Færsluflokkur: Bloggar

Íslenski þjóðbúningurinn

Ég í þjóðbúningiÉg var að fara í gegnum nokkrar gamlar myndir í kvöld og fann þar á meðal þessa mynd af mér á íslenska þjóðbúningnum. Myndin var tekin 1. desember 1988 heima hjá ömmu og afa, rétt áður en við Guðrún Helga fórum á árshátíð MA. Mikið er ég ung þarna. Nítján ára og virðist yngri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Myndin var  fremur gráleit enda bakgrunnurinn hvítur svo ég lagaði hana aðeins í Photoshop. Ég kann reyndar ekki nógu vel á forritið en samt nógu vel til þess að gera myndin betri en hún var áður. 

Ég man vel eftir þessum degi. Mamma hafði fengið búninginn lánaðann hjá vinkonu sinni og hann passaði alveg súpervel. Við frænkur vorum svo dressaðar upp og þá var við hæfi að taka myndir. Mamma tók myndirnar og á meðan stóð amma á bak við hana og glennti sig og geiflaði til þess að fá okkur til að hlæja. Hún tók meira að segja út úr sér tennurnar svo hún gæti nú litið virkilega hlægilega út. Og svo rak hún tunguna upp að nefi. Og við hlógum.  


Um flotta flugvelli

framúrstefnulegur flugvöllur

Ég er ekki alveg búin að fjalla nóg um flugvelli. Mér fannst ég verða að bæta við síðasta blogg og segja að ákveðnir hlutar af flugvellinum í Chicago er alveg ótrúlegir. Þar eru meðal annars löng göng sem maður þarf að fara eftir og veggirnir eru allir úr hálfgagnsæu pastel plastefni og ljós á bakvið þannig að þetta kemur út sem veggirnir séu lýsandi pastel. Í loftinu eru svo endalausar ljósaperur sem skipta stöðugt um lit og í stað pastelsins á veggjunum eru þetta neonljós. Þið getið fengið einhverja hugmynd um þetta á meðfylgjandi mynd.

Ég verð líka að segja að sá hluti Vancouver flugvallar sem þjónar Ameríkuflugi er ótrúlega flottur. Þetta hlýtur að vera nýjasti hluti vallarins. Þegar maður kemur heim gengur maður t.d. í gegnum hálfgerðan ævintýraheim sem hefur verið settur saman úr listaverkum í stíl indjána. Eitthvað annað en bölv. innanlandsflugið sem er ljótt og leiðinlegt. Nei, það er alls ekki rétt. Þetta er alveg þolanlegasti flugvöllur svona almennt og þeir hafa meira að segja nokkur listaverk eftir Bill Reid þarna.


Um stundvísi flugvéla

Ég veit ekki hvort það er bara ég sem er svona óheppin eða hvort það er alltaf vesen með flugvélar. Flugið mitt frá Chicago var áætlað klukkan hálfníu í gærkvöldi. Um fimmtán mínútum eftir að við áttum að vera komin út í flugvél var tilkynnt að vélin myndi ekki fara fyrr en klukkan hálftíu. Um hálftíu var tilkynnt að vélin sem við ættum að fara með væri um það bil að lenda og þeir þyrftu bara að hleypa úr henni og svo gætum við farið.Hleypt yrði um borð um það bil korter í tíu. Vélin kom, fólkið fór úr henni....en við fórum ekki inn. Ekki fyrr en um korteri yfir tíu. En það var ekki nóg. Þarna sátum við í flugvélinni og biðum, og biðum, og biðum... Klukkan var orðin ellefu áður en farið var í loftið. Þá vorum við orðin þremur og hálfum tíma og sein og ég heyrði aldrei neina útskýringu á því. 

Þetta þýddi auðvitað að þegar ég kom loksins til Vancouver var klukkan orðin rúmlega eitt um nóttu að staðartíma, hraðleiðir strætisvagnanna voru hættar að ganga og það hefði tekið mig rúman klukka tíma að komast heim. Lengur ef ég var óheppin með tengingar og hefði þurt að bíða eitthvað. Þannig að ég endaði á því að taka leigubíl og var loksins komin heim til mín klukkan tvö.

Annars var ég heppnari en margir. Á svipuðum tíma og ég lenti í Chicago kom þangað flugvél frá Connecticut. Ég veit ekki hvernig það gerðist nákvæmlega en einhvern veginn fór það svo að farþegar voru sendir með einni vél og farangurinn þeirra með annarri. Þannig að enginn farþega fékk farangurinn sinn. Einn farþeganna var á sömu ráðstefnu og ég og á laugardagskvöldinu - tveimur dögum eftir flugið - var hann ekki enn búinn að fá farangurinn sinn. Og hann flaug til baka á sunnudag. Ég veit ekki hvort hann fékk farangurinn áður en hann fór aftur heim.

Já, það getur verið flókið að fljúga.


Ekki bolar a Capone

Eg er buin ad vera i Chicago sidan um fimm i dag og hef ekki enn sed Al Capone. Her er ekki tangur ne tetur af honum. Mer skilst ad Chicago buar vilji bara ekkert af honum vita. Ein skyringin er talin su ad stjornin her i borginni er jafnspillt og hun var a bannarunum og ad thvi tyki betra ad tengja borgina ekki skipulogdum glaepasamtokum meir en naudsynlegt er.

Hins vegar rakst eg a tvo malfraedina sem voru a radstefnunni i Urbana/Champaign, uti a gotu. Thetta er sex milljona manna borg og eg rakst a folk sem eg thekki. Heimurinn er svo litill. Eg er alltaf ad lenda i sliku.

Vid Matt forum ut ad borda a indverskan veitingastad (eg elska indverskan mat) og forum svo i bio. Saum 'Little Miss Sunshine' sem er alveg yndisleg mynd. Maeli eindregid med henni. Eg aetladi alltaf ad sja hana thegar hun var i Vancouver en einhvern veginn vard aldrei neitt af thvi.

A morgun aetla eg bara ad labba um Chicago og reyna ad kynnast borginni betur. Sidast thegar eg var her var eg lasin allan timann og gat thvi litid sed. En eg hef svo sem ekki tima fyrir mikid labb. Eg flyg heim a morgun.


Í miðvesturríkjunum

Það tekur fjóra tíma að fljúga frá Vancouver til Chicago og maður kemur í nýjan heim. Sem betur fer hafði Matt sent mér tölvupóst og sagt mér að hitastig hafi hrapað í miðvesturríkjunum svo ég tók kápuna mína með. Hún hefur komið að góðum notum. Hér var um frostmark í gær þegar ég kom og varla mörgum gráðum hlýrra í dag. Ég hrapaði sem sagt niður um sirka 23 gráður.

Ráðstefnan hefur gengið vel. Ég var með mitt verkefni klukkian hálf fimm og fékk nokkrar erfiðar spurningar en ekkert í líkingu við útreiðina á Spáni. Í kvöld fór ég út að borða með fólki hér. Það er svo miklu betra að gista heima hjá nemendum en á hóteli. Ekki er það bara að það er ódýrara heldur kynnist maður miklu fleira fólki þannig. Ef ég hefði verið á hóteli hefði ég sennilega farið eitthvert ein að borða og síðan heim á hótelherbergi og horft á sjónvarp eða farið yfir verkefni allt kvöldið. Þetta var miklu skemmtilegra.

Ég talaði við Martin í kvöld. Á morgun ætla þeir að ganga frá bátnum fyrir veturinn. Ég hugsa hlýlega til þessa báts. Ég veit líka að Martin á eftir að sakna þess að geta ekki farið út að sigla eftir vinnu. En það þýðir líklega að hann mun eyða meiri tíma í stúdíóinu að taka upp plötuna hans Brunos. Ég hef líklega ekkert sagt ykkur frá Bruno. Geri það kannski seinna. Hann er mikill Bjarkar aðdáandi. En söngurinn hans er ekkert í líkingu við Björk. Mér finnst hann hljóma einna helst eins og hann sé með hægðartreppu. Sem er sorglegt því hann er góður lagasmiður. En nóg um það.

Nú er best að koma sér í háttinn því ég þarf að sitja yfir fyrirlestrum allan morgundaginn. Var á fyrirlestrum í dag frá níu til hálfátta sem var nú eiginlega meira en nóg. 


Flensutími

Haustið og fyrri hluti vetrar eru yfirleitt undirlögð í flensu og kvef. Ég hef fengið flensusprautu undanfarin ár og finnst það alveg stórkostlegt uppfinning. Vanalega verð ég nefnilega svo ógurlega veik ef ég fæ flensu að ég er lengri tíma að ná mér. Þannig að ég byrjaði á þessu þegar ég var að kenna í Manitóba og hef haldið því áfram. Man ekki hvenær ég varð síðast almennilea lasin. Ég fæ reyndar kvefpestar og svoleiðis en það er nú yfirleitt viðráðanlegt. 

Þessa dagana er ég að berjast á móti kvefi. Nefið er fremur stíflað og ég finn það á því hversu máttlítil ég er að ónæmiskerfið er að berjast á móti einhverjum fjandanum. Ég held að ég ætli að vinna. Ég er búin að vera að bryðja sólhatt, drekka vatn, taka inn töflur sem hreinsa nefgöngin (alveg nauðsynlegt) o.s.frv. og ég er alla vega ekki lasin ennþá. Reyndar fer ég í flugvél á morgun sem gæti breytt ýmsu. Flugvélar eru náttúrulega besti staðurinn til að ná sér í bakteríur og veirur. Maður er lokaður inni í lítilli dós í marga klukkutíma þar sem bakteríur og veirur sveima um loftið. Og ef ónæmiskerfið er þegar veiklað á því að berjast við aðrar pestar þá er nú ekki von á góðu. Ég flýg til Chicago. Síðast þegar ég var í Chicago var ég þar á ráðstefnu og ég var veik hér um bil allan tímann. Fyrsta daginn hafði ég reyndar tíma og heilsu til að labba um og skoða borgina (sem er ágæt en svo sem ekkert merkileg) en strax á öðrum degi var ég komin með kvef og hálsbólgu og ég eyddi megninu af ráðstefnunni í rúminu. Af og til skreiddist ég niður til að hlusta á fyrirlestra (guði sé lof að ég gisti á ráðstefnuhótelinu - annars hefði ég líklega ekkert séð af ráðstefnunni) en það var ekki mikið. Ég vona að þetta skiptið verði betra. Reyndar verð ég lítið í Chicago. Ráðstefnan er í Urbana/Champaign um þrjá tíma í burtu. Ég ætla að stoppa einn dag í Chicago á leiðinni til baka og heimsækja Matt sem var hérna postdoc hjá okkur í UBC í fyrra. Við klifruðum saman.

Kannski skrifa ég eitthvað hérna inná á meðan ég er í Illinois en þið skulið nú ekki treysta því.  


