Óskarinn
26.2.2007 | 03:07
Jæja, þá er óskarinn hafinn og þegar búið að veita nokkur verðlaun. Reyndar er ekki búið að veita mörg verðlaun í aðal flokkunum en þó er búið að veita verðlaunin fyrir bestan leik karls í aukahlutverki. Sá óskar fór mjög verðskuldað til Alans Arkin. Ég er geysilega ánægð með það enda er hann frábær leikari og Little Miss Sunshine er dásamleg mynd. Ef þið eruð ekki búið að sjá hana þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það við fyrsta tækifæri. Happy feet fékk svo verðlaun fyrir bestu teiknimyndina í fullri lengd.
Jæja, ætla að fara og kíkja á hverjir fá hina stóru óskarana. Flestir virðast telja að Scorsese fái bestu leikstjórn fyrir Departed, Helen Mirren fái bestan leik konu í aðalhlutverki fyrir The Queen og að Forest Whitaker fái bestan leik karls í aðalhlutverki fyrir Last King of Scotland. Annað er ekki talið eins ljóst.
Annars kemur óskarinn alltaf af og til á óvart, þótt oft séu verðlaunin fyrirsjáanleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamla myndin - 3ja ára afmælið
25.2.2007 | 20:05
Mér fannst tími til kominn að setja inn nýja mynd undir heitinu 'gamla myndin'. Sérstaklega af því að pabbi sendi mér í dag þessa mynd sem mér þykir ógurlega vænt um. Hún er tekin í þriggja ára afmælinu mínu.
Efri röð frá vinstri: Lilja Aðalsteinsdóttir, ég, Þorbjörg (Obba) Ingvadóttir, Ingibjörg (Imba) Ingvadóttir, Brynhildur Pétursdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Ásta Knútsdóttir, Aðalsteinn Már Þorsteinsson, Pétur Björgvin Þorsteinsson, Ólafur Þorbergsson og, grenjandi, Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður á RÚV.
Við þetta má bæta að þessi rauði gítar sem ég fékk í þriggja ára afmælisgjöf var dýrgripurinn minn og eina leikfangið sem ég hef nokkru sinnum eignast sem ég vildi ekki lofa öðrum börnum að leika sér með.
Skemmtilegar annars þessar slaufur sem stelpur höfðu í hárinu á þessum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki-Dags-frétt
25.2.2007 | 18:44
Það er greinilegt á öllu að þetta er ekki úr Degi heitinum (eða er Dagur enn til?). Þar hefði fréttin lesist svona:
"Fjórir utanbæjarmenn, Þrír piltar og ein stúlka, öll innan við tvítugt, voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi, fyrir innbrot í Grenivík, með þýfi í fórum sínum. Sama fólk er grunað um önnur innbrot. Þá var einn maður tekinn fyrir ölvunarakstur og fimm teknir fyrir hraðakstur.
Skemmtilegt annars að sjá mynd af Þórssvæðinu og Glerárkirkju. Maður er svo vanur að hafa Akureyrarkirkju á öllum myndum frá Akureyri að ég hélt hreinlega að þetta væri vitlaus mynd.
![]() |
Fernt handtekið fyrir innbrot í Grenivík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Karlgreyið
25.2.2007 | 18:38
![]() |
Langlífur vegna skírlífis? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hokkí
25.2.2007 | 07:12
Í kvöld fór ég á hokkíleik í BC hokkídeildinni og það var bara gaman. Þetta er svona eins og þriðja deildin, aðallega ungir strákar sem eru á síðustu árum í menntó eða fyrstu árum í háskóla. Þarna voru nokkrir góðir leikmenn en maður sá á sumum mistökunum að þessir strákar standa töluvert að baki þeim sem spila í deildunum tveimur fyrir ofan.
Ég ákvað að halda með Vernon liðinu (enda er Vernon skíðabær) en ekki heimaliðinu Burnaby (sem er nágrannaborg Vancouver). Ég ákvað þó að láta ekki á því bera því ég sat innan um svona ellilífeyrisþega stuðningslið sem var vopnað alls konar ýlum og lúðrum. Ég var nefnilega hrædd um að ef gömlurnar hefðu vitað að það væri svikari á meðal þeirra þá hefðu þau kannski fengið hjartaáfall, og ég vildi ekki eiga það á hættunni.
Nú er ég búin að sjá leik í annarri deildinni (BCHL) og þriðju deildinni (AHL) en hef ekki enn séð fyrstu deildar leik (NHL). Verð að fá miða á Canucks leik einhvern veginn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisvernd og hjólreiðar
24.2.2007 | 23:48
Alveg ótrúlegt að lesa bloggin sem tengjast þessari frétt. Það er eins og allir hatursmenn VG hlaupi upp til handa og fóta vegna þess að það fékkst tilefni til að setja út á þá.
Ég er alveg sammála því að það er skammarlegt að flestir fundarmanna hafi komið á bílí flokki sem berst fyrir grænum málefnum. En að segja að allir ættu að hjóla eða ganga er alveg út í hött. Mér finnst allt í lagi að heimta það af fólki sem býr þokkalega nálægt en ætlast menn til að fólk úr Keflavík og Mosfellsbæ hjóli á fundinn? Eða labbi? Það er naumast að allir eiga að vera í góðu formi. Og hvað með fólk á sjötugs eða áttræðisaldri? Hjóla? En jújú, unga fólkið í flokknum sem býr vestan Elliðaáa hefði átt að sýna gott formdæmi og sleppa bílnum en það má nú ekki taka þetta algjörlega út í öfgar eins og mér sýnist sumir hafa gert.
Þar að auki virðist fréttina vera að miklu leyti röng. Alla vega sá ég að Hlynur Halls sagði á einhverju bloggi að hann hefði labbað á staðinn, og nefndi að hann þekkti þó nokkra sem gerðu það. Þannig að fréttin virðist nú eitthvað ýkt.
Ég verð líka að segja að mér finnst bara flott hjá VG að benda á þetta sjálfir. Takið eftir að það var VG félagi sem skammaði flokksmenn sína fyrir það að byrja ekki heima hjá sér í umhverfismálunum. Þeir eru greinilega að ræða málin og ég býst fastlega við að þeir muni taka þetta til sín og leggja meira á sig en áður.
Á það skal þó líka benda að það er hægt að vera umhverfissinni og brjóta samt að einhverju leyti gegn eigin skoðunum. Enginn er fullkominn. Eða eru menn að segja að það sé ekki rétt að berjast fyrir verndun hálendisins og samt eiga bíl? Er betra að enginn berjist fyrir umhverfismálum? Þetta er það sama og að segja að ef maður er í megrun má ekki leyfa sér súkkulaðibita af og til.
Hvor er nú betri:
Sá sem endurvinnur allt sem hann getur, berst fyrir friðun ákveðinna svæða, notar ekki spreybrúsa, er með kompóst úti í garði, borðar ekki kjöt (svo hann reki ekki við metangasi, sjá fyrri umfjöllun), EN keyrir bíl.
Eða:
Sá sem endurvinnur ekkert, er skítsama um náttúruna, hendir matarleyfunum í ruslið, borðar kjöt OG keyrir bíl - jafnvel þótt það sé kannski hybrid.
Lesist: Það er hægt að berjast fyrir verndun náttúrunnar og samt sem áður af og til gera eitthvað gegn henni.
ÉG held að VG sé jafngóður fyrir náttúruvernd og Kvennalistinn var á sínum tíma fyrir konur í stjórnmálum. Hvað sem segja mátti um flokkinn sjálfan hafði hann þau áhrif að konum fjölgaði í öllum flokkum, og þótt ég hafi aldrei kosið Kvennalistann segi ég samt: Guði sé lof fyrir það sem þær gerðu. Eins er það með VG. Jafnvel þótt einhver séu of hægri sinnaðir til þess að þeim þyki hægt að kjósa þá, þá hafa þeir sett umhverfismál á oddinn og það hefur ýtt á aðra flokka að gera hið sama. Mamma segir mér að Katrín Fjeldsted hafi einmitt verið að skamma Sjálfstæðismenn fyrir að vera ekki nógu grænir. Kannski hefur VG skapað nóga umræðu í þjóðfélaginu til þess að aðrir flokkar verði nú að gera eitthvað í sínum málum.
Og kannski fara fleiri liðsmenn VG núna að hjóla.
![]() |
Einn á hjóli hjá VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vorið er komið
23.2.2007 | 07:05
Hér hjá okkur á vesturströndinni. Ekki hjá ykkur greyjunum heima á fróni. Reyndar er ekkert sérlega hlýtt og það rignir enn af og til en gróðurinn er allur að koma til eins og sjá má á þessum myndum sem ég tók úti í garði hjá mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kvikmyndaborgin Vancouver
22.2.2007 | 23:37
Sá enn einn frægan leikara í dag.
Ég fór út að hlaupa í dag. Fannst ég feit og ákvað að gera eitthvað í málunum. Hljóp beina leið niður á strönd því það er ágætt að hlaupa stígana þar. Helst vil ég hlaupa í skóginum en það eru búnar að vera svo miklar rigningar að undanförnu að það er ekki hlaupandi á blautum moldarstígunum þar. Veðrið er alveg yndislegt núna og margir voru að labba eða leika sér við hundana sína niður á ströndinni. Á þessum tíma árs er gott að hlaupa þar. Á sumrin er það ómögulegt því þá er bæði svo mikið af fólki og hundum þarna og eins eru allir að grilla og mér finnst ekki gott að hlaupa með grilllykt í nefinu. Verð svo fjandi svöng við það.
Alla vega, var búin að hlaupa í nokkrar mínútur þegar ég kom að söluskýlinu á Spanish Banks ströndinni (sem er ströndin beint niður af húsinu mínu). Þar sátu þá tveir menn að spjalli. Ég sá þá bara svona út undan mér en fannst samt annar þeirra eitthvað svo kunnuglegur að ég leit beint á hann þegar ég hljóp framhjá og sá þá að þetta var Gary Chalk sem er eitt af þessum andlitum sem margir kannast við án þess að geta tengt það nafni. Hann er búinn að leika í yfir tvö hundruð bíómyndum og sjónvarpsþáttum en ég þekki hann best við úr kanadísku lögregluþáttunum Cold Squad, sem eru alveg frábærir þættir. Hann hefur líka leiki í StargateSG-1 þáttunum, sem líka eru teknir upp hér í Vancouver. Annars er það víst líklega rödd hans sem flestir myndu þekkja því hann hefur talsett alveg ótrúlegan fjölda teiknimynda.
Það er verið að taka upp alla vega fjórar bíómyndir hér þessa dagana auk sjónvarpsþátta sem eiga sitt heimili í borginni. Í síðustu viku var flugvél sprengd upp niðri á strönd (akkúrat þar sem ég sá Gary) fyrir myndina Passengers sem er verið að taka upp. Anne Hathaway er í aðalhlutverki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um barnaníðinga
22.2.2007 | 21:04
Þátturinn hjá Opruh var athyglisverður í gær. Verið var að ræða barnaníðinga og var meðal annars komið inn á lögin í Vermont fylki. í janúar á þessu ári játaði Andrew C. James (sem hefur tvisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi) að hafa misnotað fjögurra ára gamlan dreng í Vermont. Hann var dæmdur til þess að borga 22$ sekt (um fjórtán hundruð krónur) og fara í endurhæfingu. Þá er hann á skilorði til æviloka. Þvílíkur dómur. Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilli er farinn í herferð gegn slíkum dómum og berst með kjafti og klóm fyrir harðari refsingum kynferðisafbrotamanna.
Mér fannst hann stundum taka svolítið sterklega til orða en það sem hann var að segja er meira og minna alveg rétt. Það þarf að gera eitthvað í þessum málum.
Annars hefur mér yfirleitt þótt réttarkerfið í Bandaríkjunum mun betra en það er á Íslandi og það er aðeins í tveimur fylkjum sem dómar eru svona fáránlegir. Annars staðar er yfirleitt tekið mun harðar á málum en á Íslandi þar sem kynferðisafbrotamenn fá yfirleitt innan við þriggja ára dóm (og yfirleit töluert innan við það). Hér vantar þessa zero-tolerant policy sem er við lýði í sumum skólum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslensk börn í bollukaffi
22.2.2007 | 20:37
Á laugardaginn var þorrablót og svo á sunnudag var ég með bollukaffi. Reyndar er íbúðin mín mjög lítil svo ég gat ekki boðið mjög mörgum en þó voru ekki nóg sæti fyrir alla. Þetta var svona blanda af málfræðingum og Íslendingum. Ég bakaði þrjár uppskriftir af bollum og svo vöfflur, og það var lítið eftir um kvöldið. Mjög gott, þannig vil ég að partý endi. Ekki gott fyrir mig að hafa of mikla afganga.
Hér er svo mynd af tveimur yngstu Íslendingunum á staðnum, Yrsu og Húgó Mána.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)