Enn setur snjórinn strik í reikninginn
7.2.2008 | 07:43
Athyglisverð staða í háskólunum hér í Vancouver. Sama dag og lögreglan sveimaði um UBC í leit að einhverju sem við þessi óbreyttu vitum ekki hvað er (og vitum ekki enn) varð SFU fyrir árás af annars konar völdum. Að ofan.
SFU (Simon Fraser University) er staðsett uppi á fjalli í Burnaby og það er heilmikil brekka þangað uppeftir. Í dag fór að snjóa og hefur líklega snjóað stanslaust síðustu sjö eða átta tímana. Af því að enginn er með nagladekk og strætisvagnar hér eru ekki útbúnir keðjum þá hættu allir vagnar að ganga fyrir nokkrum klukkutímum (klukkan er hálf tólf að kvöldi þegar ég skrifa þetta). Vegurinn uppeftir er opinn en mönnum ráðlagt að vera ekki á ferðinni og nú þegar hafa orðið margir árekstrar þarna. En hvað gerist í háskóla þegar strætó hættir að ganga og aðeins örfáir eru á bílum? Jú, liðið verður annað hvort að gista í skólanum eða koma sér heim á annan hátt. Sumir lögðu í að ganga niður brekkuna (sem er býsna löng - tekur tíu eða fimmtán mínútur í strætó) þótt fæstir væru útbúnir til þess, aðrir fengu gistingu hjá vinum á heimavist eða leigðu sér herbergi þarna uppfrá, enn aðrir söfnuðust saman í íþróttahúsinu og munu sofa á dýnum á gólfinu. Einhvern veginn grunar mig að liðið hafi nú bara gaman af því. Já, okkur Íslendingum finnst athyglisvert hvernig allt lamast hér þegar snjóar en það er einfaldlega svo að hér er enginn búinn undir þetta hvíta. Vanalega snjóar hér aðeins einu sinni eða tvisvar á ári. Þetta hefur verið óvenjulegt nú í vetur.
Hræðilegar fréttir annars frá Bandaríkjunum. Ég horfði á fréttirnar áðan og sá hvernig nýjasti hvirfilbylurinn lék Tennessee. 50 látnir og alla vega 100 alvarlega slasaðir. Mikið er ég fegin að við erum ekki á svæði sem fær þessa rosalegu vinda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Önnur hótun á UBC, meira hokkí, ákæruóðir Norður Ameríkanar
6.2.2008 | 17:27
Önnur hótun á UBC
Aftur hefur verið send inn hótun um hryðjuverk á kampus UBC. Það er einmitt liðin vika síðan líffræðibyggingunni var lokað vegna hótunar og um 1000 manns voru lokuð inni í sirka klukkutíma. Í gær eða nótt var send inn ný hótun nema að þessu sinni var hvorki tiltekinn staður né tími. Líffræðibyggingunni var því lokað aftur af öryggisráðstöfunum en aðrar byggingar eru opnar. Lögreglan er víst á staðnum en enginn veit í raun hvort alvara er að baki þessa hótana og ef svo, hvar hættan er. Ég þarf upp í skóla. Ég funda með Gunnari klukkan tíu og fer svo í tíma klukkan ellefu - í efnafræðibyggingunni beint á móti líffræðinni. Þaðan þarf ég svo austar á kampus í rannsóknabyggingu málvísindanna. Verð því þokkalega á ferðinni og finnst það pínulítið óhugnanlegt. Við vitum ekki ennþá hverju þessi manneskja hefur hótað - lögregla og skólayfirvöld vilja ekkert segja. Eftir síðustu hótun var sagt að ekki væri um sprengju að ræða en það var allt sem þeir sögðu. Maður veit því ekkert. Er einhver á ferð með haglabyssu? Eða eitthvað þaðanaf verra? Er fólk í hættu við að vera plammað niður hvar og hvenær sem er? Mér finnst þessi þögn ekkert sniðug.
Meiddir hokkíleikmenn
Af mínu elskulega hokkíliði er það að frétta að meiðsli halda áfram að plaga liðið. Í leiknum gegn Florida meiddist Aron Miller, eini varnarmaðurinn sem ekki hafði misst leik. Ofan á það bættist að Matthias Ohlund varð að fljúga heim til Vancouver út af persónulegum ástæðum. Sami Salo sem hafði verið meiddur kom aftur inn í hópinn og var því eini reglulegi varnarmaðurinn sem spilaði. Hinir fjórir voru ungir strákar sem vanlega spila með Manitoba í lægri deild. Þetta þýddi auðvitað alls konar mistök í vörninni sem leiddu til tveggja marka Dallas. Nýjasti meðlimurinn var ekki einu sinni í eigin skautum því hann hafði verið staddur í Milwaukee með Maniotba Moose þegar hann fékk boð um að koma til Dallas að spila og varð því að keyra til Chicago og fljúga þaðan til Dallas. Skautarnir hans og annar útbúnaður voru ennþá í flugvélinni í Milwaukee. Þrátt fyrir þetta náði Vancouver jafntefli en tapað svo í vítakeppni. Þeir fengu hins vegar eitt stig úr viðureigninni sem var mjög mikilvægt þegar teflt er fram hálfgerðu varaliði. Við þetta má samt bæta að Alex Edler getur varla talist Manitoba leikmaður lengur því hann er búinn að spila með Vancouver síðan snemma í haust því það er alltaf einhver varnarmaður meiddur.
Ákæruóðir Norður Ameríkanar
Þið hafið heyrt um það hversu brjálaðir Norður Ameríkanar eru þegar kemur að því að fara í mál út af alls kyns hlutum. Kanadamenn eru ekki eins slæmir og Bandaríkjamenn en heldur ekki mikið skárri. Fyrir nokkrum mánuðum keyrði gamall maður á pikköpp jeppa inn í þvögu af brúðkaupsgestum sem voru á gangi á fáförnum sveitavegi í Abbotsford. Sex létust. Aldrei hefur verið fundið út hvort ökumaður hafði drukkið eða hvort hann var hálfsofandi eða bara utanviðsig. Nú er búið að kæra ökumanninn (fyrir skort á aðgát), eiganda bílsins (fyrir að hafa bílinn ekki í nógu góðu ástandi og fyrir að leyfa ökumanni að keyra) og yfirvöldum í Abbotsford fyrir að hafa ekki gagnstétt meðfram veginum og fyrir að hafa veginn ekki nógu upplýstan.
Þetta er geðveiki. Það er eitt að kæra ökumanninn en að kæra eiganda bílsins og þá sérstaklega að kæra yfirvöld. Ég meina - þetta er sveitavegur! Hvenær eru þeir upplýstir? Hvenær hafa þeir gangstéttir? Enda hafa yfirvöld bent á að fólkið ætti að taka einhverja ábyrgð sjálft þar sem það var augljóst að vegurinn var ekki upplýstur og að það var ekki pláss fyrir um tuttugu manns að labba saman í hnapp þarna í myrkrinu. Þar að auki var enginn með endurskinsmerki eða neitt sem gerði fólkið sýnilegra. Ætlunin hafði verið að hafa bíl með blikkandi ljós með í ferð en einhverra hluta var hann ekki kominn á svæðið. Af hverju ekki kæra hann? Fólk er klikkað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vantaði þessi orð
4.2.2008 | 07:24
Leikstjórnandi og snertimark. Mig vantaði einmitt þessi orð þegar ég skrifaði um leikinn fyrr í dag. Ég hef í raun aldrei heyrt talað um bandarískan fótbolta á íslensku og hef því ekki hugmynd um hvernig á að tala um þennan leik á okkar ástkæra. En er ruðningur ekki rugby?
Hér má annars sjá það sem ég skrifaði um leikinn strax eftir að honum lauk. Þið getið leikið ykkur að því að fylla inn ensku orðin með þessum íslensku.
![]() |
New York Giants unnu Superbowl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Evrópuenska
4.2.2008 | 06:02
Ég er málvísindamanneskja og hef því alltaf gaman af málfræðibröndurum. Því miður er ekki mikið af þeim og því miður eru þeir ekki oft góðir. Og næstum aldrei nógu góðir til þess að aðrir en málvísindamenn hafi gaman af þeim. Mér finnst þessi hérna hins vegar svolítið fyndinn og set því inn hér svo aðrir megi njóta.
The European Commission has just announced an agreement whereby
English will be the official language of the European Union rather
than German, which was the other possibility.
As part of the negotiations, the British Government conceded that
English spelling had some room for improvement and has accepted a 5-
year phase-in plan that would become known as "Euro-English".
In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will
make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in
favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards kan have
one less letter. There will be growing publik enthusiasm in the sekond
year when the troublesome "ph" will be replaced with "f" This will
make words like fotograf 20% shorter.
In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted
to reach the stage where! more komplikated changes are possible.
Governments will enkourage the removal of double letters which have
always ben a deterent to akurate speling.
Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag
is disgrasful and it should go away.
By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th"
with "z" and "w" with "v".
During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords
kontaining "ou" and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensi bl
riten styl.
Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu
understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru.
Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in
ze forst plas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ofurskálaleikurinn - Sigur Risanna
4.2.2008 | 04:04
Leikurinn var ekkert smáspennandi. Ég horfði reyndar ekki á hann allan en sat límd síðustu mínúturnar. Ja, eiginlegt stóð ég límd því ég var komin í úlpu og búin að setja á mig húfu því ég þurfti að fara út að sækja Sezhuan grænar baunir sem ég hafði pantað á kínahúsinu hér í hverfinu (rosalega góður réttur).
New England skoraði touchdown þegar sirka fjórar mínútur voru eftir af leiktímanum og staðan var 14-10. Það var því ekki nóg fyrir New York að skora field goal - þeir hefðu komist hæst í 13 stig. Þannig að þeir urðu að skora touchdown. Þeir áttu eftir sín þrjú hlé og tóku þau eftir hverja tilraun til að stoppa klukkuna. Smám saman færðust þeir upp völlinn og með ótrúlegu kasti frá quarterback Eli Manning og ótrúlegu blöffi hjá hlauparanum David Tyree náðu þeir að skora touchdown þegar innan við þrjátíu sekúndur voru eftir af leiktímanum.
New England Patriots höfðu því aðeins hálfa mínútu til þess að skora en hinn frábæri quarterback Tom Brady náði ekki að koma boltanum til hlaupara sinna og leikurinn endaði 17-14.
Ég efast um að margir hafi reiknað með þessum úrslitum — Patriots höfðu ekki tapað einum einasta leik í allan vetur og virtust með ósigrandi lið. Giants aftur á móti algjör undirhundur (underdog) og spiluðu ekki einn einasta heimaleik í úrslitakeppninni. Gaman þegar svona gerist.
![]() |
Superbowl og Super Tuesday |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
NÝJAR BÍTLAUPPTÖKUR
3.2.2008 | 20:29
Á MSNBC má sjá frétta um týndar Bítlaupptökur sem nú hafa fundist. Og þetta eru ekki bara einhverjar venjulegar upptökurþetta eru upptökur frá Hamborg 1962 þar sem Ringo spilaði með Bítlununum í fyrsta skiptið. Má t.d. heyra I saw her standing there, Money og svo útgáfu af Twist and shout sem er nokkuð frábrugðin því hvernig þeir vanalega spiluðu lagið síðar. Mjög athyglisvert.
Nú er verið að athuga hvort plötusnúðurinn sem tók þetta upp á sínum tíma hefur leyfi til þess að gefa þetta út.
Hér má sjá fréttina á MSNBC:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íþróttir eru hættulegar
2.2.2008 | 03:30
Það er hættulegt geðheilsu manna að fylgjast með íþróttum. Alla vega ef manni er ekki sama um það hvernig leikar fara. Hokkíliðið mitt er í algjöru tapstuði þessa dagana og gengur hvorki né rekur. Þeir tapa flestum leikjum, líka þeim þar sem þeir eru miklu betri aðilinn. Það sem þá vantar er almennilegur markaskorari.
En þessi endalausu töp þessa dagana taka á. Maður situr ýmist í fýlu fyrir framan sjónvarpið (þegar þeir eru undir) eða maður situr í keng (þegar jafnt er). Í gær töpuðu þeir fyrir Tampa Bay sem er eitt lélegasta liðið í deildinni og í kvöld fyrir Florida, sem er ekki sérlega gott lið heldur. Enginn skilur hvað er í gangi.
Þetta er ástæðan fyrir því að svo margir halda með Manchestur United. Þeir vinna svo oft að aðdáendur þeirra þjást ekki eins mikið og aðdáendur annarra liða.
Stundum vildi ég að mér væri algjörlega sama um íþróttir. En á móti kemur að það er svo gaman þegar vel gengur að maður verður að sætta sig við dældirnar inn á milli. Aðalatriðið er að komast í úrlistakeppnina í vor og spila vel þar. Ef það gengur upp er öllum sama um nokkur töp yfir veturinn. En töpin mega ekki verða of mörg því aðeins átta lið úr hvorum landshluta fá að spila til úrslita og eins og staðan er núna erum við í áttunda sæti. Það má því lítið út af bera.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki við mig að sakast
31.1.2008 | 03:52
Fyrir tveim árum var ég aðeins að dúlla mér með flugmanni hjá Air Canada sem þá flaug einmitt á milli Toronto og Evrópu. En síðast þegar ég frétti var hann farinn að fljúga frá Vancouver til Asíu þannig að þetta hefur varla verið hann. Enda hef ég enga ástæðu til þess að ætla að hann hafi fengið taugaáfall. Alla vega á ég ekki sök á því ef svo var.
Ég flýg annars nær alltaf með Air Canada þegar ég flýg þannig að ég ætla að vona að þeir láti líta á hausinn á þessum áður en hann fær að fljúga aftur. Vildi helst ekki þurfa að hafa áhyggjur af flugmanninum þegar vélin lætur illa og maður hefur nóg annað að hafa áhyggjur að. Ég man reyndar einu sinni þegar ég var að fljúga heim frá London að flugmaður Air Canada var að húkka far heim og sat í fullum skrúða við hliðina á mér. Einhverjum fannst þetta nógu fyndið til að spyrja hver væri eiginlega að fljúga vélinni fyrst hann sæti þarna afturí. Hann var greinilega búinn að heyra þennan áður.
![]() |
Flugmaður fékk taugaáfall í flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Háskóli í hættu
30.1.2008 | 23:47
Það er eitthvað mikið að gerast hér á skólasvæðinu í dag. Við Lína hittumst í kaffi á suðurhluta campus og röltum síðan norðurávið þar sem bæði lyfjafræðin og málfræðin eru til húsa. Þegar við gengum fram hjá líffræðibyggingunni (Bio-Science building) þá var búið að loka öllu með gulu límbandi, lögreglumenn voru á vappi fyrir utan og lögregluþyrla sveimaði fyrir ofan. Enginn áhorfenda virtist vita hvað var í gangi en þegar ég labbaði í burtu heyrði ég einhvern minnast á sprengju.
Stuttu seinna fékk ég tölvupóst þar sem sagt var að byggingunni hefði verið lokað á milli upp úr tvö í dag og engum væri hleypt út né inn. Giskaði er á að um 1000 manns séu þarna inni. Lögreglan biður alla að vera á varbergi og varar fólk við því að vera á ferli. Menn eru hvattir til þess að halda sig í þeim byggingum þar sem þeir eru nú þegar og fólki ráðlagt að fara ekki út í skóla ef það er þar ekki nú þegar.
Lögreglan vill ekki gefa neinar frekari upplýsingar en lofar þeim innan klukkutíma. Ég held að þeir hafi fengið hótun um sprengju. En hvað veit ég.
Viðbætur: Í nýrri tilkynningu er hættuástandi létt og fólki leyft að fara ferða sinna á ný. Engin skýring hefur komið á því hvað var í gangi en líffræðibyggingin er enn lokuð og allir tímar verið lagaðir niður í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Draumastarfið
30.1.2008 | 18:18
Í dag sá ég draumastarfið mitt auglýst. Starfið er fyrir Vanoc, Ólympíunefndina í Vancouver, og er að hafa umsjón með öllu því sem að tungumálum kemur við Ólympíuleikana 2010. Sem gamall skíðamaður og almennt vetraríþróttaaðdáandi finnst mér þetta starf eins og skapað handa mér. Gallinn er að þeir krefjast sama sem lýtalausrar frönskukunnáttu og frönskuþekking mín frá því menntó er ekki svo góð. Ég sótti samt um í von um að þeir finni engan sem uppfyllir öll skilyrði og verði þess vegna að sætta sig við einhvern með lágmarksfrönskukunnáttu. Hinn gallinn er reyndar sá að þeir vilja ábyggilega ráða til sín einhvern strax og ég er auðvitað í námi, en ef ég verð að vinna það sem eftir er ritgerðar með fullri vinnu, þá held ég að það sé þess virði. Svona störf koma ekki á hverju ári. Aðeins er til eitt slíkt fyrir hverja ólympíuleika og hvaða líkur eru á því að þau losni í löndum þar sem ég hef atvinnuleyfi?
Nú er bara að halda í litlaputta og vona hið besta.
Nú og ef ég fæ ekki þessa vinnu þá held ég áfram að skrifa og vona að eitthvað spennandi losni um það leyti sem ég útskrifast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)