Um ókurteisi Íslendinga

 Í fyrsta skiptið sem ég kom heim til Íslands eftir að ég flutti til Kanada varð ég fyrir miklu sjokki yfir því hversu mikið vantaði á kurteisina í Íslendingum. Ég man sérstaklega eftir því að ég fór í Hagkaup rétt fyrir jólin og það var auðvitað mikill troðningur í fólki - allir að flýta sér. Ég stóð og var að skoða eitthvað þegar kona með innkaupakerru kom á fullri ferð og keyrði kerruna sína beint á mig. Ekki það að hún hafi miðað á mig heldur var hún að reyna að komast framhjá mér og í stað þess að segja: "Fyrirgefðu, en værirðu til í að hleypa mér framhjá", reyndi hún bara á það hvort hún og kerrann slyppu framhjá - sem þær gerðu ekki. Í sjálfu sér var ég ekkert of sjokkeruð yfir því einu og sér, en ég bjóst nú við að hún myndi nú skammast sín ógurlega og segja "Æ, fyrirgefðu, er allt í lagi með þig?" En nei, hún reyndi aftur að komast fram hjá - og hún keyrði kerruna aftur beint á mig. Ég var sjokkeruð og ég veit ekki hvernig ég náði að færa mig frá konunni og kerrunni hennar. Ég held ég hafi verið gráti næst. Ekki vegna þess að hún hafi meitt mig heldur vegna þess að ég átti ekki til orð yfir því að hún skyldi a) hafa keyrt á mig, b) ekki beðist afsökunar. En þetta reyndist ekki vera síðasta sinn í þessari fyrstu heimferð minni sem svipaðir hlutir gerðust. Ég var oft nærri gengin niður í þrengslum í verslunum, fólk skellti hurðum næstum á nefið á mér þegar ég gekk á eftir þeim inn í byggingar og allir virtust hugsa hver um sig. Og þegar kemur að röðum þá finnst Íslendingum ekki alltaf nauðsynlegt að fylgja þeim reglum sem þar gilda.

Kanadamenn eru algjörar andstæður. Þeir eru alltaf að segja fyrirgefðu ef þeir troða einhverjum um tær og það hefur meira að segja komið fyrir mig ef ég rekst óvart á einhvern að þeir segja fyrirgefðu. Finnst þeir líklega hafa verið fyrir mér. Ég er orðin alveg eins, segi fyrirgefðu í tíma og ótíma. Nei, það er ekki alveg satt, ekki í ótíma. En ég hef tekið upp flestar kurteisisvenjur Kanadamann. Og þeir gera fleira en að biðjast afsökunar. Ef maður er að fara inn í verslun, skóla, eða aðra opinbera staði, og einhver annar gengur stutt á eftir manni og er líka að fara inn, þá heldur manni hurðinni opinni fyrir viðkomandi. Jafnvel þótt maður þurfi að bíða svolítið. Og þetta er ekki einhver karlremba því karlar halda hurðum opnum fyrir öðrum körlum rétt eins og konum og konur halda hurðum opnum fyrir hvoru kyninu sem er. Hér er líka miklu meiri þolinmæði þegar kemur að biðröðum. Ef það er röð, þá fara Kanadamenn í hana og svindla sér ekki framar, hleypa ekki endalaust inn í hana vinum og kunningjum og svo framvegis. Og svo eru þeir líka hjálpsamir. Fyrst þegar ég flutti út var ég auðvitað græn og ég man að ég stóð fyrir framan kaffideildina í Safeway (svipað og Hagkaup) og þar var svo margt í boði að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera (sem átti reyndar við flest í matvöruverslunum). Komu þá að eldri hjón og spurðu hvort þau gætu hjálpað mér. Við enduðum á því að spjalla heillengi. Þetta var langt því frá eina skiptið sem ég fékk hjálp án þess að þurfa að biðja um hana. Og svo er manni oft heilsað út á götu þótt maður þekki ekkert fólkið. Sérstaklega þegar maður labbar um íbúðagötur. Og þegar maður kemur inn í strætó býður maður vanalega ökumanninum góðan daginn og þakkar svo fyrir sig þegar maður fer. Ég man að þegar ég var í HÍ bauð ég einu sinni strætóstjóranum góðan daginn því ég var að reyna að vera kurteis við alla. Hann starði á mig og sagði svo: "Þekki ég þig?" Greyið maðurinn, sennilega ekki vanur því að Íslendingar bjóði honum góðan daginn.

En sem sagt, í sjö ár trúði ég því að Íslendingar væru bara sérstakir dónar (sem ég hafði alls ekki tekið eftir þegar ég bjó þar því ég var sjálfsagt eins og allir aðrir). Þegar ég fór til Noregs í fyrra fannst mér reyndar Norðmennirnir svipaðir og Íslendingar þannig að ég víkkaði út skilgreininguna þannig að það væru Skandinavar sem væru svona dónalegir, en núna í haust þegar ég fór til Spánar varð ég að endurskoða þetta allt saman. Mér finnst nefnilega Íslendingar bara kurteisir að mörgu leyti miðað við Spánverjana. Það er nefnilega einn mikill munur. Þótt Íslendingar hafi ákveðið ruddafas yfir sér eru allir sammála um það að ef maður biður um hjálp þá fær maður hana. Þetta segja mér Vestur Íslendingar sem segja að Íslendingar vilji allt fyrir þá gera. Á Spáni, hins vegar, vilja þeir helst ekkert fyrir mann gera. Þjónarnir eru ruddalegir (kannski bara við mig af því að ég var ein og keypti ekki vín með matnum), þegar ég lenti í veseni á flugvellinum og þurfti að hringja til Kanada vildi enginn hjálpa mér og ég var að brotna niður yfir öllu sem ég lenti í. Og þetta er auðvitað ofan á allt sem ég gat kvartað yfir á Íslandi. Fólk gekk mig niður án þess að segja neitt. Einu sinni var ég í röð til að komast á klósettið á túristastað og vinkonur kerlingarinnar fyrir framan mig tróðu sér allar inn í röðina hjá henni, o.s.frv. o.s.frv. Spánverjarnir voru að öllu leyti miklu verri en Íslendingar.

Nýja skoðunin er sem sagt sú að Íslendingar séu ekkert sérlega sneiddir kurteisi miðað við Evrópubúa almennt. Það eru bara Kanadamenn sem eru sérlega kurteisir (Bandaríkjamenn eru það almennt líka en ekki alveg eins og Kanadamenn). Það var sem sagt gott fyrir mig að fara til Spánar og uppgötva þetta. Ég vona að það þýði að næst þegar ég fer heim pirri þetta mig ekki eins mikið.




Kalkunn og thakkagjordarhatid

Nu er ad koma ad thakkagjordarhatidinni i Kanada og kalkunn i sjonmali. Mmmm. kalkunn. Loksins farin ad meta thennan ljota fugl. Kem aftur ad thvi sidar i thessu bloggi. 

Thad er buid ad vera alveg brjalad ad gera hja mer eftir ad eg kom heim fra Barcelona. Svo eg hef ekki einu sinni nad ad segja ykkur fra thvi sem gerdist i Spanarferdinni eftir ad eg slapp fra ronanum. Hef sem sagt ekki sagt neitt um flug sem felld voru nidur og svo framvegis. Og thad verdur ad bida enn um sinn.

Og hvad hefur verid svona timafrekt hja mer? Nu, um leid og eg kom til baka for eg ad fara yfir heimaverkefni i hljodkerfisfraedi sem tok alveg hellings tima. Svo fundadi eg med Bryan, sem er hljodfraedikennarinn minn. Vid erum ad skrifa grein saman sem vid erum ad vona ad verdi birt i Journal of Phonetics. Thad vaeri mjog gott fyrir ferilskrana mina. Thad hefur hins vegar tekid fra mer heilmikinn tima ad vinna ad thessari grein. Mikid um tolur og reikninga og thesslags hluti sem mer leidist. En eg er ad vona ad thad se ad verda buid. Svo hef eg lika verid ad vinna ad grein sem vid Lisa, umsjonarkennarinn minn erum ad skrifa saman um framtid i Gitxsan, indjanatungumalinu sem eg vinn med. Vid munum birta nidurstodur okkar nuna i naestu viku a NELS (North eastern linguistic society of America) sem haldin verdur i Urbana/Champagne i Illinois. Um thrja fjora tima fra Chicago. Eg mun thvi aftur leggja land undir fot i naestu viku.

En oll thessi vinna er threytandi thvi eg enda a thvi ad sleppa ithrottunum, sem er ekki gott thvi thad gerir mig skapvonda. Eg for tvisvar ad klifra i thessari viku thvi eg sa ad eg thurfti virkilega a thvi ad halda. Thott eg hafi ekki tima til thess verd eg hreinlega ad gera thetta thvi thad thydir litid ad reyna ad vinna ef madur er i vondu skapi. Eda ef eg verd of feit sem er alltaf haetta a thegar eg hreyfi mig ekki. Og tha verd eg i enn verra skapi. Sem sagt, vitahringur.

En n u um helgina er thakkagjordarhatid i Kanada. Hun er ekki a sama tima og su i Bandarikjunum. A morgun fer eg i mat til Rosemary og Douglas og mun thar snaeda kalkun og fineri. Mer fannst thad nu ekki serlega spennandi matur svona til ad byrja med en thetta hefur vanist med arunum. Thetta verdur sjounda thakkagjordarhatidin min thannig ad eg er buin ad laera ad meta fuglinn. Annars er eg viss um ad adal astaedan fyrir thvi ad allir borda kalkun thessa helgina er su ad hann er svo stor ad haegt er ad faeda fjolda manns fyrir litinn pening. Annars eru saetu kartoflurnar bestar. Eg by thaer til sjalf ef eg fer eitthvert thar sem thaer eru ekki a bodstolnum. Tha segi eg ofurfallega: Viltu ekki ad eg komi med yams? Svo baka eg thaer i taetlur, stappa svo vel saman og blanda vid thetta smjori og pudursykri og tha er thetta alveg lostaeti. Mmmmmm...yams.

Astaedan fyrir thvi ad islensku stafina vantar her er su ad eg er uppi i skola. Eg er med vitalstima i dag og adan kom her fjoldi nemenda med alls konar vandamal. Annars virdist thetta vera nokkud sterkur hopur og thau attu ekki i miklum vandraedum. Sem er astaedan fyrir thvi ad  eg hef tima til ad skrifa thetta blogg. En timinn er buinn eftir fimm minutur thannig ad eg get farid heim fljotlega. Eg gaeti farid i stelpnaparty i kvold en eiginlega langar mig meira ad horfa a sjonvarpid. Ja, eg veit ad thad er hrikalegt, en stelpurnar aetla ad vera eitthvad ad dandalast med meikup og ad lita har o.s.frv. Eg nenni thvi ekkert. I sjonvarpinu er hins vegar: a. Ghost Whisperer, b. Men in Trees, c. Law and Order. Good lineup. Kannski eg bara poppi og sitji svo a nattfotunum fyrir framan kassann. Gott fostudagskvold myndi eg segja. 


Ekki radist a mig i dag

I dag lek eg turista og thad var ekki radist a mig. Sem er audvitad alveg supergott. Eg hefdi getad farid a leikinn milli Barcelona og Valencia en odyrustu midarnir voru 50 evrur og eg timdi thvi ekki. Hefdi kannski att ad fara, thad hefdi abyggilega verid gaman. En mer hefdi verid alveg sama hver vann og ad minni reynslu er aldrei eins gaman a leikjum thegar urslitin skipta mann ekki mali. Og nei, thad er ekki nog ad Eidur Smari spili med Barcelona. Eg sa hann nu a sinum tima med Chelsea thegar their leku a moti Arsenal. Thad var fyrir morgum arum. For 0-0.

Eg myndi segja ykkur fra thvi hvad eg gerdi i dag en hausinn a mer er eitthvad svo tomur ad eg man ekki nofnin a neinu og thad myndi thvi litid thyda. Man reyndar ad eg sa nokkur Gaudi hus. Allt i thessari borg virdist ganga ut a Gaudi. Og audvitad fotbolta.

Nu aetla eg ad fa mer ad borda adur en eg lid utaf. 


Lifsreynsla i Barcelona

Ja nu er madur bara ad spoka sig i hofudborg Kataloniu. Thad er ordid langt sidan eg hef verid i landi thar sem eg tala ekki tungumalid. Thad ruglar mig alveg og eg reyni ad tala fronsku vid thetta folk og held ad thad se spaenska. Og samt kann eg ogurlega litid i fronsku. En svona er thad. Thott eg viti ad takk a spaensku er gracias tha er eg alltaf ad segja merci vid thetta folk. Veit ekki hvad er ad mer. Annars lenti eg i alveg nyrri lifsreynslu i gaer. Thad var svona halfpartinn radist a mig uti a gotu. Og adur en mamma frikar ut skal eg utskyra thetta nanar. 

Thad var hadegishle fra radstefnunni og eg sat a steinklumbri a einhverju torgi. Bordadi nammi og horfdi a folkid i kringum mig. Alsaklaus af nokkru illu. Allt i einu kemur glas fljugandi rett fyrir framan nefid a mer. Eg leit upp og helt ad thetta hafi verid slys. Kannski var einhver ad reyna ad hend i helv. dufurnar en midadi ekki betur. Thad eina sem eg sa var utigangsmadur sem oskradi og skammadist - a spaensku - og thad hvarladi ekki einu sinni ad mer ad thessum ordflaum vaeri til min beint. Svo eg helt bara afram ad sitja tharna i ro og naedi. Nema hvad, thessi naungi var ekki buinn med mig. Allt i einu se eg utundan mer ad hann kemur rjukandi ad mer, gripur sidan kaffibolla sem einhver hafdi skilid tharna eftir og hendir mig. Lenti a halsinum a mer og kaffi ut um allt. Eg vissi ekki mitt rjukandi rad en rauk a faetur og hordi a manninn. En hann var ekki haettur hann henti ollu lauslegu sem hann fann i mig og gargadi ad mer einhverja oskiljanlega raedu. Eg var svo hissa a thessu ollu saman ad eg vissi ekki hvad eg aetti til bragds ad taka. Eg var buin ad na thvi ad eg vaeri virkilega su sem ollu thessu var beint ad en skildi ad sjalfsogdu ekki af hverju. Folk stod tharna i kring og horfdi, en enginn sagdi neitt eda gerdi neitt. Eg sa ad eg gaeti ekkert gert nema ad fara i burtu svo eg svona halfbakkadi af stad thvi eg kaerdi mig ekki um ad snua bakinu ad honum. Eina manneskjan sem syndi lit var kona sem kom ad mer eftir a og spurdi hvort thad vaeri allt i lagi med mig. Eda alla vega held eg ad hun hafi spurt mig ad thvi. Hun kunni enga ensku og gat thvi ekki utskyrt fyrir mer hvad hafdi gerst en eg skildi tho thegar hun sagdi: Il est loco, hann er brjaladur. Thad var ekki fyrr en eftir a sem eg for ad hugsa um ad thetta hefdi getad verid verra. Flest utigangsfolk a i meiri vandraedum en bara theim ad eiga ekki thak yfir hofudid. I morgum tilfellum er thad heimilislaust af thvi ad thad a vid gedraen vandamal ad etja og margir eru med ofsoknarbrjalaedi. Thad kemur thvi fyrir ad their radast a saklaust folk thvi their halda ad thad aetli ad skada tha. Ef their hafa hnif, t.d. getur farid illa. Eg fekk bara yfir mig kaffa (sem var kalt) og dosir og drasl svo mig skadadi i raun ekki. En thetta var ekki skemmtileg lifsreynsla.

Eg hef ekki tima til ad skrifa meira nuna thvi eg aetla ut og reyna ad fa mida i kvoldutsynistur um borgina. Vil ekki vera of mikid a ferd ein i myrkrinu. Eiginlega verd eg ad segja ad Barcelona er ekki borg til ad vera einn i. Her er mikid um throngar gotur og alls konar krokastiga. Og svo er audvitad skemmtilegra ad hafa felagsskap.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband