Er þetta líka skoðun Morgunblaðsins

Vanalega tíðkast sú hefð að nota gæsalappir í fyrirsögnum þegar notuð eru tilfinningaþrungin orð beint úr ræðu viðmælenda. Eins og fréttin stendur nú, með engar gæsalappir í fyrirsögn, má draga þá ályktun að einnig blaðamanni þyki aðferðir Jóhönnu ógeðslegar. Ég hélt að það væri ekki starf blaðamanna að segja sína skoðun og geri því ráð fyrir að hann sé að vísa í orð viðmælanda síns. Og ef svo er, þá á að nota gæsalappir í fyrirsögn, eins og hann gerir jú í fyrstu málsgrein fréttarinnar. Ég mæli með að þessu verði breytt hið fyrsta?
mbl.is „Ógeðsleg“ framganga Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þeir mega eiga það hjá Morgunblaðinu að þeir laga villurnar þegar þeim er bent á þær. Það er hið besta mál.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.9.2010 kl. 01:48

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, kæra Kristín, Morgunblaðið er í sókn, og menn eru í góðu skapi þar á bæ. Margir sögðu í reiðikasti Mbl. upp, er Davíð Oddsson tók við ritstjórn þess. Mér finnst Mbl. hafa skánað til muna, eftir að prestsonurinn fór frá ritstjórn blaðsins, m.a. hefur EBS-hallinn minnkað og magrar aðrar jákvæðar breytingar hafa orðið á blaðinu.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.9.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband