Færsluflokkur: Bloggar

Enn um Breiðavíkurmálið

Ég ætlaði rétt að kíkja á Kastljósþáttinn frá því á mánudag áður en ég færi að sofa en eftir að hafa hlustað á alla umræðuna þar um Breiðavíkurmálið (og Shadow Parade sem eru alveg frábærir) datt ég algjörlega í þetta og horfði á alla Kastljósþættina í vikunni. Þetta mál er alveg hrikalegt og maður skilur bara ekki hvernig svona getur gerst. Hugsið ykkur líka þegar maður er að hneykslast á fólki í neyslu og vitleysu -  maður hefur ekki hugmynd um bakgrunn þess. Oft eru einmitt hræðileg lífreynsla eða erfitt uppeldi ástæða þess að fólk lendir á rangri braut í lífinu. Það er kannski ekki beinlínis afsökun í öllum tilfellum, en alla vega útskýring sem taka þarf til greina.

Fyrir nokkrum árum fór ég á veitingastað með kunningja mínum og konan sem þjónaði okkur var alveg ömurleg. Þessi kunningi minn leit vinalega á hana og sagði: Æ æ, hefur þetta verið erfiður dagur. Hún alveg bráðnaði við þetta og var miklu kurteisari eftir á. Ég hef æ síðan reynt að hugsa til þess að fólk sem er dónalegt, eða reitt, eða hreinlega afvegaleitt í lífinu, er það oft vegna þess að það hefur góða ástæðu til þess, en ekki vegna þess að það vill vera dónalegt, reitt eða afvegaleitt. En ég viðurkenni svo sem að stundum mistekst mér ætlunarverkið og pirrast eða hneykslast, eftir því hvor tilfinningin á frekar við.


Góður kostur

Eins og ég sagði fyrr í dag (eða var það í gær?) þá hef ég mikla trú á Obama. Hann kemur mjög vel fyrir, gáfaður stjórnmálamaður sem virðist vera með hjartað á réttum stað. Og staðreyndin er að það skiptir okkur öll máli hver er við stýrið í Bandaríkjunum. Það er langt síðan ég hef séð eins spennandi kandidat þarna sunnan landamæranna. 

Held samt að Hillary myndi líka standa sig vel. 


mbl.is Obama lýsir formlega yfir framboði sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurð Manitoba

118-1870_IMGMargir halda að endalausar slétturnar hljóti að vera ljótar og óspennandi en það er alls ekki rétt. Í kvöld setti ég margar af Manitoba myndunum mínum inn á Flickr síðuna mína: http://www.flickr.com/photos/stinamagga/

Þetta eru myndir teknar á árunum 1999-2003. Ég set kannski fljótlega inn myndar frá BC en hér hef ég engan bíl og hef því minna farið út í náttúruna þannig að ég á ekki eins mikið af myndum héðan. En eitthvað ætti ég að geta grafið upp.

 


Heildarmarkaðsvirði

Getur einhver sagt mér hvað 'heildarmarkaðsvirði' kallast á ensku? Og nei, ég ætla ekki að fara að tala um efnahagsmál við Kanadamenn. Þarf bara að þýða setningu sem inniheldur þetta orð.

Karlar og konur

Konur eru eins og eplin á trjánum. Þau bestu er efst á trénu. Karlmenn eru hræddir við að tína þau epli því þeir eru hræddir við að detta og meiða sig. Í staðinn taka þeir rotnu eplin sem liggja á jörðinni. Þau eru ekki eins góð, en auðvelt að ná í þau. Eplin efst á trjánum halda að það sé eitthvað að þeim, en í raunveruleikanum eru þau æðisleg. Þau verða bara að bíða eftir að rétti maðurinn komi sem er nógu hugrakkur til þess að klifra alla leið upp í topp á trénu.

Karlmenn, aftur á móti, eru eins og eðalvín. Þeir byrja sem vínber og það er verk konunnar að trampa skítinn úr þeim þangað til þeir hafa breyst í eitthvað nógu gott til þess að setjast til borðs með. 


 


Sorgarsaga

Ja hérna. Þvílík sorgarsaga allt saman. Greyið litla barnið. Ætli hafi verið búið að skera úr um faðernið? Það hefur verið mikil sorg í lífi þessarar konu.
mbl.is Anna Nicole Smith látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðhundar

Hvenær getur maður kallað einhvern morðhund án þess að vera hræddur um að vera saksóttur? Ja, ef maður hefur morðingja sem er hundur, þá ætti það að vera í lagi, ekki satt? Ókei, að öllu gamni slepptu, mér finnst alveg hræðilegt hversu algengt það er að hundar drepi lítil börn. Í gær las ég enn eina slíka fréttina, héðan úr nágrenninu. Fjórir hundar, einn fjárhundur og þrír Rottweilerhundar réðust á þriggja ára gamlan dreng og drápu hann. Í kjölfarið voru hin börn móðurinnar tekin af henni þar sem ekki þótt ljóst hvort hún hefði átt að vita hættuna af hundunum eða ekki. Sjálf átti móðirin tvo þessa hunda en hinir tveir (tveir fullorðnir Rottweilerhundar) voru gestkomandi. Rottweilerhundar eiga sök á rúmlega 16% allra hundaárása sem valda dauða, þótt þeir skipi aðeins 1,5% allra hunda í heiminum. Þetta er greinilega vel yfir skekkjumörkum. Fólki greinir á um hvort eigi að banna þær hundategundir sem valda mestum dauðsföllum. Utan Rottweilerhundanna eru það Pittbull hundar og Doberman, með German Shepherd og fleiri þar á eftir. Í Manitoba er nú þegar bannað hafa nokkrar tegundir hunda. 

Reyndar held ég að í mörgum verstu tilfellanna skipti hundategundin ekki öllu máli heldur hvernig farið hefur verið með hundinn. Í fyrra kom upp mál hér í Vancouver þar sem fjórir Rottweilerhundar réðust á tvo drengi og drápu annan en hinn slapp upp í tré. Við athugun kom í ljós að eigandinn var að þjálfa hundana til þess að verða varðhundar og gerði það með því að berja þá og svelta (gáfuleg aðferð eða hittó). Þeir voru  lokaðir inni í garði en ekki í búri og girðingin, þótt há, var bara ekki nóg til þess að halda þeim. Nú fyrir um þremur mánuðum réðst lögregluhundur á barn að leik í næsta garði. Sá hundur hafði verið þjálfaður til þess að ráðast á fólk (en ekki börn reyndar).

Ég myndi sjálf aldrei eignast Rottweiler, Doberman eða Pittbull og þegar ég fæ mér hund verður það líklega miðlungsstór hundur eða lítill hundur, en það er spurning hvort hægt sé að ganga svo langt að banna ákveðnar tegundir. Nær væri að hafa meira eftirlit með hundseigendum, en kannski er það útilokað.

 

En af því að ég er að tala um morð get ég bætt því við að í gær fannst enn eitt líkið af Indó-Kanadískri konu hér í Vancouver. Maður getur ekki að því gert að gruna manninn hennar eða fjölskyldu vegna þess að þetta er þriðja indó-kanadíska konan á nokkrum mánuðum sem er drepin. Og á undanförnum árum hafa verið ótrúlega mörg slík tilfelli. Í sumum tilfellum hefur verið sannað að eiginmaðurinn eða annar fjölskyldumaður hafi verið að verki, en í öðrum tilfellum hefur ekki tekist að finna morðingjann. Í engum þessa tilfella hefur komið í ljós að morðinginn hafi verið einhver ókunnur. Maður reynir að passa sig á að verða ekki fordómafullur og það ætti enginn að sakfella greyið manninn sem var að missa konuna sína án þess að hafa til þess sannanir en þegar konur finnast drepnar úr trúarhópum sem stunda heiðursmorð þá getur maður ekki annað en velt vöngum.


Rómeó og Júlía Neolitíska tímabilsins

Mér finnst þetta alveg ótrúlega falleg mynd og rómantísk.

Á það er líka vert að benda að Mantova, þar sem beinagrindurnar fundust er aðeins um 40 kílómetra suður af Verona þar sem Shakespeare skapaðist sína frægustu elskendur, Rómeó og Júlíu. Hvert veit því hvaða sögu ungmennin á myndinni hafa að geyma. Kannski voru þau af fjölskyldum tveggja höfuðóvina og urðu að hittast í leynd! Og kannski gátu þau ekki lifað hvort án annars þannig að það sem lifði hitt af, tók eigið líf.

En kannski var sagan allt öðru vísi. Kannski þoldi þau ekki hvort annað og spaugsamur grafari ákvað því að láta þau hvíla saman í faðmlögum um alla eilífið (hvernig átti hann líka að vita að 5000 árum seinna færi einhver að grafa greyin upp). 

En æ, þau eru eitthvað svo falleg á að líta svona vafin saman. Ég vil trúa því að þarna sé á ferðinni eilíf ást. 


mbl.is Í faðmlögum í 5.000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Mér líkar vel við Ljungberg. Ég er ánægð með að hann verði áfram hjá Arsenal.
Freddie Ljungberg vill ekki yfirgefa Arsenal.

mbl.is Ljungberg: Er ekki á förum frá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michelin maðurinn segist ekki vera faðirinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband