Að vera að vera ekki dræsa
20.3.2007 | 15:33
Þetta Conrad Black mál er allt saman mjög athyglisvert, enda Black stórríkur og á vini eins og Donald Trump og fleiri. Alla vega á Trump að bera vitni í málinu gegn Black og ég alla vega tók því þannig að hann væri þar fyrir hönd verjanda sem karaktervitni. En kannski misskidi ég eitthvað. Það er auðvelt að misskilja það sem þarna fer fram.
Fjölmiðlum hefur ábyggilega verið kætt við þessi ummæli lafði Barböru.
Þetta hefur hins vegar orðið að myndefni í bíómynd sem annað hvort er í vinnslu eða er komin út. Ég man ekki hvort. Vanalega er það þannig vestanhafs að öll svona mál sem vekja þokkalega athygli verða fyrst að lélegum sjónvarpsmyndum (samanber Martha Stewart story, ofl.) og ef þær koma þokkalega út verður oft alvöru bíómynd gerð eftir efninu.
Ég hef líka tekið eftir að þeir sem skrifa fyrir Law and Order eru duglegir að nota sér alvöru mál úr fréttunum í sína þætti.
![]() |
Lafði Black neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennandi
20.3.2007 | 05:57
Þessi Google sími verður að vera hrikalega flottur ef hann á að komast með tærnar þar sem nýji iPhone síminn hefur hælana. Ef þið eruð ekki búin að sjá kynninguna á iPhone, þá getið þið séð hana hér: http://www.apple.is/myndir/applefrettir/iPhone_UI.mov
Mig langar svoooooo mikið í svona síma. En ég á enga peninga þannig að það mun nú ekki gerast á næstunni. Nema ég vinni í lottó. En það mun varla gerast á meðan ég spila ekki!!!
![]() |
Segja Google vera að þróa farsíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég sé af hverju
19.3.2007 | 00:26
Það er nú bara af því að hann er algjör dúlla að sjá þessi Jyrki Katainen. Jafnvel ég myndi freistast til að kjósa hægrimenn ef þeir litu svona út hér. Bara til að geta horft á eitthvað fallegt þegar verið væri að sýna frá Alþingi. Annars er forsætisráðherra þeirra Finna ekki ófríður að sjá heldur. Mikið er gaman hjá Finnum.
Lítið svo á það sem okkur stendur til boða.
![]() |
Hægrimenn sigurvegarar kosninganna í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég og He-Man
18.3.2007 | 23:07
Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég á bloggið eitthvað um það hversu mikil kvikmyndaborg Vancouver er og hvernig maður rekst alltaf af og til á þekkt andlit úti á götu. Það sem kom þeim bollaleggingum af stað í það skiptið var það að ég hafði verið að hlaupa niðri á Spanish Banks ströndinni og sá þá leikarann Garry Chalk þar sem hann sat á spjalli við einhvern kunningja sinn. Ég var mjög ánægð með þetta enda er ég hrifin af herra Chalk. Hafði alltaf gaman af honum í Cold Squad og sé honum af og til bregða fyrir í ýmsum kvimyndum og sjónvarpsþáttum, sérstaklega þeim sem eru kvikmyndaðir hér í Vancouver. Fólki til glöggvunar set ég hér inn mynd af honum í hlutverki Colonol Chekov í þáttunum Stargate SG1. Reyndar er má einnig geta þess að hann var sjálfur He-Man, master of the universe, í þáttunum sem gerðir voru í kringum 1990. Ég man að Sverrir, bróðursonur minn, var mikill He-man aðdáandi þegar hann var lítill. Man reyndar ekki hvort var farið að döbba barnaefni þá en ef svo var þá hefur maður víst aldrei heyrt í Garry Chalk á þeim árum.
