Bara svona venjulegur dagur
10.4.2008 | 02:47
Vetrarönnin er næstum búin í skólanum. Á föstudaginn er síðasti kennsludagur og þar með síðasti dagurinn sem ég kenni. Kannski er þetta síðasti kennslutími minn við UBC. Og það sem meira er, við erum ekki með neitt lokapróf í þessum áfanga heldur höfum við haft lítil próf í hverri viku og í dag fórum við yfir það síðasta. Einkunnir eru því tilbúnar fyrir áfangann og ég þarf ekki að eyða neinum tíma í að fara yfir lokapróf. Jibbí!!!!!
Sat símafund í morgun með verðandi yfirmönnum mínum hjá Vanoc. Við vorum að ræða um hvernig UBC getur komið að Ólympíuleiknum, t.d. með því að útvega aðstöðu við tungumálamat. Ég sendi síðan póst á yfirmann tungumálavers heimspekideildar og við munum hittast til að ræða málin í næstu viku. Að sumi leyti er ég því farin að vinna nú þegar en verð samt að halda því í lágmarki því ég á að vera að skrifa ritgerðina mína. Mun þó fara í hádegisverð með yfirmönnunum tveimur í lok mánaðarins. Önnur þeirra býr í Salt Lake City og kemur hingað bara af og til. Við ætlum því að nota tækifærið og hittast allar þrjár næst þegar hún er í bænum.
Fyrstu leikirnir í Stanley bikarnum voru leiknir í dag. New York vann New Jersey eins og ég bjóst við og Pittsburgh vann Ottawa, eins og ég bjóst líka við. Leikirnir hér vestra eru enn í gangi en staðan nú þegar annar leikhluti er næstum búinn er sú að Colorado er tveimur mörkum yfir Minnesota og Calgary er marki yfir gegn San Jose. Bæði gegnt spá minni. Hins vegar er spá mín ekki um einstaka leik heldur hver vinnur seríuna þannig að ég hef engar áhyggjur.
Ég var að hugsa um að fara á skíði á morgun þar sem ég á eftir einn dag á Whistler kortinu mínu. En ég er búin að fara svo seint að sofa undanfarið og er svo þreytt eitthvað að mig langar alls ekki að vakna klukkan sex og sitja svo í rútu í rúma þrjá tíma. Í staðinn ætla ég að fara og klifra. Marion er flutt úr bænum svo ég get ekki klifrað með henni lengur en ég get klifrað af og til með Dave sem er kunningi minn úr UBC. Hann er í doktorsnámi í tölfræði. Þekki örfáa í viðbót sem ég gæti klifrað með ef þannig liggur á mér.
Hlakka til að spila fótbolta á laugardaginn. Það var svo skemmtilegt síðast. Er samt að vona að ég verði ekki skotin niður að þessu sinni.
Hef ekkert gáfulegt að segja ykkur enda geri ég ekkert að gagni þessa dagana. Alla vega ekkert sem er nógu spennandi til þess að segja frá því. Verð að gera eitthvað í málunum. Einhverjar uppástungur???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hokkípollur á Fésbók
8.4.2008 | 23:59
Jæja. Ég er búin að velja Stanleybikarsliðið mitt í hokkípollinum á Fésbókinni. Eftirfarandi leikmenn fá að spila fyrir hönd Akureyrar:
Sóknarmenn úr austri: Sóknarmenn úr vestri:
Alexander Ovechkin, Washington Joe Thornton, San Jose
Jaromir Jagr, NY Rangers Jarome Iginla, Calgary
Sidney Crosby, Pittsburgh Ryan Getzlaf, Anaheim
Tomas Plekanec, Montreal Henrik Zetterberg, Detroit
Marion HOssa, Pittsburgh Pavol Demitra, Minnesota
Scott Gomez, NY Rangers Milan Michalek, San Jose
Varnarmenn úr austri: Varnarmenn úr vestri:
Andrei Markov, Montreal Nicklas Lidstrom, Detroit
Michal Rozsival, NY Rangers Brent Burns, Minne
Tom Poti, Washington Dion Phaneuf, Calgary
Ryan Whitney, Pittsburgh Chris Pronger, Anaheim
Markverðir úr austri: Markverðir úr vestri:
Martin Brodeur, New Jersey Evgeni Nabokov, San Jose
Marc-Andre Fleury, Pittsburgh J.S. Giguere, Anaheim
Nú er bara að vona að mínir menn standi sig vel og skori fullt af stigum!
Íþróttir | Breytt 9.4.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keppnin um Stanley bikarinn að hefjast
7.4.2008 | 23:19
Eftir tvo daga hefst keppnin um Stanley bikarinn í hokkíinu. Liðin sem mætast eru eftirfarandi:
Vesturriðill
Detroit vs. Nashville
(Ég spái að Detroit vinni Nashville í fjórum eða fimm leikjum)
San Jose vs. Calgary
(San Jose vinnur í fimm leikjum - hugsanlega sex)
Minnesota vs. Colorado
(Þetta gæti farið á hvern veginn sem er. Colorado hefur verið á uppsveiflu en ég vona að Minnisota taki þetta. Flestir veðja þó á Colorado. Þessi keppni gæti farið í sjö leiki)
Anaheim vs. Dallas
(Anaheim tekur þetta í fimm leikjum - hugsanlega sex)
Austurriðill
Montreal vs. Boston
(Montreal rúllar þessu upp í fimm leikjum, jafnvel fjórum)
Pittsburgh vs. Ottawa
(Pittsburgh er búið að standa sig stórkostlega undanfarið og þetta gæti farið á hvern veginn sem er. Ég vona þó að Ottawa nái sínu fyrra formi og komist áfram en ég er hrædd um að það verði Pittsburgh. Þarf sjö leiki)
Washington vs. Philadelphia
(Ekki á ég auðvelt með að spá um þessa keppni. Washington hefur verið á uppsveiflu en Philadelphia ætti að hafa sterkara lið. Spurningin er hvað Ovechikin gerir. Fer í sjö leiki.)
New Jersey vs. New York
(Önnur erfið viðureign að spá um. Þessi lið eru mjög svipuð og þetta gæti farið á hvorn veginn sem er. Spái sex eða sjö leikjum og sigri New York)
Eins og þið sjáið þá á ég mun erfiðara með að gera upp hug minn í austrriðlinum. Það er vegna þess að ég þekki þau lið ekki vel. Við spiluðum aðeins gegn örfáum þeirra í vetur.
Ég ætla að hvetja Montreal og Ottawa og held að Montreal sé líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það er eiginlega ótrúlegt því í upphafi vertíðar var ég viss um að Ottawa myndi hafa þetta í vetur. En þeir hafa spilað svo ömurlega undanfarið að þeir mega teljast heppnir ef þeir komast fram hjá Pittsburgh. Úrslitaleikurinn um austrið verður á milli Montreal og annað hort Ottawa eða Pittsburgh. Montreal - Ottawa er draumurinn.
Í vestrinu ætti ég að hvetja áfram Calgary en eins og ég hef áður lýst yfir þá hef ég andstyggð á þjálfara þeirra svo ég ætla að láta það vera þótt Calgary séu næstu nágrannar okkar til austurs.
Úrslitaleikurinn um vestrið verður á milli San Jose spila og annað hvort Detroit eða Anaheim. Anaheim eru ríkjandi Stanleybikarshafar og ég ætla að vona að þeir haldi ekki titlinum.
Ætla að spá San Jose og Montreal í úrslitaleiknum og þótt ég vilji að Montreal vinni þá held ég að það verði San Jose.
Á komandi vikum getum við séð hversu sannspá ég er.
Keppnin hefst eins og ég sagði áður á miðvikudaginn með eftirfarandi leikjum:
New Jersey vs. New York
Pittsburgh vs. Ottawa
San Jose vs. Calgary
Colorado vs. Minnesota
Á fimmtudaginn leika:
Anaheim vs. Dallas
Montreal vs. Boston
Detroit vs. Nashville
Og á föstudaginn:
Washington vs. Philadelphia
Íþróttir | Breytt 9.4.2008 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er Nöldurstrumpur
7.4.2008 | 20:08
Strumpaprófið er frábært. Lýsir mér algjörlega.
Lauslega þýtt á íslensku segir hér:
Þú ert vanaföst og líkar ekki við breytingar. Þú ert mjög opinská með hugsanir þínar og ert ekki hrædd við að segja hlutina eins og þeir eru. Margir myndu segja að þú værir neikvæð manneskja en innst inni eru virkilega ástúðleg og umhyggjusöm. Það þarf bara rétta manneskju til þess að draga þig út úr skelinni. Þessir fáu sem þú leyfir að koma nálægt þér eru betri fyrir það.
Má finna það hér: http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/
Við þetta má bæta að strumpa nafnið mitt er Cuddly Smurf eða Kelistrumpur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skotin niður
7.4.2008 | 05:32
Ég hef aldrei áður verið skotin niður í orðsins fyllstu merkingu en það gerðist í dag.
Liðið mitt var að spila fyrsta alvöru leikinn í innanhúsboltanum og ég var með skotmark á mér allan tímann. Undir lok fyrri hálfleiks barðist ég um boltann við stóran og sterkan karlmann í hinu liðinu og lenti einhvern veginn undir og á úlnliðnum. Ekkert brotnaði en ég er svolítið sár. Fór útaf, setti ís á úlnliðinn og plástur á hnéð og fór aftur inná.
Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum stóð ég í vítateignum og William, Hollendingurinn í okkar liði, skaut boltanum fast að marki - nema hvað í stað þess að hitta markið þá hitti hann mig fyrir framan markið, beint í vangann og ég flaug afturábak eins og í teiknimynd. Ég var viss um að þetta hlyti að hafa verið svolítið fyndið að sjá en mér skilst að hljóðið sem kom frá hinum hafi ekki verið hlátur heldur djúp andköf. Þetta leit víst ekki vel út. En ekkert alvarlegt gerðist og Dave, þjálfarinn minn í Presto, og fyrirliði innanhúsliðsins grínaðist með það að þeir hefðu bara viljað vita hvort ég gæti staðið í marki ef á þyrfti að halda. Ég hefði staðist prófið. Annar strákanna (hef ekki hugmynd um hver þeirra, var svolítið utanvið mig) vildi fá að sjá á mér vangann (sem ég hélt um með hendinni) og þegar hann hafði litið á andlitið kvað hann upp dóminn: No worries, still beautiful.
Mér dauðsveið í vangann lengi á eftir en þegar hitinn fór úr því tók ég eftir að hálsinn hafði orðið verr úti. Ég gat ekki snúið höfðinu til vinstri. En það er að lagast líka. Sef þetta úr mér.
Best var að við unnum leikinn 8-6 og byrjum því vel í vormótinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kókosbolla og Lindubuff
6.4.2008 | 18:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Skíðaferð
5.4.2008 | 19:27
Ég fór til Whistler á skíði á fimmtudaginn. Ákvað á miðvikudagskvöldið að ég yrði að skella mér. Fór bara ein. Ég var að vona að ég gæti reglulega fengið far með fólki hérna á svæðinu en það hefur ekki gengið upp mjög oft þannig að ég varð bara að láta mig hafa það að fara með rútunni. Gallinn við það er að ég bý hvergi nálægt rútustoppistöð sem þýðir að ég þarf fyrst að fara með strætó til að ná rútunni og það tekur sinn tíma líka. Á fimmtudaginn lagði ég af stað heiman frá mér klukkan sjö um morguninn til að ná rútunni klukkan átta, við vorum komin til
Whistler klukkan hálfellefu og ég var komin upp í fjallið klukkan ellefu. Sem sagt, fjórum tímum eftir að ég lagði af stað að heiman. Fjallinu er svo lokað klukkan fjögur (aðeins fimm tímum síðar), rútan lagði af stað klukkan hálf fimm og ég var komin heim til mín klukkan átta. Þannig að ég eyddi sjö klukkutímum í rútu og strætó til að geta verið á skíðum í innan við fimm klukkutíma. Þetta er gallinn við rútuna (fyrir utan að það er um það bil þrisvar sinnum dýrara fyrir mig að taka rútuna en að fá far með einhverjum og taka þátt í bensínskostnaði).
En þetta var vel þess virði. Snjórinn var frábær, veðrið var æðislegt og ég skemmti mér konunglega. Þótt það sé að mörgu leyti skemmtilegra að skíða með öðrum þá eru ákveðnir kostir við það að vera einn:
1. Maður skíðar þá leið sem mann langar til hverju sinni.
2. Maður þarf aldrei að vera hræddur um að týna þeim sem maður er með (sem gerist all oft annars)
3. Maður fær sér að borða þegar maður er svangur en ekki á fyrirfram ákveðnum tíma (sem er nauðsynlegt ef maður er með mörgum) eða þegar einhver annar er svangur)
4. Maður er líklegri til að spjalla við ókunnuga í stólalyftunum.
5. Maður bíður styttra í röð því einstaklingsröðin er vanalega styttri en hin.
6. Manni leiðist ekki félagsskapurinn!
Ég set inn nokkrar myndir sem ég tók. Hér getið þið séð hversu fallegt er hjá okkur hér á vesturströndinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú er ég alveg í rusli
4.4.2008 | 06:16
Í kvöld er ég nærri gráti. Mitt elskulega ástkæra hokkílið sem hefur veitt mér svo mikla skemmtun í vetur missti í kvöld af úrslitasæti og því er það svo að leikurinn gegn Calgary á laugardaginn er síðasti leikur vetrarins. Ég mun því ekki njóta sömu skemmtunar í apríl í ár og ég gerði í fyrra. Ekkert meira hokkí fyrir mig. Ég horfi kannski á einn og einn leik með Ottawa eða Montreal en það verður ekki það sama. Þetta þýðir líka engin fleiri viðtöl við Vigneault þjálfara. Fæ ekki að sjá hann aftur fyrr en í september. Það er allt of langur tími.
Mér finnst að þið ættuð öll að vorkenna mér núna því hokkíið hefur bætt upp allt það sem hefur vantað í líf mitt. Nú þegar það er horfið á veit ég ekki hvað ég á að gera af mér.
Við töpuðum í kvöld fyrir Edmonton Oilers, liðinu hans Bjarna Gauta. Þeir voru þegar úr leik og mér fannst þeir gætu nú sýnt smá þjóðrækni og hleypt okkur áfram!!!!! En þar sem tekið er tillit til þess að sigur okkar á þeim um daginn henti þeim út úr úrslitasæti má svo sem segja að það hafi verið sanngjarnt að þeir drógu okkur niður með sér núna. En Bjarni minn, eins og mér hefur nú verið vel við Oilers (sérstaklega Jaret Stoll sem er fallegasti maður í NHL deildinni) þá verð ég að viðurkenna að ég hata þá pínulítið núna. Það mun sjálfsagt lagast fljótt. Við getum að mestu sjálfum okkur um kennt. Við áttum yfir fjörutíu skot að marki en Garon sá við öllum nema einu.
Reyndar spiluðu dómararnir í hvítum búningum í þriðja leikhluta því frammistaða þeirra var skammarleg. Það kom t.d. tvisvar fyrir að Garon markvörður fór of hátt með kylfuna, í annað skipti rak hann hana næstum því í augun á Naslund, en ekkert var dæmt á það. Tvisvar sinnum í viðbót síðustu tíu mínúturnar var illa brotið á okkar mönnum án þess að nokkuð væri dæmt en svo þegar um tvær mínútur voru eftir var dæmt hooking á okkur. Þar með gert út um okkar vonir. Ég held reyndar að það hafi verið sanngjarn dómur miðað við það sem á að dæmaþarna var um hooking að ræðaen eftir að dómararnir slepptu fjórum brotum gegn Oilers þá hélt maður að þeir ætluðu bara að láta leikinn ganga síðustu mínúturnar. Mennirnir verða að vera samkvæmir sjálfum sér.
En það skiptir sjálfsagt ekki öllu máli. Við hefðum átt að vera búin að spila nógu vel undanfarna mánuði að tap hefði ekki skipt máli. Við höfum gott lið sem hefði átt að komast áfram en endalaus meiðsli í allan vetur hafa sett strik í reikninginn. Á tímabili voru fimm af sex varnarmönnum meiddir. Það munar um minna. En aðalvandamál Vancouver er samt sem áður það að okkur vantar menn sem geta sett pökkinn í netið. Sedin bræðurnir eru góðir en þeir ættu í raun að spila á annarri línu en ekki fyrstu. Okkur vantar sterkan skorarasterkan mann á fyrstu línuna. Það verður væntanlega verk Dave Nonis í sumar, að finna þann mann.
Á meðan spila leikmenn og þjálfarar golf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hin bleika borg
3.4.2008 | 05:32
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eilífðarstúdentinn Stína
2.4.2008 | 17:54
Már Högnason var í stuði um daginn og lofaði að semja vísu um alla þá sem þyrðu að koma með athugasemd á síðunni hans. Ég vildi að sjálfsögðu vísu og fékk þessa frábæru hérna:
Í fræðin er fröken að rýna
því frumlagi náði að týna
en andlagið fann
því ýmislegt kann
eilífðarstúdentinn Stína
Takk Már!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)