi að baki þessu, nema það séu bara fordómar)
Hér koma hlekkir á þessa frétt: http://www.cbc.ca/canada/ottawa/story/2007/02/25/hijab-soccer.html
En aftur að fyrra máli. Ég var að segja að ég hef lítið bloggað um fréttir að undanförnu. Í staðinn hef ég bloggað meira um hvað ég hef verið að gera (spila fótbolta, göngutúr niður í bæ, o.s.frv.). Það hefur næstum enginn áhuga á að lesa slík blogg og ég sé hvernig heimsóknum fækkar um mörg hundruð prósent ef ég skrifa um hluti sem ekki eru fréttatengdir. En stundum eru það einmitt þessir hlutir sem ég vil skrifa um. Nú langar mig til dæmis að minnast á að ég hef verið býsna dugleg að klifra að undanförnu, því þótt það taki tíma frá náminu þá finnst mér ég læra meira og geta einbeitt mér betur ef ég stunda íþróttir. Og klifrið er alveg súper því maður styrkir líkama og sál. Ég hef líka staðið mig býsna vel að undanförnu. Hef verið að klifra meira í hærri skala. Í gær klifraði ég t.d. enga leið undir 5.10a og klifraði meira að segja eina 5.11a, auk 5.10d sem ég náði að klifra hreint. Býsna hreint ánægð með mig.
Við vorum þrjár saman í gær (Laura kom með okkur Marion) svo ég greip myndavélina með mér þar sem við vorum með aukamanneskju sem gæti tekið myndir. Set inn tvær myndir af mér að klifra 5.10c.
Bloggar | Breytt 7.3.2007 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um Starbucks
5.3.2007 | 17:47
Í síðustu viku voru liðin tuttugu ár frá því Starbucks opnaði fyrsta kaffihúsið sitt í Vancouver. Þetta var mjög mikilvægt skref fyrir keðjuna því þetta var fyrsta kaffihúsið sem opnað var utan Seattle og var talið að útkoman í Vancouver myndi segja fyrir um hvort þýddi að opna á öðrum stöðum í Norður Ameríku. Nú eru 87 Starbucks kaffihús í Vancouverborg, 729 í Kanada og 13,168 í öllum heiminum. Plön eru um að opna 40,000 ný hús á næstu tíu árunum.
Í síðustu viku ákvað ég að fara í langan göngutúr og labbaði heiman frá mér og ofan í bæ. Niðri í bæ labbaði ég um í svolítinn tíma áður en ég labbaði af stað heimleiðis á ný. Það tekur um einn og hálfan klukkutíma að labba niður í bæ frá mér, en ég var líklega heldur lengur á leiðinni því ég labbaði eftir ströndinni í stað þess að fara stystu leið. Þegar ég kom niður í Kitsilano hverfið sem er á milli Point Gray, þar sem ég bý, og miðbæjarins, sá ég fyrsta Starbucks kaffihúsið á leiðinni og áður en yfirlauk var ég búin að labba fram hjá tíu Starbucks stöðum - þar af fimm niðri í bæ (og ég labbaði ekki fram hjá öllum Starbucks í miðbænum. Á einum stað eru Starbucks staðir sínum hvorum megin við götuna. Það minnir mig á atriði úr Best in Show (ef þið eruð ekki búin að sjá þá mynd....horfa á hana). Hjón voru að lýsa því hvernig þau kynntust: Við sáumst fyrst á Starbucks. Ekki samt sama Starbucks. Nei, sko, ég var á einum Starbucks og hún var á öðrum Starbucks hinum megin ivð götuna.
Mörgum er illa við keðjur eins og Starbucks en eins og ég held ég hafi skrifað um áður hér á blogginu þá er mér sagt að kaffi í Norður Ameríku hafi verið ódrekkandi áður en Starbucks kom til. Og það er ennþá þannig að á mörgum veitingastöðum er kaffið svo lapþunnt að það er ódrekkandi. Ég sá skrif Íslendings nokkurs sem lýsti því yfir að fyrir komu Starbucks á markaðinn hafi eina drekkandi kaffið í landinu verið það sem Vestur Íslendingar brugguðu á heimilum sínum. Þannig að þú það sé gott að styrkja litla manninn gegn stóru keðjunum þá er ekki alltaf hægt að vera á móti þeim stóru. Ekki þegar þeir breyta einhverju til hins góða.
Annars verð ég að minnast á Simpsons þáttinn þar sem Simpson fjölskyldan fór í Kringluna og á meðan þau voru þar opnuðu stanslaust nýir Starbucks staðir þannig að þegar þau fóru var eingöngu Starbucks í húsnæðinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins sigur
5.3.2007 | 04:22
Það var kominn tími til að liðið mitt sýndi almennilega takta á fótboltavellinum, enda orðið býsna langt síðan við unnum leik. Einhvern tímann fyrir jólin. Og nei, ég er hvorki að tala um Þór Akureyri, né Arsenal, heldur alvöruliðið mitt, þ.e. liðið sem ég spila sjálf með - Vancouver Presto. Við spilum í fjórðu deildhópur kvenna sem flestar eru á fertugsaldri (örfáar þar undir, örfáar þar yfir). Við höfum spilað býsna vel í vetur en vorum svo óheppnar að vera í mjög sterkum riðli þannig að þótt við höfum spilað mun betri bolta í vetur en við gerðum í fyrravetur, höfum við unnið miklu færri leiki. Sjálf hef ég ekki staðið mig nógu vel. Síðastliðin þrjú ár hef ég verið aðalmarkaskorarinn, skoraði næstum því í hverjum leik, en í vetur hef ég mikið verið lasin, auk þess að hafa verið meidd í nokkrar vikur og svo missti ég af þó nokkrum leikjum vegna þess að ég var á ráðstefnum. Og til að gera illt verra þá var ég oft látin spila vinstri framvörð í stað hægri, og einhverra hluta vegna finn ég mig aldrei í þeirri stöðu. En þetta eru auðvitað engar afsakanir. í dag náði ég loks að skora og reyndar býsna fallegt mark. Það reyndist eina mark leiksins þannig að ég hrökk í gang á réttum tíma.
Nú er bara að halda þessum takti og taka næsta leik líka. Sérstaklega vegna þess að við erum nú í úrslitakeppni þannig að ef við vinnum ekki um næstu helgi þá erum við komnar í frí þar til sumarvertíðin hefst í maí.
(Setti inn mynd frá því í fyrra. Finnst hún fyndin)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)