Færsluflokkur: Tónlist
Flott instrumental lög
2.7.2007 | 17:10
Um helgina bloggaði Gurrí um Rick Wakeman og epic-lögin hans um Arthúr konung, og Leiðina að miðju jarðar. Ég hafði aldrei heyrt þessi lög enda var ég væntanlega að hlusta á Hönnu Valdísi eða Mínipops á þessum tíma. Hlustaði hins vegar núna og tvennt kom í hugann:
1) Atriðið með Stonehange í This is Spinal Tap er nú algjörlega útskýrt (ekki að ég hafi ekki hlegið að því áður).
2) Gat ekki annað en hugsað um aðra frábæra tónlist:
A) War of the Worlds, með Jeff Wayne
(öll platan er flott en sérstaklega fyrsta lagið)
B) Journey of the Sorcerer, með Eagles.
(Eitt af flottustu lögunum með Eagles)
C) The Loner, með Gary Moore.
(Stundum þegar ég er sorgmædd set ég þetta lag á fóninn, leggst á gólfið og loka augunum. Þá leyfi ég mér að vera sorgmædd til að byrja með, en þegar tónninn breytist í laginu, þá er ekki annað hægt en að líða betur.)
Þótt þessir tenglar séu yfir á YouTube þá er í raun ekkert að sjá. Í fyrsta laginu er engin mynd og í öðru laginu er einhver heimskulegur tölvuleikur. Það er bara Gary Moore lagið sem hefur almennilegt vídeó. Það sem skiptir máli er að hlusta á lögin.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sum afmæli eru stærri en önnur
19.6.2007 | 17:23
Hugsið ykkur ef öll heimsbyggðin fagnaði afmæli ykkar á þennan hátt.
Hér mætast gott kaffi og frábær tónlistarmaður.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hann á afmæli í dag
19.6.2007 | 00:00
Til hamingju með afmælið elsku Palli minn. Hvernig er svo að vera orðinn 65 ára og opinbert gamalmenni?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
YouTube og Bluesfest
14.6.2007 | 22:01
YouTube er án efa algjör snilld. Þarna er hægt að finna allan fjandann sem maður finnur hvergi annars staðar. Ég hef til dæmis horft á nokkur lög frá níunda áratugnum sem ég man eftir að hafa horft á á mínum unglinsárum. Horfði m.a. á flest öll myndböndin með Falco, sem ég held statt og stöðugt fram að hafi verið hinn mesti snillingur. Þetta var ágætt afturlit til fortíðar.
En þarna finnur maður líka tónlistarmenn sem eru að mestu óþekktir og sem ekki er endilega auðvelt að sjá annars staðar. Á Ottawa Bluesfest í fyrra sá ég fjöldan allan af tónlistarmönnum, þekktum og óþekktum. Mér fannst til dæmis geysigaman að náunga að nafni Elvis Perkins. Hann er sonur Anthony Perkins sem líklega er einna frægastur fyrir hlutverk sitt í Psycho myndunum. Perkins greyið lést úr Aids fyrir nokkrum árum. Móður Elvis lést svo í árásinni á tvíburaturnana. Hann hefur því átt nokkuð erfitt líf og margir texta hans eru litaðir af því. Set inn eitt lag með Elvis Perkins:
Af þeim tónlistarmönnum sem ég þekkti ekki fyrir Bluesfest var ég samt einna hrifnust af Eric Lindell (er með eitt laga hans í spilaranum mínum hér til hægri). Á YouTube fann ég ekki bara upptökur með honum heldur fann ég þetta lag sem var tekið upp á Bluesfest í fyrra. Ég var sem sagt á staðnum þegar hann spilaði þetta. Gæðin eru ekkert ógurlega góð enda var ólöglegt að taka upp þarna svo einhver hefur smyglað inn einhverjum smágræjum, en það sem samt gaman að þessu.
Þarna sá ég líka í fyrsta sinn hina frábæru kanadísku söngkonu Feist. Ef þið hafið ekki heyrt í henni nú þegar skulið þið endilega hlusta á hana. Og þessi upptaka er mun betri (einhver hefur smyglað inn góðum græjum).
Önnur kanadísk stjarna er Sam Roberts, sem einnig var á Bluesfest 2006:
Að lokum set ég svo inn Blue Rodeo, sérstaklega fyrir Bjarna. Þetta er líka tekið upp á Bluesfest í fyrra:
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vantar hjálp með moggabloggsspilarann
13.6.2007 | 00:28
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Memory almost full
6.6.2007 | 01:14
Ég er að hlusta á nýja diskinn með Paul McCartney, Memory almost full, sem kom út hér vestra í dag (og er seldur á Starbucks). Ég er bara búin að heyra fyrstu fimm lögin þannig að ég er ekki farin að mynda mér skoðun ennþá, en platan lofar góðu. Hún minnir töluvert á Flaming Pie (sem mér fannst stórkostleg plata) og Chaos and creation in the backyard. Platan er afturlit til fortíðar, til bernskuáranna og það er því vel við hæfi að Paul leitar í gamlan tónlistararf. Það má heyra Bítlahljóð þarna en kannski enn frekar hljóm frá fyrstu árum sólóferils Pauls, svo sem frá Venus and Mars (sem er önnur stórkostleg plata).
Ég á eftir að hlusta á plötuna nokkrum sinnum áður en ég mynda mér almennilega skoðun.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nokkrar stórkostlegar plötur
1.6.2007 | 20:03
Af því að ég var aðeins að tala um Sgt. Peppers um daginn fór ég að hugsa um hvaða plötur eru hrein stórvirki - svona plötur þar sem allt eða nær allt er fullkomið. Ég hef alltaf verið sannfærð um að Brothers in Arms með Dire Straits ætti að vera á slíkum lista, en hvaða plötur aðrar?
Hér er listinn (í engri sérstakri röð) sem ég kom upp með þegar ég fór að hugsa um þetta. Tek fram að ég er viss um að ég er að gleyma plötum sem mér sjálfri finndist að ættu að vera þarna (plús öllum plötunum sem ykkur finnst að ættu að vera þarna). Tek líka fram að ég sleppi Bítlaplötum og Paul McCartney plötum því það er of erfitt að takmarka sig við eina eða tvær slíkar.
R.E.M. - Automatic For The People/ Out of time
Radiohead - OK Computer
Nirvana Nevermind
Jefef Buckley Grace
Oasis - (What's The Story) Morning Glory?
Blur Parklife
Fleetwood Mac Rumours
Pink Floyd The dark side of the moon/The wall
U2 The Joshua tree
Barenaked Ladies Stunt
Muse Black holes and revelations/Absolution
Red Hot Chili Peppers Californication/By the way
Dire Straits Brothers in arms
Alanis Morisette Jagged Little Pill
Creed Weathered/My own prison
System of a down - Mezmerize
Hér er engin Stones plata þótt mér þyki Stones frábærir. Það hefur bara aldrei nein ein plata með þeim staðið upp úr hjá mér.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þátturinn eftir hádegið
28.5.2007 | 02:31
Þegar ég var bara pínulítið skott drógum við Gunni bróðir stundum fram gamla segulbandstækið hans pabba (þetta með stóru spólunum sem maður þræddi saman) og bjuggum til okkar eigin útvarpsþætti. Sumir þessa þátta eru enn til á bandinu og það er alveg stórskemmtilegt að hlusta á þá.
Vinsælastur var Þátturinn eftir hádegið með Jóni Gunnlaugssyni. Fyrir þá sem ekki muna var þetta einn af þeim þáttum þar sem hlustendur gátu hringt inn og beðið um óskalag. Af því að þurfti að fara og finna viðkomandi lag í plötusafni útvarpsins spjallaði Jón við gesti á meðan og í minningunni voru þetta helst spurningar um hvað viðkomandi borðaði í hádegismat (þátturinn var jú eftir hádegið). Alla vega voru þættir okkar Gunna þannig. Gunni var Jón og ég var hlustendur. Svo hringdi ég inn og bað um lag, og á meðan Gunni þóttist leita að því spurði hann mig hvað ég borðaði í hádeginu, og hvað ég héti o.s.frv. Hugmyndaflug mitt var nú ekki meira en svo að ég hét vanalega Jóhann (sem er nafn pabba - og var þá auðvitað uppáhalds strákanafnið mitt). Ég borðaði svo kannski graut eða rúgbrauð. Eftir smáspjall söng Gunni lagið og var ekki endilega að vanda sig. Eitt af þeim lögum sem ég bað mikið um var lagið Pétur af öllum pissaði, sem Gunni söng fyrir mig af ánægju. Textinn var svona:
Pétur af öllum pissaði
pungurinn á honum rifnaði
saumað'ann saman með seglgarni
sárt er að koma við hann.
Ég fékk líka stundum að heyra útgáfu af Jamaican Farewell sem var á þessa leið:
Eitt sinn kom til mín yngismær
með loðnar tær, hún bað mig að kyssa þær.
Ég gerðist bráður og beit þær af,
biddu fyrir þér þær voru eitraðar.
Á einni upptökunni höfum við snúið við hlutverkum og ég fæ að vera Jón Gunnlaugsson. Gunni biður þá um lagið 'How do you do', sem var vinsælt 1971 með hollenska dúóinu Mouth and MacNeal. Fyrir nostalgíusakir set ég þetta lag inn hér að neðan og þið sem eruð komin um eða yfir fertugt ættuð að muna eftir því:
Það skal tekið fram að á upptökunni geri ég laginu býsna góð skil þótt ég hafi varla verið nema fimm eða sex ára og að greinilega séu þarna nokkur ár liðin frá því lagið var sem vinsælast (þar sem ég var bara tveggja ára 1971).
Á einni upptökunni má líka heyra Geira bróður koma inn í herbergið, stríða okkur eitthvað og hlæja svo (þótt hláturinn virðist uppgerður). Þetta er alveg hrikalega fyndið vegna þess að Geiri er í kringum fjórtán ára þarna og í mútum. Röddin er því þessi fyndna brostna rödd sem einkennir stráka á þessum aldri. Gunni, sem er ári yngri, var ekki byrjaður í mútum og hafði því enn krakkarödd á þessum upptökum.
Mér þykir alveg ótrúlega skemmtilegt að hlusta á þessar upptökur og hálföfunda krakka í dag sem síðar meir geta fengið að horfa á æsku sína meira og minna á vídeói - meira að segja fæðinguna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á tónleikum með Björk
24.5.2007 | 22:14
Í gær hélt hún Björk okkar tónleika hér á StórVancouversvæðinu, nánar tiltekið í Deer Lake Park í Burnaby. Á miðanum mínum stóð 5pm svo ég skellti mér í strætó klukkan fjögur og kom því að garðinum um fimm leytið. Þetta er nokkuð langt ferðalag sem samanstendur af strætó-lest-strætó-finna leið að garðinum frá stoppistöðinni. Það var risaröð fyrir framan hliðið þegar þangað kom og þegar ég labbaði meðfram röðinni í leit að endanum var kallað í mig. Í röðinni reyndist vera Heidi Maddess, fyrrverandi íslenskunemandi minn. Hún var ein líka svo ég skellti mér í röðina hjá henni og það reyndist heillaráð því í ljós kom að þótt hliðið opnaði klukkan fimm (reyndar ekki fyrr en tuttugu mínútur yfir fimm) þá hóst ekki upphitunaratriðið fyrr en korter í sjö. En veðrið var fallegt og við sátum þarna í aflíðandi brekkunni og spjölluðum. Ég fékk meðal annars fréttir af Nýsjálendingnum John sem einnig var nemandi minn á sama tíma og Heidi, og sem nú hefur flutt aftur til Nýja Sjálands.
Korter í sjö steig á sviðið enginn annar en Einar Örn Benediktsson, gamli moli, og ávarpaði lýðinn á alveg ágætri ensku með sterkum íslenskum hreim. Tvær gamlar kerlingar voru ekki langt frá okkur (við Heidi vorum sannfærðar um að þær væru af íslenskum ættum því við eigum erfitt með að trúa því að aðdáendahópur Bjarkar nái eins hátt og aldur þeirra). Þær fengu næstum hjartaáfall þegar Einar og félagar byrjuðu að spila (vissi ekki að hann væri í Gostdigital) enda komu af og til ótrúleg óhljóð af sviðinu sem skáru í eyrun. Ég hafði nú glettilega gaman af. Einar var fyndinn og þótt þetta sé kannski ekki sú tónlist sem ég almennt hlusta á þá fannst mér þetta skemmtilegt upphitunaratriði. Ekki síst þegar maður horfir til sögunnar og sambandsins sem svo lengi hefur verið milli Bjarkar og Einars. Ég varð að segja Heidi frá því þegar ég fór einhvern tímann á 22 með fólki af Gamla Garði og bað um vatn. Einar var að vinna á barnum og fannst alveg ómögulegt að ég drykki bara vatn. Ég sagðist ekki drekka áfengi og mér þætti gos alltaf svo vont úr vél, svo vatn yrði það að vera. Honum fannst það samt alveg ómögulegt svo hann gaf mér sódavatn og seti sneið af sítrónu út í. Mér þótt það mjög sætt af honum (guði sé lof að ég drakk sódavatn).
Björk steig sjálf á sviðið um átta leytið og hóf dagskránna á Earth Introducers, sem er glettilega gott lag. Takturinn er flottur og erfitt að hreyfa sig ekki með. Hún skellti sér síðan í Hunter, og síðan tóku lögin við hvert af öðru. Ég hafði aldrei séð Björk áður á tónleikum (nema í sjónvarpi) og verð að segja að hún frábær á sviði. Hreyfingar hennar eru engu öðru líkar og orkan ótrúleg. Það verður líka að segjast að tónlistin er enn betri þegar maður heyrir hana á tónleikum en þegar maður situr heima og hlustar á plötu. Og það er ekki hægt að segja um alla.
Mér fannst brasssveitin alveg frábær og ég held að hluti ástæðunnar fyrir því hversu magnaðir tónleikar þetta voru, hafi einmitt verið hljóðfæraskipanin. Björk hefur greinilega valið góða tónlistarmenn með sér.
Fólkið á svæðinu var töluvert öðruvísi en ég á að venjast. Ég kem ekki alveg orðum af því en það var eins og hópurinn skipist í þrennt. Í fyrsta lagi svona nokkurs konar feral ungmenni (ástralskt heiti yfir ákveðna menningu, sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Feral_%28subculture%29). Annars vegar samkynhneigðir. Annað hvort er Björk vinsælli meðal samkynhneigðra en aðrar hljómsveitir sem ég farið að sjá, eða aðdáendur hennar sýna væntumþykju sína betur. Það var alla vega mjög mikið um að tveir strákar eða tvær stelpur héldust í hendur. Í þriðja lagi svona sama einsleita liðið og sést annars vegar. Feral liðið var langskemmtilegast enda dansaði það öðru vísi og klæddi sig öðruvísi (mikið um föt úr náttúrulegum efnum og hárið í dreadlocks). Það var minna um grasreykingar en ég hefði haldið - svona miðað við hvað fólk í Vancouver reykir annars mikið af því.
Margir voru orðnir alveg pissfullir löngu áður en Björk steig á sviðið og voru því kannski farnir að sofa. Þessi á myndinni reis úr rekkju um miðja tónleika, var þá búinn að hvíla sig nóg og hoppaði um um eins og vitleysingur þar til hann tilkynnti að hann væri svangur og hvarf í leit að mat.
Það tók um einn og hálfan tíma að komast heim enda þurfti ég að bíða eftir strætó í 20 mínútur í Burnaby og svo aftur í 10 eða 15 mínútur á Commercial drive. Klukkan var því orðin ellefu þegar ég loksins komst heim og var ég þá bæði köld og þreytt.
En þetta voru hinir skemmtilegustu tónleikar. Skemmtilegast fannst mér að heyra Earth Intruders, Army of Me, Hunter, Declare Independence, Wanderlust og The dull flame of desire (ég held það heiti það - á plötunni er þetta dúett en hún söng það ein á tónleikunum...eða er ég að rugla saman lögum?).
P.S. Hér má sjá umsögnina um tónleikan úr Vancouver Sun.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dómur um nýjustu plötu Bjarkar
9.5.2007 | 01:46
Í Vancouver Sun í dag var dómur um nýjustu plötu Bjarkar (sem mun halda tónleika hér í borg síðar í mánuðinum). Svona hljómar dómurinn:
Bjork's strange and beautiful world
Singer's latest effort is energetic, fun and likely to be a welcome addition to her fans' playlists
Amy O'Brian, Vancouver Sun; Reuters
Published: Tuesday, May 08, 2007VOLTA
Bjork
Atlantic/Warner
Volta is Bjork's sixth self-produced album.
Rating 3 1/2
Bjork hasn't made a name for herself with easy pop tunes or infectious melodies. Instead, the Icelandic singer is often described as weird, inaccessible, pretentious and outlandish. But those labels don't seem to bother her in the least, because she continues to make music that is all of the above -- which isn't to say that it's bad.
Volta, her self-produced sixth album, is no exception. It's filled with disjointed and discordant sounds and rhythms that can be off-putting. It also includes some beautiful moments that include ocean sounds, pouring rain and a groaning foghorn. And there are also dramatic, orchestral-sounding horns; the rich deep voice of Antony (of Antony and the Johnsons); and the familiar hiccuping beats of hip-hop producer Timbaland (of Justin Timberlake and Nelly Furtado fame).
Bjork's unmistakable voice lurches and screams and soars through the 10 tracks on Volta, which was recorded in several locales, from the 23rd floor of the W hotel in San Francisco to a cabin in Thingvellir, Iceland.
She has said of this album that she wanted to make it rhythmic, energetic and fun, which she has accomplished, though the rhythms are so unusual that "rhythmic" is not the first adjective that comes to mind.
Innocence, one of two tracks produced by Timbaland, is one of the most likable and accessible, likely because of the recognizable beats from the hip-hop producer. It's a fun, lighter track that has Bjork singing in a higher voice and guttural growl familiar from earlier albums.
The Dull Flame of Desire is another highlight. It begins with dramatic horns and builds to a romantic (if odd) duet between Bjork and Antony. It has a theatrical stage quality to it that evokes images of a heart-wrenching third act during which someone dies of a broken heart.
Declare Independence is a political call to arms that has Bjork sounding fiery and angry as drum and cymbal sounds clash behind her. The album closes on a quieter note with My Juvenile, another successful collaboration with Antony that includes a clavichord, but few other instrumental embellishments.
If you've never liked Bjork's distinct sound, this album is unlikely to change your mind. But for fans who have been with her since Debut and Post, this album is likely to be a welcome addition to their Bjork playlists.
Amy O'Brian, Vancouver Sun
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)