Færsluflokkur: Tónlist

Mad world

Ef einhver hér hefur ekki heyrt lagið Mad World með Gary Jules þá gef ég ykkur kost á að bæta úr því. Setti lagið í tónlistarspilarann í dag svo þið þurfið ekki nema að velja það hér til hægri og hlusta. Þetta lag er annars gamalt Tears for Fears lag en gekk einhvern veginn aldrei upp í þeirri útsetningu. Útgáfa Gary Jules var flutt í kvikmyndinni Donny Darko og síðan í Xbox auglýsingu og hvort tveggja var frábært til þess að vekja athygli á laginu. 

Set hér inn textann ef einhvern langar að syngja með:

Mad World
Gary Jules (cover of Tears for Fears)

All around me are familiar faces
Worn out places, worn out faces
Bright and early for their daily races
Going nowhere, going nowhere
Their tears are filling up their glasses
No expression, no expression
Hide my head I want to drown my sorrow
No tomorrow, no tomorrow
And I find it kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I'm dying
Are the best I've ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles
It's a very, very
Mad World
Mad world


Children waiting for the day they feel good
Happy Birthday, Happy Birthday
And I feel the way that every child should
Sit and listen, sit and listen
Went to school and I was very nervous
No one knew me, no one knew me
Hello teacher tell me what's my lesson
Look right through me, look right through me
And I find it kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I'm dying
Are the best I've ever had
I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles
It's a very, very
Mad World
Mad World
Enlarging your world

Mad World. 


Um Evróvisjón

Ég er búin að vera í letikasti í dag og hef setið við tölvuna og horft á íslenska sjónvarpið. Núna var ég að ljúka við að horfa á Eurovision þáttinn þar sem Eiríkur og hinir sitja og gefa lögunum í undankeppninni stig. Ég hafði ekki heyrt neitt af Eurovison lögunum áður og það sem var ánægjulegast við þennan þátt var hversu margir hafa yfirgefið þessa leiðinlegu Eurovison formúlu og eru farnir að senda almennileg lög. Mér fannst til dæmis lagið frá Ungverjalandi alveg magnað og vona að  það eigi eftir að ná langt. Lagið frá Andorru var líka mjög skemmtilegt og jafnast alveg á við lögin frá Sum42 og slíkum hljómsveitum sem eru vinsælar hér vestra. Aðalatriðið er að þó þessi lög séu kannski formúlulög þegar borin saman við þá tegund tónlistar sem þau tilheyra, þá er þetta ekki Eurovison formúlan lengur. Og það er mjög mikilvægt. Ég held annars að eitt stærsta skrefið sem stigið var í  þá átt að breyta keppninni hafi einmitt veirð þegar Páll Óskar fór út og nuddaði sig fyrir framan Evrópu. Ömurlegt lag en breytti miklu fyrir þá keppendur sem komu árin þar á eftir.

Ég vildi að ég gæti séð þetta í sjónvarpinu. Ekki það að gæði Eurovision séu svo mikil heldur vegna þess að það er ákveðin menning (eða ómenning) fólgin í keppninni og mér finnst ég svolítið utanveltu að eiga þess ekki kost að horfa. Kannski verður þetta eins og heimsmeistaramótið í handbolta; hægt að  horfa á netinu ef maður borgar fyrir það. En það gekk nú ekki fyrir mig með handboltann því ég fékk skilaboð um að ég væri ekki  með réttu græjurnar. Virðist sem útsendingin hafi ekki verið gerð aðgengileg fyrir makkafólk.


Rokk í Reykjavík

Ég er að horfa á þáttinn hans Jóns Ólafssonar frá síðustu viku; þennan sem fjallaði um Rokk í Reykjavík. Mér finnst virkilega gaman að þættinum en reyndar finnst mér Jóni hafa tekist ótrúlega vel upp almennt í vetur. Það hafa verið fáir þættirnir hans sem mér leiddist. 

Pönk bylgjan var auðvitað alveg stórmerkileg á sínum tíma þótt sjálf hafi ég verið í það yngsta til að hafa gaman af því sem þar gerðist. Var nýbúin að uppgötva Bítlana og hafði miklu meira gaman af því sem gerðist áður en ég fæddist en því sem var að gerast í kringum  mig. Tíu-ellefu ára er maður svo sem ekki beinlínis frumlegur í hugsun.

En það var virkilega gaman að sjá þessa búta sem sýndir voru í  þættinum; flest hef ég séð oft og mörgum sinnum áður en það er orðið nokkuð langt síðan síðast. Það sem var kannski merkilegast var að sjá þessa krakka sem tóku  þátt í  myndinni á sínum tíma, koma saman aftur í tilefni þessa þáttar, orðnir miðaldra karlar, og spila saman á ný. Einhvern veginn var pönkið barn síns tíma og það var svolítið skrítið að sjá miðaldra karla standa uppi á sviði og öskra. Og ég er ekki að segja að  það sé almennt skrítið. Ég fór sjálf að sjá Rollingana í vetur, enn eldri karla standa uppi á sviði og öskra. Ég held það sé fyrst og fremst pönkið sem mér finnst skrítið að sjá í dag. Kannski vegna þess að flestir þeir sem tóku þátt í pönkbylgunni á Íslandi voru svo ofsalega ungir, en kannski vegna þess að ég man sjálf svo vel eftir þessu tímabili. 

En flott hjá þeim að vera farnir að spila aftur 


Eric Lindell

Ég var að prófa hvernig þessi tónlistarspilari virkaði og ég er nú nógu vitlaus til þess að það tók svolítinn tíma að finna út úr því. Það gekk hins vegar og ég setti inn lag með Eric Lindell sem ég sá á Ottawa Blues Fest í fyrra. Ég varð yfir mig hrifin. Af öllum frábæru tónlistarmönnunum sem ég sá á þessari hátíða var það Lindell sem snerti mig mest. Ég var að  hugsa um að fá hjá honum áritaðan disk eftir tónleikana en svo margt var að gerast að í stað þess að bíða eftir honum fórum við að næsta sviði og hlustuðum á aðra tónleika. Ég sé enn eftir því vegna þess að það er mjög erfitt að finna diskinn hans. En hlustið á lagið, það er mjög gott.

Björk á Saturday Night Life

Vek hér með athygli á því að Björk verður gestur á Saturday Night Life á laugardagskvöldið. Scarlett Johannson (sem augljóslega er bróðir minn) verður kynnir.

Grammy verðlaunin

Það er alveg greinilegt að smekkur minn fer ekki mjög vel saman við þeirra sem ákveða Grammy verðlaunin. Fyrir utan Red Hot Chilli Pepper og Bob Dylan held ég að ég hafi ekki gaman af neinum sigurvegaranna. 

Það sem er kannski  merkilegast við þessi Grammy verðlaun er að Dixie Chicks fengu fimm verðlaun sem bendir til þess að bandaríska þjóðin sé búin að fyrirgefa þeim fyrir að gagnrýna Bush á opinberum vettvangi. Fyrst eftir að þær lýstu því yfir að þær skömmuðust sín fyrir að búa í landi þar sem hann er forseti varð allt vitlaust. Fólk brenndi plötur þeirra, svipað og Bítlabrennurnar á sínum tíma, lög þeirra voru ekki spiluð í útvarpi o.s.frv. En sem sagt, fimm Grammy verðlaun sýna að þeim hefur verið fyrirgefið (alla vega svona af flestum).

Hér eru annars sigurvegarar úr helstu flokkum.

Album of the Year: "Taking the Long Way," Dixie Chicks.
Record of the Year: "Not Ready to Make Nice," Dixie Chicks.
Song of the Year: "Not Ready to Make Nice," Martie Maguire, Natalie Maines, Emily Robison and Dan Wilson (Dixie Chicks).
New Artist: Carrie Underwood.
Pop Vocal Album: "Continuum," John Mayer.
Rock Album: "Stadium Arcadium," Red Hot Chili Peppers.
R&B Album: "The Breakthrough," Mary J. Blige.
Rap Album: "Release Therapy," Ludacris.
Country Album: "Taking the Long Way," Dixie Chicks.
Latin Pop Album (tie): "Adentro," Arjona. "Limon Y Sal," Julieta Venegas.
Contemporary Jazz Album: "The Hidden Land," Bela Fleck and the Flecktones.
Classical Album: "Mahler: Symphony No. 7," Michael Tilson Thomas, conductor, Andreas Neubronner, producer (San Francisco Symphony).

 


Hinir hrokafullu ormar

worms

Í gær fór ég á alveg frábæra tónleika. Það voru hinir hrokafullu ormar sem léku (Arrogant Worms) en þeir eru kanadísk gríngrúbba sem ég er ákaflega hrifin af. Ég hafði séð þá tvisvar sinnum áður á sviði og í bæði skiptin skemmti ég mér konunglega. Lögin þeirra eru skemmtileg og grípandi og textarnir alveg magnaðir, þótt einn og einn sé fyrir neðan beltisstað. Uppáhaldslagið mitt er alltaf áróðurinn gegn grænmetisáti , Carrot Juice Is Murder sem hér má sjá og heyra að neðan.

 

Carrot Juice Is Murder click to listen click to listen


Listen up brothers and sisters. Come hear my desperate tale.
I speak of our friends of nature trapped in the dirt like a jail.
Vegetables live in oppression served on our tables each night.
This killing of veggies is madness. I say we take up the fight.
Salads are only for murderers. Coleslaw's a fascist regime.
Don't think that they don't have feelings just cuz a radish can't scream.

Chorus:
I've heard the screams of the vegetables, (Scream, scream, scream.)
Watching their skins being peeled. (Having their insides revealed.)
Grated and steamed with no mercy. (Burning off calories.)
How do you think that feels? (Bet it hurts really bad.)
Carrot juice constitutes murder. (And that's a real crime.)
Greenhouses prisons for slaves. (Let my vegetables grow.)
It's time to stop all this gardening. (It's dirty as hell.)
Let's call a spade a spade. (Is a spade, is a spade, is a spade.)

I saw a man eating celery so I beat him black and blue.
If he ever touches a sprout again, I'll bite him clean in two.
I'm political prisoner trapped in a windowless cage,
Cause I stopped the slaughter of turnips by killing five men in a rage.
I told the judge when he sentenced me, "This is my finest hour
I'd kill those farmers again just to save one more cauliflower."

Chorus:
I've heard the screams of the vegetables, (Scream, scream, scream.)
Watching their skins being peeled. (Having their insides revealed.)
Grated and steamed with no mercy. (Burning off calories)
How do you think that feels? (Bet it hurts really bad.)
Carrot juice constitutes murder. (And that's a real crime.)
Greenhouses prisons for slaves. (Let my vegetables grow.)
It's time to stop all this gardening. (It's dirty as hell.)
Let's call a spade a spade. (Is a spade, is a spade, is a spade.)

How low as people do we dare to stoop
Making young broccolis bleed in the soup.
Untie your beans, uncage your tomatoes, Let potted plants free.
Don't mash that potato,
Oh, spare the spider, Eat up calories, Oh!

Chorus:
I've heard the screams of the vegetables, (Scream, scream, scream)
Watching their skins being peeled. (Fates in the stir fry are sealed.)
Grated and steamed with no mercy. (You fat gourmet scum.)
How do you think that feels? (Leave them out in the fields.)
Carrot juice constitutes murder. (V8's genocide.)
Greenhouses prisons for slaves. (Yes your compost's a grave.)
It's time to stop all this gardening. (Take up macramé.)
Let's call a spade a spade. (Is a spade, is a spade, is a spade.)

 


Að finna íslenska geisladiska í búðum

Af því að ég var eitthvað að tala um það áðan að ég hefði keypt nokkra íslenska diska þegar ég var heima, finnst mér rétt að bæta því við að ég reyndi mikið að finna diskana með Dikta og The Core. Fór í margar tónlistarverlsanir en fann hvorugan diskinn. Suma diska var reyndar almennt erfitt að finna. Diskinn með Úlpu fann ég aðeins í einni verslun, sama með Lights on the highway og Pétur Ben var nokkuð erfitt að finna líka. Og svo voru aðrir diskar í tugum eintaka í hverri verslun. Velti því fyrir mér hvað ræður því hvaða diskum er slegið upp o.s.frv. 

Íslensk tónlist

Áður en ég flaug af landi brott keypti ég nokkra íslenska geisladiska, marga þeirra hafði Martin beðið mig um að kaupa fyrir sig. Hafði verið að rannsaka MySpace t il að sjá hvað var spennandi í íslenskri tónlist. Ég hafði reyndar fengið tónleikadiskinn með Bubba í jólagjöf og var aðeins búin að vera að hlusta á hann en þegar ég lagði af stað með listan undir hendinn var það ekki til að kaupa svona þessa tónlist sem ég vanalega hef hlustað á. Ég hef síðan verð að hlusta á þessa diska í gær og í dag og líkar almennt vel. Reyndar eru diskarnir svolítið líkir hver öðrum, alla vega svona við fyrstu hlustun. Kannski eru áhrif Sigurrósar svona sterk.

Bestur, enn sem komið er, finnst mér nýi diskurinn með Ampop. Er einmitt að hlusta á hann núna. Hafði ekki heyrt í þeim áður enda lítið fylgst með nýrri íslenskri tónlist síðan ég flutti erlendis. Mér finnst þeir reyndar minna mig svolítið á Leaves, til dæmis lagið sem er á akkúrat núna, Two directions. Hins vegar finnst mér Leaves svo góðir að það er bara gott að líkjast þeim. Og þar að auki líkjast þeir þeim ekkert of mikið. Hafa líka sinn eigin stíl. 

Hinir diskarnir sem ég keypti eru Shadow Parade sem er mjög góður; Lights on the highway, sem fékk ekki góða umfjöllun í Mogganum (tvær stjörnur held ég) en sem mér finnst bara alveg ágætir; Pétur Ben sem ég þarf að hlusta á oftar. Ég hafði eitthvað pínulítið með honum og líkaði vel en fyrsta hlustun á nýja disknum var ekkert sérstök. Mér sýnist hins vegar þetta vera einn af þessum diskum sem maður þarf að hlusta á nokkrum sinnum þannig að ég hef engar áhyggjur. Ég keypti líka diskinn með Hafdísi Huld eftir að hafa heyrt smá brot af disknum. Mér finnst hann góður en verð samt að segja að bæði hún og Lay Low (sem mér finnst líka mjög góð og nældi mér líka í eintak af þeim diski) minna mig svolítið á Emiliönu Torrini. Það er ekkert vont í sjálfu sér því allar eru þær góðar en ég vildi heyra meir mun á þeim. Held það muni koma þegar ég hlusta oftar á plöturnar.

Heima voru líka allir að hlusta á Baggalút. Ég held ég hafi séð eintak af þeim diski á næstum hverju heimili sem ég heimsótti um jólin. Fannst það svolítið fyndið hvernig þeir hafa slegið í gegn og velti fyrir mér hversu mikið ég myndi spila þá. Fékk reyndar alltaf sent jólalagið þeirra á hverjum jólum og hafði gaman af, en veit ekki hvort ég myndi hafa þá lengi á fóninum.

Gleymdi einum diski. Keypti líka diskinn með Úlpu. Martin vildi endilega þann disk. Ég hafði heyrt brot af honum og fannst ekkert sérstakt en er búin að hlusta á diskinn núna tvisvar og verð að segja að ég hef bara gaman af. Ég hlakka til að kynnast þessum hljómsveitum öllum betur.

Martin minntist reyndar á að það væri alveg ótrúlegt hversu mikið af góðri tónlist kæmi frá Íslandi, þessu litla landi.

Er núna að hlusta á Temptation með Ampop og það er nú flott lag. Sama má segja um lag númer fimm men ég get ómögulega lesið hvað það heitir. Kem þeim skilaboðum hér með til Ampop að það er ekkert gagn af því að skrifa nafn laga á diskinn, né láta texta fylgja með, ef maður getur ekki lesið það sem stendur. Og ég bendi á að ég hef samt einn áfanga í handritalestri frá HÍ. Kannski þyrfti ég bara að nota gleraugun mín oftar.

Vil í lokin segja að ég sá bæði Mýrina og Börn þegar ég var í Reykjavík og fannst báðar alveg frábærar. Við eigum orðið mjög góða leikara. Strákurinn sem leikur Sigurð Óla í Mýrinni (Björn Hlynur?) er mjög góður og mér fannst flestir leikararnir í Börnum alveg frábærir. Alltaf stendur hann Ólafur Darri nú fyrir sínu. 


26 ár frá dauða Johns

 Í dag eru liðin tuttugu og sex ár síðan John Lennon var skotin fyrir utan heimili sitt í New York. Ég var ekki nema rétt orðin ellefu ára en ég man samt eftir þessum degi. Ég var tiltölulega nýorðin Bítlaaðdáandi og var búin að vera að hlusta á rauðu safnplötuna (árin 63-66) nær stanslaust í einhverja mánuði. Þarna um kvöldið var ég að leika mér niðri í kjallara og þegar ég kom upp voru kvöldfréttirnar á. Það fyrsta sem ég heyrði var að John Lennon hefði verið skotinn. Ég varð alveg miður mín. Hver gæti gert svona? Ég held ég hafi ekki hugsað út í það þá að þetta þýddi að John ætti aldrei eftir að semja meiri músík, að ég myndi aldrei fá tækifæri til þess að sjá hann á tónleikum, að heimurinn hefði misst einn mesta snilling samtímans. Ég var ellefu ára og hreinlega hugsaði ekki svo langt. Þar að auki var Paul í uppáhaldi alveg frá upphafi og það hefur kannski slegið aðeins á. En ég hugsa enn til þessa dags með sorg í huga og ég man að ég grét þegar ég horfði á myndirnar frá sorgmæddum aðdáendum, bæði í New York og í Liverpool. Og fólkið safnaðist saman og söng og grét. Einstaka sinnum koma til sögunnar jafnmiklir snillingar og John eða Paul, en ég held það muni aldrei aftur verða til tónlistarpar sem jafnast á við þá tvo þegar þeir komu saman. Það gerðist eingöngu á sjöunda áratugnum og ég missti af því.

Tenglill á frétt frá þessum degi: http://news.bbc.co.uk/olmedia/cta/events2000/lennon/chapman06.ram

 

http://newsimg.bbc.co.uk/media/images/41050000/jpg/_41050018_daylennondied2_bbc.jpg

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband