Málfrćđingurinn Chomsky
29.9.2010 | 02:51
Noam Chomsky er gođ í heimi málvísindanna. Án efa ţekktasti og virtasti málfrćđingur sem uppi hefur veriđ og ţví finnst okkur málfrćđingum alltaf svolítiđ skítt ađ hann skuli vera ađ vesenast í pólitík í stađ ţess ađ skrifa um málfrćđi. Ekki ţađ ađ hann sé ekki góđur í pólitíkinni - ţađ sem ég hef séđ frá honum er yfirleitt býsna gáfulegt, en í málfrćđi er hann snillingur og viđ söknum hans og hugmynda hans.
Annars hreifst ég svo sem aldrei ađ Minimalist kenningu hans sem var á hrađri uppleiđ um ţađ leyti sem ég var ađ ljúka mastersnámi. Og ţví miđur hefur ţađ lengi veriđ ţannig ađ Chomsky hefur ákveđinn áhangendahóp sem lepur upp hvert orđ sem frá honum kemur og virđist aldrei efast. Ţannig var ţađ m.a. ţegar Minimalisminn kom fram. Sumir skelltu sér ţá beint í ţađ ađ endurvinna gömlu hugmyndir sínar innan nýja kerfisins. Ţannig var ţetta ekki viđ HÍ. Ţar var Miminalismanum tekiđ međ varúđ og viđ héldum áfram ađ vinna undir Stjórnunar- og bindikenningunni (Government and Binding) á međan ég var ţar viđ nám. Ég veit ekki hvađ ţeir gera núna en sjálf hef ég aldrei almennilega sćtt mig viđ nýju kenninguna. Las greinar skrifađar í ţví kerfi ţegar ég byrjađi í doktorsnámi. Var ekki yfir mig hrifin. En núna er mér alveg sama ţví ég skrifa ekki lengur um setningafrćđi. Fćrđi mig yfir í merkingarfrćđi ţegar ég fór í doktorsnámiđ og núna eru stóru nöfnin frekar fólk eins og Barbara Partee, Angelika Kratzer, Greg Carlson, o.s.frv. En enginn í merkingarfrćđinni er eins yfirgnćfandi og Chomsky er í setningafrćđinni.
![]() |
Of stór fyrirtćki til ađ mistakast |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.