Alla vega, ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta aftur núna er ekki það að ég sé enn að velta mér uppúr því að hafa séð hann á ströndinni fyrir nokkrum vikum heldur vegna þess að ég rakst á hann aftur í dag. Ég var að koma heim eftir fótboltaleik og af því veðrið var svo yndislegt ákvað ég að labba heim eftir ströndinni og njóta veðursins aðeins. Labbaði fyrst eftir Jericho strönd og síðan yfir á Spanish Banks. Þegar ég fór að nálgast Sasamat, sem er gatan sem liggur frá ströndinni og að húsinu mínu sá ég kunnuglegan mann sitja á bekk og njóta sólarinnar. Gat séð langt frá að þetta var enginn annar en herra Chalk sjálfur. Hann var sportlegur í gallabuxum og svörtum jakka með dökk sólgleraugu en það var vel sjáanlegt að hárið hefur bæði þynnst meir og gránað og ýstran heldur aukist. Mig dauðlangaði að spjalla við hann en gerði það ekki. Bæði vegna þess að maður á að gefa fólki frið, en kannski aðallega vegna þess að ég hreinlega þorði það ekki. Allt of feimin.
Ef ég rekst á hann aftur, sem er ekkert ólíklegt því við virðumst álíka hrifin af Spanish Banks, þá verð ég að fara til hans og segja: Við verðum að hætta að hittast svona Mr. Chalk. Fólk er búið að komast að þessu með hundinn."
Reyndar benti pabbi mér á að það er smá möguleiki á að Garry Chalk þekki ekki Ladda og Jón Spæjó. Það þykir mér nú ekki sennilegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk verður hreinlega að fá að pissa
17.3.2007 | 22:31
Einhvern tímann var mér sagt að það væri hreinlega hættulegt fyrir blöðruna að halda í sér of lengi.
Þegar ég var í grunnskóla var strákur í bekk með mér sem var ekki mikið fyrir lærdóminn og fann sér því upp hinar ýmsu afsakanir til þess að fara fram á gang. Oftast var það til að fá að fara á klósettið. Vissu náttúrulega allir að hann var svo bara að þvæla fram á gangi. Eitt árið þegar við vorum tíu ára var hann búinn að biðja óvenju oft um að fá að fara á klósettið og loks sagði kennarinn nei. Hann færi ekkert fram. Strákur svaraði þá því að þá myndi hann bara pissa í hornið, og kennarinn, sem augljóslega trúði honum ekki sagði honum að gjöra svo vel. En stráksi fór þá bara út í horn, tók litla vininn út og pissaði á gólfið. Á gólfinu var teppi og lyktin var því all skemmtileg á eftir.
En af því að fréttin var nú um rútuferð þá er mér líka minnisstætt þegar ég var að ferðast um Ítalíu í hóp með hundrað menntskælingum frá Akureyri. Þetta var árið 1988, áður en bjórinn var leyfður og var því mikið drukkið í þessarri ferð. Rúturnar tvær sem við ferðuðumst í höfðu hins vegar engin klósett enda það sjaldgæft á þessum árum, og pissustopp voru fá enda virtist lítið um bensínstöðvar og þvíumlíkt á þjóðvegum Ítalíu. Eitt skiptið var það svo að Guðrún Helga frænka mín var komin alveg í spreng og beðið var um pissustopp við fyrsta tækifæri. En tíminn leið og ekkert gerðist. Við ókum ekki fram hjá einni einustu búllu þar sem hægt var að stoppa, og ekki mátti stoppa úti á þjóðvegi enda hraðbraut mikil. Þegar loks kom að stoppi var öskrað yfir í hina rútuna að Guðrún yrði að fá að komast fyrst á klósett. Hún var hins vegar svo mikið í spreng að hún gat ekki einu sinni gengið almennilega. Svo ég held það hafi tekið hana alla vega fimm mínútur að staulast út úr rútunni og að almenningsklósettinu (sem voru tvö, eitt fyrir karla og eitt fyrir konur. Deilið síðan hundrað ungmennum með bjór niður á þessi tvö klósett og þá getið þið ímyndað ykkur hvesu langt þetta pissustopp var.)
Þvílík bylting þessar rútur sem hafa klósett í þeim.
![]() |
Pissaði á rútugólfið þegar bílstjórinn neitaði að stoppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hættur við æfingar
17.3.2007 | 22:22
Það er vonandi að allt hafi farið að óskum hjá æfingu læknanema enda slíkar æfingar augljóslega mjög mikilvægar.
Það fór verr hjá lögrelunni í Vestur-Vancouver nú í vikunni þegar sett var á svið æfing til þess að handsama hættulegan glæpamann. Leikari var sendur á ákveðið svæði snemma að morgni þegar fáir voru á ferli og lögreglan fékk síðan lýsingu á manninum og átti að æfa handtökuna. Það fór hins vegar ekki betur en svo að mannræfill á leið til vinnu, sem svo illa vildi til að líktist leikaranum í klæðaburði og og líkamsburði, vissi ekki fyrr en vopnaðir lögreglumenn réðust á hann, handjörnuðu hann og öskruðu á hann í sífellu. Kom fram í fréttinni að manngreyið væri ekki enn kominn til vinnu sinnar enda sjokkeraður mjög. Lögregluyfirvöld eru líka hálfsjokkeruð á þessum mistökum en benda á að æfingar sem þessar séu mjög mikilvægar svo hægt sé að þjálfa lögreglumennina í öllu því sem koma gæti fyrir.
![]() |
Læknanemar æfa viðbrögð við hamförum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stór áfangi í dómskerfinu
17.3.2007 | 21:11
Þetta eru frábærar fréttir enda sennilega fáir glæpir sem eins mikilvæg er að fyrnist ekki. Sérstaklega vegna þess að þolendur eru börn sem oftast geta ekki sagt frá því sem á þeirra hlut hefur verið gert, ýmist vegna þess að þeim hefur verið hótað eða vegna þess að þau skilja hreinlega ekki eðli glæpsins. Ofan á það bætast svo skömm og hræðsla. Því er nauðsynlegt að þessi börn geti leitað réttar síns þegar (og ef) þau öðlast það sem til þarfnast til að svo gerist, hvort sem það er nægilegt hugrekki eða eitthvað annað.
Athyglisvert annars að vændi til framfærslu hætti að vera ólöglegt? Hvað þýðir það nákvæmlega? Er vændi orðið löglegt eða er verið að færa brotið frá þeim sem selja vændi til þeirra sem kaupa það? Ég er viss um að ég get fundið upplýsingar um það einhvers staðar en í fréttinni sem ég las stóð ekkert nema að "vændi til framfærslu hættir að vera ólöglegt". Ég veit að í Kanada hefur verið rætt um að hætt að saksækja vændiskonur (og karla) og fara í staðinn að saksækja þá sem nýta sér þjónustu þeirra, svo og melludólgana. Athyglisverð hugmynd.
![]() |
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ellin og rósailmur
17.3.2007 | 03:23
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lesið nú fréttina almennilega
17.3.2007 | 00:05
Ég er búin að sjá að á mörgum bloggum er fólk að tala um oftúlkun Katrínar á þessum tölum og vísa þar allir í þessi 28% sem vilja sjá VG og Samfylkinguna saman í ríkisstjórn. Það er augljóst að þessir bloggarar, og margir þeir sem hafa síðan verið sammála þeim, hafa ekki nennt að horfa á viðtalið sem fylgir fréttinni. Þar kemur nefnilega fram að einnig var spurt beint út hvað flokk fólk vill sjá í ríkisstjórn og þar kemur fram að 64.5% kvenna og 55.7% karla (sem sagt tæp 60% allra) vilja sjá VG í næstu ríkisstjórn. Þetta er ekki nema um 0,3% lægra en hlutfall þeirra sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í næstu ríkisstjórn. Og ég held að ef um 60% vilja VG í ríkisstjórn þá sé Katrín ekki að oftúlka neitt. Fólk ætti nú að reyna að skoða alla frttina áður en það fer að skammast svona. Hér getið þið séð grafið sem sýnt var í viðtalinu við Katrínu:
![]() |
Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært
16.3.2007 | 21:48
![]() |
Máni Svavars tilnefndur til Emmy-verðlaunanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)