Færsluflokkur: Bloggar

Þetta er ekki að virka

Getur einhver útskýrt fyrir mér nákvæmlega hvað þessi setning þýðir?  'Þetta er ekki að virka'

Ég hef séð þessa notkun í auknum mæli á vefnum síðustu mánuði en man ekki eftir þessu fyrir tveimur árum eða svo. Meining virðist vera nokkurn veginn: 'Mér líkar þetta ekki' eða 'þetta er ekki nógu gott'. Er þetta þýðing úr setningunni 'This doesn't work'? Ef svo er, fyndið að hér skuli notaður framvinduháttur en ekki einföld nútíð eins og í enskunni. En það er svo sem í stíl við aukna notkun framvinduháttar almennt.

Þið sem lesið þetta, endilega segið álit ykkar hér í 'athugasemdum' því ég hef virkilegan áhuga á því að vita nákvæmlega hvernig fólk skilur þessa setningu.


Forða skal börnum frá illum sögum

Ég mun þurfa áfallahjálp ef Harry Potter deyr. Nógu var ég nú niðurbrotin við lok síðustu bókar. Annars er Harry nú leiðinlegri en margar aðrar söguhetjur bókarinnar þannig að það er kannski skást að hann deyji. Þar að auki er  ég ekki viss um það sé gott fyrir hann að lifa ef hann fær allan kraftinn úr Voldemort til sín.

Annars er alltaf verið að hlífa börnum meira og meira fyrir óhugnaði. Lítið bara á Grimms ævintýrin sem alltaf er verið að fegra. Fyrir nokkrum árum var ég að segja bróðursyni mínum Rauðhettu og þegar kom að því að úlfurinn át ömmuna sagði sá litli: "Nei, hann át hana ekki. Hann setti hana inn í skáp." Ég var auðvitað hissa á þessu en samþykkti þessa breytingu samt sem áður. Spurði svo bróður minn síðar hvort hann hefði virkilega verið að segja syni sínum þessa vitleysu en fékk þá að vita að í nýrri myndskreyttri barnabók sem drengurinn hafði fengið var þetta svona. Í sömu seríu mátti líka finna söguna af grísunum þremur þar sem þeir tveir vitlausari sluppu yfir til þess gáfaðasta án þess að verða étnir.

Upphaflega var tilgangurinn með sögunum sá að kenna börnum um lífið. Samkvæmt grein sem ég las fyrir mörgum árum var gömul útgáfa af Rauðhettu þannig að Rauðhetta matreiddi ömmuna eftir að úlfurinn drap hana, notaði beinin sem uppkveikju, blóðið sem vín og kjötið át hún svo ásamt úlfinum. Samkvæmt greininni átti sagan að kenna ungum stúlkum um þroskaferlið þar sem þær byrja sem Rauðhetta, verða svo móðir þegar þær elda matinn og síðan eldri virðulegar konur sem fá að setjast niður og snæða góðan mat. Okkur finnst þetta auðvitað ógeðslegt og kannski var gott að sagan var milduð úr svona hrolli, en það er nú allt í lagi að úlfurinn haldi áfram að éta ömmuna og Rauðhettu, sérsaklega þar sem þær sleppa út úr maganum í lokin. Eru krakkar eitthvað síður hræddir við óþekkta hluti nú en áður, þótt búið sé að þynna út sögurnar? 


mbl.is Hvað ef Harry Potter deyr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er hrikalega fyndið

 

Hillary þeysist um með Demókratakórinn að baki sér: http://www.michaelhodges.com/hillary.html


Náttúran ber vitni um gróðurhúsaáhrifin

Ég var að enda við að horfa á viðtal við David Suzuki, einn frægasta umhverfisverndarsinna í heimi. Hann sagði að við þyrftum ekki nema að horfa á dýralífið til þess að sjá gróðurhúsaáhrifin í kringum okkur. Farfuglarnir eru farnir að koma til Kanada fyrr á vorin á hverfa suður seinna á haustin. Hann sagðist hafa spurt gamlan Cree indjána að því eftir hverju hann hefði tekið og sá gamli sagði að það væri nóg að horfa á bjórinn (beaver). Fyrr á árum var bjórinn á fullu við að safna vistum fyrir veturinn í september. Á sama tíma lægi hann nú á bakinu í sólbaði og teldi sig greinilega hafa nógan tíma áður en vetur gengi í garð. 

Ef þið viljið vita meira um David Suzuki þá er þetta besti staðurinn til þess: http://www.davidsuzuki.org/ 


Kveikjarinn leystur af

Kveikjarinn sjálfur hefur misst vinnu sína við að skapa stemmningu á tónleikum. Áður fyrr var það regla að þegar kom að rólegu lagi á tónleikum kveikti fólk á kveikjurunum sínum og veifaði þeim í takt við lagið. Á Arrogant Worms tónleikunum varð ég vitni að því að í stað kveikjara veifaði fólk opnum farsímum. Samloku farsímarnir eru þannig gerðir að þegar þeir eru opnaðir kviknar ljós á skjánum og þetta var sem sagt notað til þess að skapa stemmningu. Ormunum fannst þetta ógurlega skemmtilegt og Trevor sagðist hafa aðeins séð einn kveikjara í öllu mannhafinu. Þá sagði Mike að það væri ekki rétt, þetta hafi ekki verið kveikjari heldur hafi verið kveikjari sem skjáhvílir á einum símanum. Ég gerði smá leit á vefnum þegar ég kom heim og komst að því að þetta er víst orðið algengt núna og er víst búið að vera það í rúmt ár eða lengur.

Sem sagt, tækning tekur alls staðar yfir.


 


Vel valið

Frábært. Ég er einmitt að lesa síðustu kaflana í Draumalandinu og finnst það alveg mögnuð bók. Fyrstu kaflarnir eru fyrst og fremst skemmtilegir en þeim mun aftar sem dregur tekur meiri og meiri alvara við og ég átti ekki orð yfir sumu því sem þar stendur. Þessa bók eiga eiginlega allir að lesa og hún er þannig skrifuð að  það ætti enginn að eiga í vandræðum með það. Hversu oft grípur mann svona fræðibók um umhverfismál.  Ég vona samt að Andri og Ómar fari ekki að bjóða fram sér  flokk. Það er ekki gott ef grænu atkvæðin fara að dreifast um of.

Vinur minn mælir annars með bókin Collapsed eftir Gerard Diamond. Stór og mikil bók um umhverfismál og þar eru meðal annars kaflar um Ísland og Grænland. 

Til hamingju Andri Snær.

P.S. Til hamingju líka Ólafur. Hef hins vegar ekki lesið þá bók né neina hinna sem tilnefndar eru þannig að ég get lítið sagt um það val.


mbl.is Andri Snær og Ólafur Jóhann hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir hrokafullu ormar

worms

Í gær fór ég á alveg frábæra tónleika. Það voru hinir hrokafullu ormar sem léku (Arrogant Worms) en þeir eru kanadísk gríngrúbba sem ég er ákaflega hrifin af. Ég hafði séð þá tvisvar sinnum áður á sviði og í bæði skiptin skemmti ég mér konunglega. Lögin þeirra eru skemmtileg og grípandi og textarnir alveg magnaðir, þótt einn og einn sé fyrir neðan beltisstað. Uppáhaldslagið mitt er alltaf áróðurinn gegn grænmetisáti , Carrot Juice Is Murder sem hér má sjá og heyra að neðan.

 

Carrot Juice Is Murder click to listen click to listen


Listen up brothers and sisters. Come hear my desperate tale.
I speak of our friends of nature trapped in the dirt like a jail.
Vegetables live in oppression served on our tables each night.
This killing of veggies is madness. I say we take up the fight.
Salads are only for murderers. Coleslaw's a fascist regime.
Don't think that they don't have feelings just cuz a radish can't scream.

Chorus:
I've heard the screams of the vegetables, (Scream, scream, scream.)
Watching their skins being peeled. (Having their insides revealed.)
Grated and steamed with no mercy. (Burning off calories.)
How do you think that feels? (Bet it hurts really bad.)
Carrot juice constitutes murder. (And that's a real crime.)
Greenhouses prisons for slaves. (Let my vegetables grow.)
It's time to stop all this gardening. (It's dirty as hell.)
Let's call a spade a spade. (Is a spade, is a spade, is a spade.)

I saw a man eating celery so I beat him black and blue.
If he ever touches a sprout again, I'll bite him clean in two.
I'm political prisoner trapped in a windowless cage,
Cause I stopped the slaughter of turnips by killing five men in a rage.
I told the judge when he sentenced me, "This is my finest hour
I'd kill those farmers again just to save one more cauliflower."

Chorus:
I've heard the screams of the vegetables, (Scream, scream, scream.)
Watching their skins being peeled. (Having their insides revealed.)
Grated and steamed with no mercy. (Burning off calories)
How do you think that feels? (Bet it hurts really bad.)
Carrot juice constitutes murder. (And that's a real crime.)
Greenhouses prisons for slaves. (Let my vegetables grow.)
It's time to stop all this gardening. (It's dirty as hell.)
Let's call a spade a spade. (Is a spade, is a spade, is a spade.)

How low as people do we dare to stoop
Making young broccolis bleed in the soup.
Untie your beans, uncage your tomatoes, Let potted plants free.
Don't mash that potato,
Oh, spare the spider, Eat up calories, Oh!

Chorus:
I've heard the screams of the vegetables, (Scream, scream, scream)
Watching their skins being peeled. (Fates in the stir fry are sealed.)
Grated and steamed with no mercy. (You fat gourmet scum.)
How do you think that feels? (Leave them out in the fields.)
Carrot juice constitutes murder. (V8's genocide.)
Greenhouses prisons for slaves. (Yes your compost's a grave.)
It's time to stop all this gardening. (Take up macramé.)
Let's call a spade a spade. (Is a spade, is a spade, is a spade.)

 


Nú skal hlaupið

Í dag skráði ég mig í 10 kílómetra hlaup í Vancouver Sun keppninni. Ég hef ekki hlaupið í marga mánuði vegna þess að ég er búin að vera að berjast við meiðsli og síðan veikindi, en ég hef þrjá mánuði til að komast í form. Ætti að geta það. Í versta falli hleyp ég tíu kílómetrana á lengri tíma en ég áætlaði við skráningu.

Og nú verð ég að hætta að blogga. Ég geri allt til þess að þurfa ekki að  lesa skólabækurnar en minna má nú vera. Í stað ætla ég að koma mér upp í skóla enda á ég að hitta Gunnar klukkan þrjú. Ef ég er snemma á ferð næ ég kannski að pína mig til að setjast niður með kaffibolla og lesa grein eftir Jean-Marc Gachelin um framvinduhorf og vanahorf í ensku. Og það er líka best að ég muni eftir að koma við á Ticketmaster og sækja miðann minn á Arrogant Worms tónleikana á morgun. 


Skemmtilegir...

....þessir Ítalir. Rut, hvað segirðu um það?

mbl.is Berlusconi biður konu sína auðmjúklega fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um endurvinnslu

Ef Íslendingum er alvara með að koma sér upp alvöru endurvinnsluprógrammi held ég að það sé nauðsynlegt að breyta kerfinu. Ég hef alltaf verið að kynnast betra og betra kerfi og þeim mun betra sem kerfið er, þeim mun meira endurvinn ég.

Víðast hvar í Kanada er öllum heimilum úthlutaður blár kassi (ég held rauður í Quebec) og tveir plastpokar. Í kassann setur maður gler, ál og plast en í pokana pappír. Dagblöð í annan en annars konar pappír í hinn. Í hverri viku, á fyrirfram ákveðnum degi, kemur bíll og sækir þetta. Þetta gerir það að verkum að ég endurvinn allt. ALLT. Ég safna dagblöðunum saman, öðrum blöðum, dósum af öllu tagi, flöskum af öllu tagi, alls kyns plasti (svo framarlega sem það er endurvinnanlegt). Ef við værum með compost í garðinum myndi ég setja þangað matarleifar.

Þegar ég var heima á Akureyri um jólin var eitthvað minnst á endurvinnslu og þar sögðu ýmsir að þeir nenntu varla að standa í  þessu því það þyrfti alltaf að raða draslinu inn í bíl og keyra með það á einhvern endurvinnslustað. Og annað hvort þarf maður að gera þetta mjög reglulega eða þá alls kyns drasl safnast saman hjá manni. Og ég skil það vel, ég var fremur löt við endurvinnsluna heima. Og þó það sé auðvelt að skamma fólk og segja því að hugsa um náttúruna en ekki eigin leti, þá held ég að það væri einfaldlega miklu betra að sækja endurvinnsluna heim, rétt eins og ruslið. Jú, það myndi kosta peninga en það myndi líka skapa atvinnu og við legðum meira til þess að vernda landið okkar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband