Fráfall séra Péturs

Ég sá það á bloggi Stefáns Friðriks að séra Pétur Þórarinsson í Laufási er látinn. Mikið er sorglegt að heyra það. Pétur var alveg yndislegur maður sem hafði svo margt að gefa og gerði svo mörgum gott.

péturHann var frændi minn en ég þekkti hann aldrei mjög vel. Mamma þekkti hann miklu betur og hún talaði alltaf svo vel um hann og af virðingu. Í gegnum árin hefur hún sagt mér helstu fréttir af Pétri og baráttu hans við sjúkdóminn, en ég hafði ekki heyrt neitt nýlega og því kom lát hans mér algjörlega að óvöru.

Ég sá hann síðast árið 2001 þegar hann var að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Ég var að koma frá Mývatnssveit með mömmu og pabba og Tim, þáverandi kærasta mínum, og við stoppuðum í Laufási til þess að halda upp á daginn með Pétri. Hann hafði í kringum sig fjölskyldu sína og bestu vini, en samt var hann svo glaður að sjá okkur. Þarna sat hann í sólinni, á hlaðinu heima, umvafinn ást og umhyggju. Þannig vil ég muna hann.

Ég sendi mínar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar.


American Idol komið á fullt

Í kvöld og í fyrra kvöld horfði ég á topp tíu strákana og topp tíu stelpurnar í American idol leitinni. Ég verð að segja að strákarnir eiga ekki séns í stelpurnar í ár Í fyrra var ár strákanna með Taylor, Chris og, æi, man ekki hvað hann hét þarna sá litli með skeggið. Núna eru alla vega fjórar stelpur betri en besti strákurinn (sem ég er ekki enn viss um hver er). 

Ef einhver sanngirni er í keppninni þá er þetta ár Melindu Doolittle. Hún var ótrúleg í kvöld. Hreint út sagt ótrúleg.

Aðrar góðar stelpur eru Jordan Sparks, Lakisha Jones, Stephanie Edwards og hugsanlega Sabrina Sloan. Bestu strákarnir eru sennilega Chris Richardson, Blake Lewis, hugsanlega Jared Cotter, AJ Tabaldo og Brandon Rogers. Ég held samt að þeir eigi bara engan séns. 

Það verður gaman að fylgjast með keppninni. Vona að það séu einhverjir bloggarar sem fylgjast með ædolinu svo ég hafi einhvern til að rökræða við. Hversu langt á eftir okkur eruð þið annars?


Stafavíxl

Munið þið eftir því þegar um netið gekk ljósum logum texti sem hélt því fram að það væri allt í lagi að rugla stöfunum í löngu orðunum, svo framarlega sem fyrsti og síðasti stafurinn væri á réttum stað. Ég fékk þennan texta sendan enn einu sinni í dag og ákvað þá að sýna svar sem einn kennarinn minn hér í UBC skrifaði við þessum texta.

Hér kemur fyrst upphaflegi textinn:

Aoccdrnig to a rsereach at an Elingsh uinervtisy, it deosn't mttaer in waht oredr the ltteers in a wrod are,the olny iprmoatnt tihng is taht frist and lsat ltteer is at the rghit pclae. The rset can be a toatl mses and you can sitll raed it wouthit porbelm. Tihs is bcuseae we do not raed ervey lteter by it slef but the wrod as a wlohe.

það er rétt, það er nokkuð auðvelt að skilja þennan text. En lítið nú á svar Bryans (sem mér skilst að gangi nú um vefinn líka sem "famous quote"):

Anidroccg to crad cniyrrag lcitsiugnis planoissefors at an uemannd utisreviny in Bsitirh Cibmuloa, and crartnoy to the duoibus cmials of the ueticnd rcraeseh, a slpmie, macinahcel ioisrevnn of ianretnl cretcarahs araepps sneiciffut to csufnoe the eadyrevy oekoolnr.

Ekki svo gott að skilja. Ég endaði á því að nota 'unscramble' heimasíðu (hér: http://www.unscramble.net/index.php) til þess að skilja allt. Sem sagt, það lítur ekki út fyrir að fyrsta staðhæfingin haldist.

Hér kemur afskrömbluð útgáfa af texta Bryans svo þið þurfið ekki að nota heimasíðuna:

According to card carrying linguistics professionals at an unnamed university in British Columbia and contrary to the dubious claims of the uncited research, a simple mechanical inversion of internal characters appears sufficient to confuse the everyday onlooker. 

 

 


Rjómaís og ólétta

Jæja dömur mínar. Nýjustu rannsóknir segja að ef þið viljið verða ófrískar, þá er um að gera að borða rjómaís.

Heilsugæsludeild Harvard skóla, sem fylgdi 18.555 heilbrigðum, giftum konum, komst að þeirri niðurstöðu að konur sem borðuðu fitusnauðar (eða fitulitlar) mjólkurafurðir, sérstaklega jógurt, sherbert og frosna jógúrt, voru 85 prósentum líklegri til þess að eiga í vandræðum með egglos en konur sem borðuðu fituríkar mjólkurafurðir.

Þannig að, ef þið eruð að hugsa um að eignast börn þá er um að gera að borða ís og drekka nýmjólk. Ég mæli endregið með Ben and Jerry's Chuncky monkey. Ef Ísland er enn of vitlaust til að selja Ben and Jerry's þá mæli ég með Haegendaz Dolce de leche....mmm good. 


Hvað voru þeir að hugsa?

Já, stundum er erfitt að elska þá.

mbl.is Arsenal og Chelsea ákærð og Eboue í slæmum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara áttatíu dagar....

shrek...þangað til nýja Shrek myndin verður tekin til sýninga. Þangað til, kíkið hingað: http://www.shrek.com/main.html

 


Kirkjublogg

Þessi mynd var í blaðinu mínu í morgun. Datt í hug að bloggarar hefðu gaman af henni.

 

godblog

 


Ertu klárari en fimmtubekkingur?

Í kvöld er að hefjast nýr spurningarþáttur vestra þar sem fullorðnir keppa hvor við annan, en allar spurningarnar eru úr skólabókum fimmta bekks. Ef þeir geta ekki svarað geta þeir leitað til hóps af fimmtubekkingum um hjálp. Ætlunin er vísast að sýna fólki hversu miklu maður er búinn að gleyma frá því maður var í barnaskóla. Vancouver Sun ræður fólk frá því að horfa á þennan þátt með börnunum sínum ef það vill ekki þurfa að skammast sín.

Spurningarnar eru í þessum dúr:

1. Hvert er stærsta landið í Suður Ameríku?

2. Rétt eða rangt: strúturinn er hraðastur allra fugla á fæti.

Reyndar er eitt mjög athyglisvert þegar ég les yfir spurningarnar. Það er hversu mikið erfiðara enskumælandi börn eiga að mörgu leyti en t.d. íslensk, vegna þess að málið þeirra eru ekki eins gagnsætt. sjáið t.d. muninn á eftirfarandi spurningum:

A heptagon has how many sides?
Hversu margar hliðar hefur sjöhyrningur?

íslenska spurningin inniheldur svarið en til að vita svarið við ensku spurningunni þarf að þekkja rótin a hepta sem er alls ekki það sama og seven.

Annað dæmi:

If you have a gross of pencils, how many pencils do you have?
Ef þú hefur tólf tylftir af blýöntum, hversu marga blýanta hefurðu?

Aftur , mun gagnsærra á íslensku.

Enn eitt dæmi:

Ture or false: A turtle is an amphibian.
Rétt eða rangt: skjaldbaka er froskdýr?

Dah. Stundum finnst okkur málið okkar flækja allt vegna beyginga, undalegrar stafsetningu, o.sfrv. en á móti má benda á að íslenskan er alveg ótrúlega auðskilið mál að mörgu leyti. Miklu miklu gagnsærri en enskan.


Grjótglíma

Ég fór og klifraði í dag. Geri það reyndar alltaf á mánudögum. Ég stóð mig bara ágætlega, náði að klára leiðir sem ég hafði ekki klárað áður og komst býsna langt með eina leið sem er að stigi V3. Það er auðvitað lélegt  þegar tekið er tillit til þess að þeir bestu klifra V12 en það er auðvitað fólk sem er búið að æfa íþróttina lengi og byrjaði yfirleitt mjög ungt. Ég byrjaði náttúrulega á gamals aldri og á eftir að byggja upp vöðva á stöðum þar sem ég vissi ekki einu sinni að væru vöðvar. Það sem hamlar mér helst núna er skortur á fingrastyrk. Ég er með þokkalega upphandleggs og framhandleggsvöðva en fingurnir eru ekki nógu góðir.

 

Myndirnar hér eru af Chris Sharma sem er án efa besti klifrari í heimi. Ef þið viljið sjá eitthvað frábært, kíkið þá á þetta vídeó: http://www.youtube.com/watch?v=k45v4pLBaqs

 


Fátt kom á óvart

Flott. Eins og ég hef áður nefnt er Alan Arkin vel verður óskarsins og þótt ég hafi ekki séð Dream girls þá hef ég heyrt að Jennifer Hudson sé frábær þar.

Síðan þessi frétt var skrifuð hafa nokkur stóru verðlaunanna verið veitt og ekkert komið á óvart þar:

Besti leikur karla í aðalhlutverki: Forrest Whittaker (ég sárvorkenndi Peter O'Toole, átta tilnefningar og enginn óskar)

Besti leikur konu í aðalhlutverki: Helen Mirren

Besti leikstjóri: Martin Scorsese (loksins)

Og hver verður besta myndin? Best að ég geymi það að vista þessa færslu áður en ég veit það...

 

    THE DEPARTED

 

 Ég ætti kannski að sjá þessa mynd.


mbl.is Jennifer Hudson og Alan Arkin fengu Óskar fyrir aukahlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband